Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Frá Búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda Bændasamtaka Íslands á dögunum.
Frá Búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda Bændasamtaka Íslands á dögunum.
Mynd / smh
Fréttir 29. mars 2022

Sauðfjárbændur vilja samstarf allra kjötframleiðenda

Höfundur: smh

Á Búgreinaþingi deildar sauðfjár­bænda Bændasamtaka Íslands á dögunum var ein tillaga samþykkt sem lögð verður fyrir Búnaðarþing 2022. Tillagan gengur út á samstarf allra kjötframleiðenda á Íslandi.

Í tillögunni er lagt til að myndaður verði samstarfshópur allra búgreina kjötframleiðenda um innflutning, útflutning og innanlandsneyslu kjöts. Hópurinn verði skipaður þvert á búgreinar með fulltrúa frá hverri grein. Markmiðið með tillögunni er að efla samstöðu kjötframleiðenda um heildstæða markaðssetningu á íslensku kjöti og fylgjast með neyslu innanlands. Einnig að halda innflutningi innan þeirra marka sem innlend framleiðsla þolir og til að fylgjast með hvort íslenskar afurðastöðvar nýti útflutningskvóta til fulls.

Varðstaða um kjötgreinarnar

Í greinargerð með tillögunni segir að kjötframleiðendur á Íslandi séu í eðlilegri samkeppni innbyrðis en geta með sam­stöðu, þekkingarmiðlun og sam­legðar­áhrifum staðið vörð um atvinnugreinina í heild. 

„Kjötframleiðendur á Íslandi eru í eðlilegri samkeppni innbyrðis en geta með sam­stöðu, þekkingarmiðlun og sam­legðar­­áhrifum staðið vörð um atvinnu­greinina í heild,“ segir í greinargerðinni.

Búnaðarþing verður haldið á Hótel Natura 31. mars til 1. apríl næstkomandi. Eftirtaldir fulltrúar deildar sauðfjárbænda voru kosnir þar til setu:

Fulltrúar deildar sauðfjárbænda á Búnaðarþing 2022.

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...