Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sala á kindakjöti í maí jókst um 3,1% milli ára
Fréttir 11. júlí 2019

Sala á kindakjöti í maí jókst um 3,1% milli ára

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sala á kindakjöti var 3,1% meiri í maí á þessu ári en í fyrra samkvæmt tölum Búnaðarstofu Matvælastofnunar.

Sala á kindakjöti í maí sl. nam um 485 tonnum. Þá var ársfjórðungssalan á kindakjöti  frá afurðastöðvum til verslana rúmlega 1.504 tonn, sem er 1,9% minni sala en á sama tímabili 2018. Heildarsalan á kindakjöti, þ.e. bæði af dilkum og fullorðnum ám, veturgömlum og hrútum nam á síðasta ári rúmlega 6.077 tonnum.

Miklar sveiflur hafa verið á milli mánaða í sölu á kindakjöti. Þannig dróst salan í apríl saman um 10,2% frá því sem hún var í sama mánuði 2018. Greinilegt er að gott grillveður á sunnan og vestanverðu landinu í maí hefur haft í för með sér viðsnúning í sölu á kindakjöti. Fróðlegt gæti því orðið að sjá tölur fyrir júní sem var afar sólríkur á vesturhluta landsins, en þær munu ekki liggja fyrir fyrr en undir lok júlí.

Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu
Fréttir 9. desember 2022

Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggur til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á b...

Jólaskógarnir opnir á aðventunni
Fréttir 9. desember 2022

Jólaskógarnir opnir á aðventunni

Á aðventunni opna jólaskógar skógræktarfélaganna í landinu fyrir þeim sem vilja ...

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum
Fréttir 8. desember 2022

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum

Matvælastofnun hefur lagt stjórn­valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón kró...

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þ...

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt se...

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...