Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þingsályktunartillaga um eflingu kornræktar
Mynd / smh
Fréttir 20. desember 2021

Þingsályktunartillaga um eflingu kornræktar

Höfundur: smh

Kári Gautason, sérfræðingur í úrvinnslu hagtalna hjá Bænda­samtökum Íslands og varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, tók sæti á Alþingi strax í byrjun þinghalds og hefur lagt fram sitt fyrsta þingmál; tillögu til þingsályktunar um eflingu kornræktar á Íslandi.

Í tillögunni er gert ráð fyrir að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipi starfshóp sem geri tillögur til þess að efla kornframleiðslu á Íslandi. Í starfshópnum eigi sæti tveir fulltrúar frá Landbúnaðarháskóla Íslands sem hafi sérfræðiþekkingu á jarð- og kornrækt, einn frá Bændasamtökum Íslands, einn frá Samtökum iðnaðarins og einn frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að tillögurnar liggi fyrir við upphaf endurskoðunar gildandi búvörusamninga, fyrir árslok 2022.

Kornræktin færist norðar

Kári segir markmið tillögunnar meðal annars að undirbúa Ísland undir þá þróun að kornrækt muni færast norðar á bóginn. „Það munu vera fyrirsjáanleg viðbrögð við hlýnandi heimi. Ég tel því einsýnt að kornrækt mun eflast næstu áratugi, en ég tel jafnframt að með skynsamlegum aðgerðum geti ríkið flýtt mikið fyrir þeirri þróun. Síðustu ár hefur verið að mínum dómi augljóst að það þurfi fleiri stoðir undir búsetu í sveitum heldur en eingöngu þessar hefðbundnu greinar sem byggjast á búfjárrækt. Ástæðan er viðvarandi framleiðniaukning í landbúnaði sem leiðir til þess að færri bændur þarf til að framleiða kjöt og mjólk,“
segir Kári.

Hann segir að það hafi komið sér ánægjulega á óvart hversu breiður hópur þingmanna úr fimm flokkum var tilbúinn að standa með honum að tillögunni. En auk stjórnarþingmanna eru þingmenn úr Flokki fólksins og Viðreisn skrifaðir fyrir tillögunni.

Aðstæður hagfelldari en ætla mætti

Í greinargerð með tillögunni segir meðal annars, að í skýrslu um fæðuöryggi á Íslandi, sem unnin var fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra árið 2021, komi fram að fæðuöryggi er hvað minnst þegar kemur að kornvörum, hvort sem er til manneldis eða til fóðrunar búfjár. „Þó að hnattlega Íslands setji kornframleiðslu ákveðnar skorður eru aðstæður til landbúnaðar á Íslandi mun hagfelldari en ætla má af opinberri umræðu, vaxtartími er langur og framleiðni mikil vegna langrar ljóslotu. Íslenskur jarðvegur er afar frjósamur þótt hann sé einnig viðkvæmur og rofgjarn. Auk þess eru mikil tækifæri til að bæta ræktunarmöguleika með nútímalegum plöntukynbótum, með landbótum, t.d. skjólbeltarækt, og með bættum ræktunaraðferðum.“

Vanmat verið á möguleikum kornræktar
Kári Gautason.

Þegar Kári er spurður um skoðun hans á því hvers vegna ekki hafi tekist að gera kornrækt á Íslandi að alvöru landbúnaðargrein, segir hann ástæðuna vera vanmat á því hvað sé mögulegt og raunhæft hér. „Ísland er gott landbúnaðarland, en í opinberri umræðu má oft ætla að við búum ofan í frystikistu. Það þarf að aðlaga kornyrki að okkar aðstæðum og nota til þess aðferðir 21. aldarinnar. Ég tel að verkefni kúabænda um að innleiða erfðamengisúrval í nautgriparækt hafi sýnt fram á að okkur séu allir vegir færir ef unnið er af metnaði,“ segir hann.

Kári er bjartsýnn á að málið komist á dagskrá á fyrstu mánuðum næsta árs. „Þingmannamál stjórnar­þingmanna eru ekki mjög ofarlega í forgangsröðun og það eru tugir mála sem bíða þess að vera mælt fyrir. Gæti þó náðst fyrir páska að ég tel.“

Skylt efni: kornrækt

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...