Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sérstaða íslensks landbúnaðar í brennidepli
Fréttir 13. mars 2019

Sérstaða íslensks landbúnaðar í brennidepli

Höfundur: TB

„Hver er sérstaða íslensks land­búnaðar?“ er yfirskrift opinnar ráðstefnu sem haldin verður í kjölfar ársfundar Bændasamtakanna á Hótel Örk í Hveragerði, föstu­daginn 15. mars milli klukkan 13 og 16. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, mun ávarpa ráðstefnuna og um kvöldið verður Bændahátíð á Örkinni.


Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, ávarpar ráðstefnu bænda.

Fjölbreyttir fyrirlestrar

Á ráðstefnunni mun Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við Háskóla Íslands og yfirlæknir á Landspítalanum, ræða um einstaka stöðu íslensks landbúnaðar er varðar smitsjúkdóma og sýklalyfjaónæmi. Á eftir honum kemur Eiríkur Már Guðleifsson, viðskiptastjóri á auglýsingastofunni Hvíta húsinu, sem fjallar um það hvernig talað er um lýðheilsu og matvælaframleiðslu.

Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður VOR, félags framleiðenda í lífrænum búskap, fjallar um hvert lífræn framleiðsla er að stefna en á eftir henni koma þrír bændur og segja frá nýsköpun sem gengur út að markaðssetja sérstöðu okkar. Það eru þau Örn Karlsson, bóndi á Sandhóli, sem framleiðir meðal annars repjuolíu og hafra og Hulda Brynjólfsdóttir, bóndi og eigandi smáspunaverksmiðjunnar Uppspuna. Í lokin mun Oddný Anna Björnsdóttir, ráðgjafi og bóndi í Gautavík, segja frá hvernig hefur gengið að selja búvörur beint til neytenda undir merkjum REKO.

Tímarit Bændablaðsins

Samhliða ársfundi BÍ gefa samtökin út Tímarit Bændablaðsins. Því er dreift til allra bænda í landinu og annarra áskrifenda í 8 þúsund eintökum. Í ritinu er fjallað um fjölbreytt mál sem tengjast landbúnaði, viðtöl, kynningar og annað efni.

Bændahátíð um kvöldið

Um kvöldið verður haldin bændahátíð þar sem íslenskar búvörur verða í öndvegi og dansað fram á nótt. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og heimamaður í Hveragerði, stýrir veislunni en meðal skemmtikrafta eru Sólmundur Hólm og Hjörtur Benediktsson. Feðginin Dagný Halla Björnsdóttir og Björn Þórarinsson taka lagið og hljómsveitin Allt í einu leikur fyrir dansi. Hátíðin hefst kl. 20.00 en þeir sem eiga eftir að útvega sér miða eru beðnir að hafa hraðar hendur og skrá sig á vefsíðunni bondi.is eða hringja í síma 563-0300.  


Sóli Hólm mun kitla hláturtaugar bænda á Hótel Örk.

 

 
Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...