Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Skagafjörður öflugastur með 28.558 vetrarfóðraðar kindur
Mynd / Bbl
Fréttir 29. maí 2019

Skagafjörður öflugastur með 28.558 vetrarfóðraðar kindur

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Sex sveitarfélög eða svæði á landinu eru áberandi stærst í sauðfjárræktinni og öll með yfir 20 þúsund vetrarfóðraðar kindur, samkvæmt ársskýrslu MAST og haustskýrslum Búnaðarstofu. Þá eru fimm sveitarfélög til viðbótar sem eru með meira en 10 þúsund fjár í fóðrun yfir veturinn.  
 
Alls voru 378.191 vetrafóðruð kind skráð í haustskýrslum Búnaðarstofu MAST 2018. Á bak við þann fjölda var skráð greiðslumark upp á 368.457 ærgildi. Hins vegar var heildarfjöldi sauðfjár í landinu samkvæmt gögnum MAST fyrir árið 2018 talinn vera 432.740.
 
Skagfirðingar öflugir í sauðfjárræktinni
 
Skagafjörður var öflugastur einstakra svæða í sauðfjárræktinni 2018 með 28.558 vetrarfóðraðar kindur og greiðslumark upp á 27.698 ærgildi. Í öðru sæti var Húnaþing vestra með 25.813 kindur í vetrarfóðrun og greiðslumark upp á 23.195 ærgildi. Í þriðja sæti var Húnavatnshreppur með 25.448 vetrarfóðraðar kindur og 22.020 ærgildi í greiðslumarki. Má því segja að Húnavatnssýslurnar samanlagðar séu í heild öflugasta sauðfjárræktarsvæði landsins.  
 
Fljótsdalshérað var í fjórða sæti með 24.786 vetrarfóðraðar kindur en með talsvert hærra greiðslumark, eða 26.928 ærgildi. Í fimmta sæti kom svo Dalabyggð með 24.572 vetrarfóðraðar kindur og 24.138 ærgildi í greiðslumark. Borgarbyggð var svo í sjötta sæti með 23.639 vetrarfóðraðar kindur og greiðslumark upp á 19.085 ærgildi.
 
Samkvæmt þessu er norð­vestan­vert landið frá Skagafirði í Borgarfjörð það svæði sem er helsta undirstaða sauðfjárræktarinnar í landinu. 
 
Fimm sveitarfélög með 10–15.000 fjár
 
Önnur öflug sveitarfélög í sauðfjárræktinni 2018 með yfir 10.000 fjár voru Ölfus með 14.721 vetrarfóðraða kind og greiðslumark upp á 14.423 ærgildi. Þá kom Norðurþing með 14.505 vetrarfóðraðar kindur og greiðslumark upp á 15.236 ærgildi. Skaftárhreppur var með 13.791 vetrarfóðraða kind og 14.340 ærgildi í greiðslumark. Næst kom Hornafjörður með 13.811 kindur í vetrarfóðrun og greiðslumark upp á 12.779 ærgildi. Rangárþing eystra var svo rétt yfir 10.000 kinda markinu með 10.324 vetrarfóðraðar kindur og greiðslumark upp á 15.236 ærgildi. Til gamans má geta þess að Rangárþing vestra var þar skammt undan með 9.224 vetrarfóðraðar kindur en mun lægra greiðslumark, eða 6.319 ærgildi. 
 
Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara