Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Skagafjörður öflugastur með 28.558 vetrarfóðraðar kindur
Mynd / Bbl
Fréttir 29. maí 2019

Skagafjörður öflugastur með 28.558 vetrarfóðraðar kindur

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Sex sveitarfélög eða svæði á landinu eru áberandi stærst í sauðfjárræktinni og öll með yfir 20 þúsund vetrarfóðraðar kindur, samkvæmt ársskýrslu MAST og haustskýrslum Búnaðarstofu. Þá eru fimm sveitarfélög til viðbótar sem eru með meira en 10 þúsund fjár í fóðrun yfir veturinn.  
 
Alls voru 378.191 vetrafóðruð kind skráð í haustskýrslum Búnaðarstofu MAST 2018. Á bak við þann fjölda var skráð greiðslumark upp á 368.457 ærgildi. Hins vegar var heildarfjöldi sauðfjár í landinu samkvæmt gögnum MAST fyrir árið 2018 talinn vera 432.740.
 
Skagfirðingar öflugir í sauðfjárræktinni
 
Skagafjörður var öflugastur einstakra svæða í sauðfjárræktinni 2018 með 28.558 vetrarfóðraðar kindur og greiðslumark upp á 27.698 ærgildi. Í öðru sæti var Húnaþing vestra með 25.813 kindur í vetrarfóðrun og greiðslumark upp á 23.195 ærgildi. Í þriðja sæti var Húnavatnshreppur með 25.448 vetrarfóðraðar kindur og 22.020 ærgildi í greiðslumarki. Má því segja að Húnavatnssýslurnar samanlagðar séu í heild öflugasta sauðfjárræktarsvæði landsins.  
 
Fljótsdalshérað var í fjórða sæti með 24.786 vetrarfóðraðar kindur en með talsvert hærra greiðslumark, eða 26.928 ærgildi. Í fimmta sæti kom svo Dalabyggð með 24.572 vetrarfóðraðar kindur og 24.138 ærgildi í greiðslumark. Borgarbyggð var svo í sjötta sæti með 23.639 vetrarfóðraðar kindur og greiðslumark upp á 19.085 ærgildi.
 
Samkvæmt þessu er norð­vestan­vert landið frá Skagafirði í Borgarfjörð það svæði sem er helsta undirstaða sauðfjárræktarinnar í landinu. 
 
Fimm sveitarfélög með 10–15.000 fjár
 
Önnur öflug sveitarfélög í sauðfjárræktinni 2018 með yfir 10.000 fjár voru Ölfus með 14.721 vetrarfóðraða kind og greiðslumark upp á 14.423 ærgildi. Þá kom Norðurþing með 14.505 vetrarfóðraðar kindur og greiðslumark upp á 15.236 ærgildi. Skaftárhreppur var með 13.791 vetrarfóðraða kind og 14.340 ærgildi í greiðslumark. Næst kom Hornafjörður með 13.811 kindur í vetrarfóðrun og greiðslumark upp á 12.779 ærgildi. Rangárþing eystra var svo rétt yfir 10.000 kinda markinu með 10.324 vetrarfóðraðar kindur og greiðslumark upp á 15.236 ærgildi. Til gamans má geta þess að Rangárþing vestra var þar skammt undan með 9.224 vetrarfóðraðar kindur en mun lægra greiðslumark, eða 6.319 ærgildi. 
 
Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...