Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Frá Búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda Bændasamtaka Íslands á dögunum.
Frá Búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda Bændasamtaka Íslands á dögunum.
Mynd / smh
Fréttir 29. mars 2022

Sauðfjárbændur vilja samstarf allra kjötframleiðenda

Höfundur: smh

Á Búgreinaþingi deildar sauðfjár­bænda Bændasamtaka Íslands á dögunum var ein tillaga samþykkt sem lögð verður fyrir Búnaðarþing 2022. Tillagan gengur út á samstarf allra kjötframleiðenda á Íslandi.

Í tillögunni er lagt til að myndaður verði samstarfshópur allra búgreina kjötframleiðenda um innflutning, útflutning og innanlandsneyslu kjöts. Hópurinn verði skipaður þvert á búgreinar með fulltrúa frá hverri grein. Markmiðið með tillögunni er að efla samstöðu kjötframleiðenda um heildstæða markaðssetningu á íslensku kjöti og fylgjast með neyslu innanlands. Einnig að halda innflutningi innan þeirra marka sem innlend framleiðsla þolir og til að fylgjast með hvort íslenskar afurðastöðvar nýti útflutningskvóta til fulls.

Varðstaða um kjötgreinarnar

Í greinargerð með tillögunni segir að kjötframleiðendur á Íslandi séu í eðlilegri samkeppni innbyrðis en geta með sam­stöðu, þekkingarmiðlun og sam­legðar­áhrifum staðið vörð um atvinnugreinina í heild. 

„Kjötframleiðendur á Íslandi eru í eðlilegri samkeppni innbyrðis en geta með sam­stöðu, þekkingarmiðlun og sam­legðar­­áhrifum staðið vörð um atvinnu­greinina í heild,“ segir í greinargerðinni.

Búnaðarþing verður haldið á Hótel Natura 31. mars til 1. apríl næstkomandi. Eftirtaldir fulltrúar deildar sauðfjárbænda voru kosnir þar til setu:

Fulltrúar deildar sauðfjárbænda á Búnaðarþing 2022.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...