Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá Búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda Bændasamtaka Íslands á dögunum.
Frá Búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda Bændasamtaka Íslands á dögunum.
Mynd / smh
Fréttir 29. mars 2022

Sauðfjárbændur vilja samstarf allra kjötframleiðenda

Höfundur: smh

Á Búgreinaþingi deildar sauðfjár­bænda Bændasamtaka Íslands á dögunum var ein tillaga samþykkt sem lögð verður fyrir Búnaðarþing 2022. Tillagan gengur út á samstarf allra kjötframleiðenda á Íslandi.

Í tillögunni er lagt til að myndaður verði samstarfshópur allra búgreina kjötframleiðenda um innflutning, útflutning og innanlandsneyslu kjöts. Hópurinn verði skipaður þvert á búgreinar með fulltrúa frá hverri grein. Markmiðið með tillögunni er að efla samstöðu kjötframleiðenda um heildstæða markaðssetningu á íslensku kjöti og fylgjast með neyslu innanlands. Einnig að halda innflutningi innan þeirra marka sem innlend framleiðsla þolir og til að fylgjast með hvort íslenskar afurðastöðvar nýti útflutningskvóta til fulls.

Varðstaða um kjötgreinarnar

Í greinargerð með tillögunni segir að kjötframleiðendur á Íslandi séu í eðlilegri samkeppni innbyrðis en geta með sam­stöðu, þekkingarmiðlun og sam­legðar­áhrifum staðið vörð um atvinnugreinina í heild. 

„Kjötframleiðendur á Íslandi eru í eðlilegri samkeppni innbyrðis en geta með sam­stöðu, þekkingarmiðlun og sam­legðar­­áhrifum staðið vörð um atvinnu­greinina í heild,“ segir í greinargerðinni.

Búnaðarþing verður haldið á Hótel Natura 31. mars til 1. apríl næstkomandi. Eftirtaldir fulltrúar deildar sauðfjárbænda voru kosnir þar til setu:

Fulltrúar deildar sauðfjárbænda á Búnaðarþing 2022.

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...