Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. /Mynd Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. /Mynd Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.
Mynd / Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.
Fréttir 1. september 2021

Samningur um rannsókn á iðragerjun nautgripa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðherra og rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, undirrituðu fyrir skömmu samning þar sem umhverfis-og auðlindaráðuneytið styður við rannsóknir til að bæta þekkingu og grunnupplýsingar um metanlosun vegna iðragerjunar nautgripa.

Með samningnum eru tryggð kaup og uppsetning á viðurkenndum búnaði sem mælir metanlosun frá búfé.

Í tilkynningu vegna undirritunar samningsins segir að í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum sé kveðið á um bætta fóðrun búfjár til að draga úr iðragerjun. Meginþorra þeirrar losunar gróðurhúsalofttegunda sem kemur frá búfjárrækt má rekja til gerjunar sem á sér stað í iðrum búfjár. Þegar kýr og kindur jórtra ropa þær upp metani sem er öflug gróðurhúsalofttegund, raunar meira en tuttugu sinnum öflugri en CO2.

Markmið rannsóknarverkefnisins er að rannsaka metanlosun íslenskra mjólkurkúa, sem og að rannsaka hvernig megi minnka losun frá jórturdýrum með breyttri fóðrun.

 Kannað hvort sé hægt að minnka losun

Rannsóknir erlendis benda til að hægt sé að draga úr framleiðslu metans í meltingarvegi búfjár með ýmsum leiðum, svo sem með því að nota efni úr þörungum. Með rannsókninni nú verður kannað hvort hægt sé að draga úr slíkri losun hér á landi og stuðla að rannsóknum og þróun innanlands.

Niðurstöður rannsóknanna munu nýtast til þess að móta leiðir að kolefnishlutleysi í nautgriparækt sem kveðið er á um í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Þá eru niðurstöðurnar mikilvægur þáttur í að bæta upplýsingar fyrir losunarbókhald Íslands, varðandi mat á losun frá landbúnaði.

 Mikilvægar aðgerðir í loftlagsmálum

„Það er mikilvægt að við byggjum aðgerðir okkar í loftslagsmálum á bestu fáanlegu upplýsingum, en engar rannsóknir hafa lagt mat á metanlosun íslenskra nautgripa og því hefur verið stuðst við erlendar rannsóknir í loftslagsbókhaldinu okkar. Með tækjabúnaðinum bætum við úr þessu og getum farið í rannsóknir á áhrifum mismunandi bætiefna í fóðri á metanlosun, þannig að í framhaldinu ættum við að geta tekið stór skref til að draga úr metanlosun með slíkum bætiefnum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...