Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fjarskiptasjóður hefur veitt 6 milljóna króna styrk til að leggja ljósleiðara yfir sundið frá fastalandinu og yfir til Hríseyjar. Akureyrarbær borgar það sem á vantar til að klára verkið.
Fjarskiptasjóður hefur veitt 6 milljóna króna styrk til að leggja ljósleiðara yfir sundið frá fastalandinu og yfir til Hríseyjar. Akureyrarbær borgar það sem á vantar til að klára verkið.
Mynd / Almar Alfreðsson
Fréttir 12. apríl 2021

Styrkur til að leggja ljósleiðara til Hríseyjar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Styrkur að upphæð 6 milljónir króna fengust úr Fjarskiptasjóði sem hýstur er hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til að leggja stofnstreng með ljósleiðara til Hríseyjar. Fjárhæðin nýtist til að greiða hluta kostnaðar við verkefnið, en strengurinn fer þriggja til fjögurra kílómetra leið frá fasta landinu og yfir sundið til Hríseyjar.

Ásthildur Sturludóttir, bæjar­stjóri á Akureyri, hafði fyrir hönd bæjarstjórnar Akureyrar, óskað eftir viðræðum við Fjarskiptasjóð um hvernig best væri að fjármagna ljós­leiðaratengingu til Hríseyjar og hvað þyrfti að gera til að hægt væri að hefja verkið við fyrsta tækifæri.

Ljósleiðaratenging styrkir ferðaþjónustuna

Nettengingar við Hrísey eru nú í gegnum örbylgjusamband sem hindrar fulla afkastagetu við flutning á efni um netið og hamlar hraðvirkni í tölvuvinnslu. Þykir afar brýnt að bæta þar úr hið fyrsta. Með því að tengja Hrísey við ljósleiðara megi tryggja betur fasta búsetu í eyjunni og gera hana að álitlegum búsetukosti fyrir fólk í öllum starfsgreinum. Ljósleiðaratenging yrði einnig til að efla ferðaþjónustu í Hrísey sem vaxið hefur fiskur um hrygg á undanförnum árum.

Nú liggur fyrir að finna hagkvæmasta kostinn við lagningu ljósleiðara yfir sundið frá fasta landinu til eyjarinnar í samráði og samvinnu við þar til bæra aðila og undirbúa tengingu við hús í byggðakjarnanum líkt og gert er í öðru þéttbýli á Íslandi.

Ásthildur segir á vef Akureyrar­bæjar að nú verði leitast við að finna það fjármagn sem upp á vanti til að hægt verði að tengja Hrísey við ljósleiðaranetið.

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...