Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ráðgert er að vetni komið við sögu í flestum þáttum samgangna i framtíðinni. Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus kynnti á síðasta ári áætlanir sínar um Airbus Zero e flugvélar framtíðarinnar sem munu nota vetni sem orkugjafa.
Ráðgert er að vetni komið við sögu í flestum þáttum samgangna i framtíðinni. Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus kynnti á síðasta ári áætlanir sínar um Airbus Zero e flugvélar framtíðarinnar sem munu nota vetni sem orkugjafa.
Fréttir 14. október 2021

Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Spánn setja 11,5 milljarða evra í vetnisvæðingu

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Nokkur ríki innan ESB samþykktu vetnisstefnu árið 2020. Það voru Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Spánn. Þau skuldbundu sig einnig einnig til að leggja 11,5 milljarða evra í vetnisvæðingaráform á árunum 2021 til 2026. Þar af mun Þýskaland leggja til 3 milljarða evra, Ítalía 3 milljarða, Frakkland 2 milljarða, Spánn 1,5 milljarða og gert er ráð fyrir að um 1 milljarður evra komi bæði frá Póllandi og Rúmeníu.

Enn fremur var hleypt af stokkun á árinu 2020 mikilvægu verkefni ESB um sameiginlega hagsmuni Evrópu í vetni (Important Project of Common European Interest - IPCEI). Á þetta verkefni að flýta fyrir stofnun evrópskrar vetnisverðmyndunarkeðju.

Metnaðarstig er mismunandi milli landa, en er greinilega hátt í sumum tilfellum. Þannig stefnir Þýskaland að því að byggja upp 5 GW framleiðslugetu á vetni fyrir árið 2030 sem lið í að ná því markmiði að vera þá komið með 90-110 TWh vetnisnotkun á landsvísu. Þetta er um það bil 4% af heildarorkunotkun Þýskalands.

Til að ná þessum áformum hefur Þýskaland tryggt 9 milljarða evra fjármögnun í gegnum vetnis­væðingarstefnu ríkisins.

Áætlanir Frakklands eru enn metnaðarfyllri með markmið um rafgreiningargetu upp á 6,5 GW árið 2030 og með 7 milljarða evra framlagi af opinberu fé til ársins 2030 til að kynna vetnisnotkun í iðnaði og samgöngum.

Ítalía hefur einnig samþykkt innlenda vetnisstefnu sem miðar fyrst og fremst að 5 GW rafgreiningargetu árið 2030, eða 2% af heildarorkuþörf landsins. Það aukist síðan upp í 20% af endanlegri orkuþörf árið 2050.

Spánn stefnir á 4 GW af rafgreiningargetu, sem á að ná með 9 milljarða evra ríkisframlagi og einkafjárfestingu fyrir árið 2030.

Bretland stefnir hátt í vetnisvæðingu

Bretland er nú komið út úr ESB og afhjúpaði stefnu sína í ágúst 2021 um að þróa það sem stjórnvöld skilgreina sem „leiðandi vetnisbúskap í heiminum“. Þar er vetni skilgreint sem lykilþáttur í orkuskiptum, sérstaklega í rafmagni, iðnaði og að hluta til í flutningageiranum.

Að framboðssíðunni er aðalmarkmiðið að þróa 5 GW kolefnisvetnisframleiðslugetu árið 2030 (svipað og Þýskaland og Ítalía). Það á að leiða til að um 20-35% af orkunotkun landsins verði með vetni árið 2050.

Á eftirspurnarhliðinni er markmiðið að láta vetni gegna mikilvægu hlutverki við að kolefnisjafna þá geira sem nú nota vetni sem framleitt er með jarðefnaeldsneyti, svo sem í efnaiðnaði og olíuhreinsunarstöðvum, sem og svo til upphitunar íbúðarhúsnæðis. Einnig til að framleiða rafmagn í ákveðum flutningum.

Um 10% breskra heimila verði kynt með vetni árið 2035

Athygli vekur hversu miklar væntingar eru til Bretlands varðandi hlutverk vetnis í hitaveitum fyrir íbúðarhúsnæði. Það gerir ráð fyrir að um það bil 1 TWh (Terawattstundir) af heimilis­hitunarþörfinni komi frá vetni árið 2030. Það myndi gera 67.000 heimilum kleift að skipta úr jarðgasi í vetni á hverju ári. Stefnan miðar síðan á að skala verkefnið upp í 45 TWh fyrir árið 2035, til að ná til 10% af heimilis­hitunarþörfinni með vetni árið 2035.

Vetni verði notað á stóra bíla og lestir

Í samgöngumálum er mikilvægt að nefna að í stefnunni er ekki gert ráð fyrir að nota vetni á fólksbíla, heldur aðeins þá hluti sem erfiðara verður að rafvæða, svo sem siglingar, flug, vörubíla, rútur og lestir.

Vetnið skapi 100.000 störf árið 2050

Áætlunin gerir ráð fyrir að vetnisbúskapur í Bretlandi verði 900 milljóna punda virði og skapi yfir 9.000 störf fyrir árið 2030. Einnig að hugsanlega hækki hann í 100.000 störf og 13 milljarða punda árið 2050.

Ný og endurbætt vorbók
Fréttir 18. mars 2024

Ný og endurbætt vorbók

Á vordögum tökum við í notkun endurbætta útgáfu að hinni góðu gulu vorbók sem er...

Fræðasamfélag í uppbyggingu
Fréttir 18. mars 2024

Fræðasamfélag í uppbyggingu

Í Mývatnssveit er verið að byggja upp svokallaða vettvangsakademíu fyrir kennslu...

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora
Fréttir 18. mars 2024

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora

Magne Kvam hefur tekið upp á sitt einsdæmi að leggja spor fyrir skíðagöngu á höf...

Íbúum utan borgarinnar fjölgar
Fréttir 15. mars 2024

Íbúum utan borgarinnar fjölgar

Yfirlit yfir þróun byggðar hérlendis er eitt verkefna Byggðastofnunar, en nýveri...

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum
Fréttir 15. mars 2024

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum

Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson, bændur á Butru í Fljótshlíð, eru fyrst...

Fimm tegundir teknar af skrá
Fréttir 15. mars 2024

Fimm tegundir teknar af skrá

Samkvæmt niðurstöðum áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir innfluttan tilbúinn...

Loftslag
Fréttir 15. mars 2024

Loftslag

Gagnvirkur loftslagsatlas sýnir fortíð og spáir fyrir um framtíð.

Bændavakt á Búnaðarþingi
Fréttir 14. mars 2024

Bændavakt á Búnaðarþingi

Búnaðarþing er nú haldið á Hótel Reykjavík Natura. Á Bændavakt á vef Bændasamtak...