Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sala á kindakjöti í maí jókst um 3,1% milli ára
Fréttir 11. júlí 2019

Sala á kindakjöti í maí jókst um 3,1% milli ára

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sala á kindakjöti var 3,1% meiri í maí á þessu ári en í fyrra samkvæmt tölum Búnaðarstofu Matvælastofnunar.

Sala á kindakjöti í maí sl. nam um 485 tonnum. Þá var ársfjórðungssalan á kindakjöti  frá afurðastöðvum til verslana rúmlega 1.504 tonn, sem er 1,9% minni sala en á sama tímabili 2018. Heildarsalan á kindakjöti, þ.e. bæði af dilkum og fullorðnum ám, veturgömlum og hrútum nam á síðasta ári rúmlega 6.077 tonnum.

Miklar sveiflur hafa verið á milli mánaða í sölu á kindakjöti. Þannig dróst salan í apríl saman um 10,2% frá því sem hún var í sama mánuði 2018. Greinilegt er að gott grillveður á sunnan og vestanverðu landinu í maí hefur haft í för með sér viðsnúning í sölu á kindakjöti. Fróðlegt gæti því orðið að sjá tölur fyrir júní sem var afar sólríkur á vesturhluta landsins, en þær munu ekki liggja fyrir fyrr en undir lok júlí.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...