Samiðn gagnrýnir einnig þann tvískilning sem er að eiga sér stað hjá stjórnvöldum, þ.e. menntamála- og menningarmálaráðherra talar um mikilvægi iðnnáms en á sama tíma er atvinnu- og nýsköpunarráðherra í þeirri vegferð að vega að löggildingu iðnaðarmanna.
Samiðn gagnrýnir einnig þann tvískilning sem er að eiga sér stað hjá stjórnvöldum, þ.e. menntamála- og menningarmálaráðherra talar um mikilvægi iðnnáms en á sama tíma er atvinnu- og nýsköpunarráðherra í þeirri vegferð að vega að löggildingu iðnaðarmanna.
Mynd / HKr
Fréttir 13. september 2021

Samiðn gagnrýnir harðlega stöðu iðnnáms á Íslandi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Miðstjórn Samiðnar kom nýlega saman þar sem kom hörð gagnrýni fram vegna stöðu iðnnáms hér á landi. Í ályktun miðstjórnar kemur fram að staðan sé orðin mjög alvarleg þegar 700 umsækjendur fá ekki inngöngu í iðnnám. Þar eiga 18 ára og eldri nánast engan möguleika á að komast í iðnnám og er það algerlega óviðunandi.

Hilmar Harðarsson, formaður Sam­iðnar. Mynd / Aðsend

Að sama skapi gerir Samiðn athugasemdir við þá vegferð sem stjórnvöld eru í varðandi löggildingu iðngreina. Þar styður ríkisstjórnin sig við skýrslu OECD varðandi afnám löggildingar í ákveðnum iðngreinum. Það vekur athygli að OECD horfði í skýrslu sinni eingöngu til iðngreina, en ekki annarra stétta sem búa við lögverndun. Enn og aftur er því verið að ráðast að iðngreinum. Samiðn gagnrýnir einnig þann tvískilning sem er að eiga sér hjá stjórnvöldum, þ.e. menntamála- og menningarmálaráðherra talar um mikilvægi iðnnáms en á sama tíma er atvinnu- og nýsköpunarráðherra í þeirri vegferð að vega að löggildingu iðnaðarmanna. Það sýnir hversu ósamstiga stjórnvöld eru í þessum málaflokki.

„Hér er einnig um brýnt neytendamál að ræða. Neytendur verða að geta gengið að því vísu að þjónusta iðnaðarmanna uppfylli gæðakröfur. Mikilvægt er að tryggja að þeir sem starfi á þessu sviði séu hæfir til að sinna þeim störfum og hafi lokið viðeigandi námi sem viðurkennt er af yfirvöldum. Það gefur augaleið að afleiðingar af óviðunandi þekkingu og hæfni til að vinna þau störf geta verið mjög alvarlegar,“ segir Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar.

Skylt efni: Samiðn | iðnnám

Evrópska bankakerfið myndi ráða illa við nýtt efnahagsáfall
Fréttir 17. september 2021

Evrópska bankakerfið myndi ráða illa við nýtt efnahagsáfall

Álagsprófun á 50 öflugustu lána­stofnunum innan Evrópu­sam­bandsins, sem standa ...

Ný tækni frá Hyzon Motors í geymslu vetnis í ökutækjum
Fréttir 17. september 2021

Ný tækni frá Hyzon Motors í geymslu vetnis í ökutækjum

Hyzon Motors fyrirtækið sér­hæfir sig í smíði lausna fyrir notkun á vetni í efna...

Hvað hefur makríllinn skilað miklu til samfélagsins?
Fréttir 16. september 2021

Hvað hefur makríllinn skilað miklu til samfélagsins?

Mikil umræða átti sér stað um makrílveiðar og skiptingu tekna af honum og fannst...

Hvað er skattspor fyrirtækja
Fréttir 16. september 2021

Hvað er skattspor fyrirtækja

Við þekkjum orðið upplýsingaóreiðu orðið nokkuð vel og að við tölum nú ekki um f...

Heyskap víðast hvar lokið með ágætri uppskeru
Fréttir 16. september 2021

Heyskap víðast hvar lokið með ágætri uppskeru

Bleytutíð á sunnan- og vestanverðu landinu gerir bændum sem ekki höfðu lokið hey...

Matvælasjóður úthlutar rúmum 566 milljónum króna
Fréttir 15. september 2021

Matvælasjóður úthlutar rúmum 566 milljónum króna

Matvælasjóður hefur úthlutað í annað sinn og að þessu sinni 566,6 milljónum krón...

Eldhestar með hæstu einkunn hjá Tripadvisor á heimsvísu
Fréttir 15. september 2021

Eldhestar með hæstu einkunn hjá Tripadvisor á heimsvísu

Fyrirtækið Eldhestar fékk nýlega staðfestingu á því að vera í hópi 10% fyrirtækj...

Riðan á Syðra-Skörðugili uppgötvaðist í heimalandasmölun
Fréttir 14. september 2021

Riðan á Syðra-Skörðugili uppgötvaðist í heimalandasmölun

Riða greindist á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði á föstudaginn. Um fimmtán h...