Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sala á kindakjöti í maí jókst um 3,1% milli ára
Fréttir 11. júlí 2019

Sala á kindakjöti í maí jókst um 3,1% milli ára

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sala á kindakjöti var 3,1% meiri í maí á þessu ári en í fyrra samkvæmt tölum Búnaðarstofu Matvælastofnunar.

Sala á kindakjöti í maí sl. nam um 485 tonnum. Þá var ársfjórðungssalan á kindakjöti  frá afurðastöðvum til verslana rúmlega 1.504 tonn, sem er 1,9% minni sala en á sama tímabili 2018. Heildarsalan á kindakjöti, þ.e. bæði af dilkum og fullorðnum ám, veturgömlum og hrútum nam á síðasta ári rúmlega 6.077 tonnum.

Miklar sveiflur hafa verið á milli mánaða í sölu á kindakjöti. Þannig dróst salan í apríl saman um 10,2% frá því sem hún var í sama mánuði 2018. Greinilegt er að gott grillveður á sunnan og vestanverðu landinu í maí hefur haft í för með sér viðsnúning í sölu á kindakjöti. Fróðlegt gæti því orðið að sjá tölur fyrir júní sem var afar sólríkur á vesturhluta landsins, en þær munu ekki liggja fyrir fyrr en undir lok júlí.

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f