Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Frá Búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda Bændasamtaka Íslands á dögunum.
Frá Búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda Bændasamtaka Íslands á dögunum.
Mynd / smh
Fréttir 29. mars 2022

Sauðfjárbændur vilja samstarf allra kjötframleiðenda

Höfundur: smh

Á Búgreinaþingi deildar sauðfjár­bænda Bændasamtaka Íslands á dögunum var ein tillaga samþykkt sem lögð verður fyrir Búnaðarþing 2022. Tillagan gengur út á samstarf allra kjötframleiðenda á Íslandi.

Í tillögunni er lagt til að myndaður verði samstarfshópur allra búgreina kjötframleiðenda um innflutning, útflutning og innanlandsneyslu kjöts. Hópurinn verði skipaður þvert á búgreinar með fulltrúa frá hverri grein. Markmiðið með tillögunni er að efla samstöðu kjötframleiðenda um heildstæða markaðssetningu á íslensku kjöti og fylgjast með neyslu innanlands. Einnig að halda innflutningi innan þeirra marka sem innlend framleiðsla þolir og til að fylgjast með hvort íslenskar afurðastöðvar nýti útflutningskvóta til fulls.

Varðstaða um kjötgreinarnar

Í greinargerð með tillögunni segir að kjötframleiðendur á Íslandi séu í eðlilegri samkeppni innbyrðis en geta með sam­stöðu, þekkingarmiðlun og sam­legðar­áhrifum staðið vörð um atvinnugreinina í heild. 

„Kjötframleiðendur á Íslandi eru í eðlilegri samkeppni innbyrðis en geta með sam­stöðu, þekkingarmiðlun og sam­legðar­­áhrifum staðið vörð um atvinnu­greinina í heild,“ segir í greinargerðinni.

Búnaðarþing verður haldið á Hótel Natura 31. mars til 1. apríl næstkomandi. Eftirtaldir fulltrúar deildar sauðfjárbænda voru kosnir þar til setu:

Fulltrúar deildar sauðfjárbænda á Búnaðarþing 2022.

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt
Fréttir 26. janúar 2023

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt

Stakkhamar 2 í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi hefur skotist á toppinn ...

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast
Fréttir 25. janúar 2023

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast

Niðurtröppun á greiðslumarki í sauðfjárrækt hefst á þessu ári, samkvæmt núgildan...

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum
Fréttir 24. janúar 2023

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum

Ungir bændur hafa verið að kalla eftir því að þeir geti nýtt öll fasteignakaupsú...

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna
Fréttir 23. janúar 2023

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna

Yggdrasill Carbon hefur fengið útgefnar fyrstu íslensku vottuðu kolefniseiningar...

Vinnsla á próteini úr grasi
Fréttir 20. janúar 2023

Vinnsla á próteini úr grasi

Þörf heimsins fyrir prótein er alltaf að aukast og sífellt er leitað leiða til a...

Smitvarnir áréttaðar
Fréttir 20. janúar 2023

Smitvarnir áréttaðar

Í ljósi útbreiðslu bráðsmitandi afbrigðis af fuglaflensu H5N1 sá Eigenda- og ræk...

Hnökrar hjá þvottastöðinni í ullarþurrkun og -móttöku
Fréttir 19. janúar 2023

Hnökrar hjá þvottastöðinni í ullarþurrkun og -móttöku

Á undanförnum vikum hafa hnökrar verið á ullarþurrkun í ullarþvottastöðinni á Bl...