Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sæfari við bryggju í Grímsey. Íbúar vilja nú fyrir alla muni að hugað verði að nýrri ferju og þeir fjármunir sem áttu að fara í viðhald á Sæfara gangi frekar upp í nýja og öflugri ferju.
Sæfari við bryggju í Grímsey. Íbúar vilja nú fyrir alla muni að hugað verði að nýrri ferju og þeir fjármunir sem áttu að fara í viðhald á Sæfara gangi frekar upp í nýja og öflugri ferju.
Mynd / Anna María Sigvaldadóttir
Fréttir 22. mars 2022

Sæfari ekki lengur boðlegur til farþegaflutninga

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Grímseyingum þykir ferjan Sæfari, sem er í siglingum milli lands og eyjar, vart boðlegur lengur til farþegaflutninga.

Á fundi hverfis­ráðs Grímseyjar á dögunum kom­ust menn að þeirri niðurstöðu að farsælla væri að huga að kaupum á nýrri ferju, en til stendur að fara í viðhaldsframkvæmdir á Sæfara innan tíðar. Eyjarskeggjum finnst farsælla að nýta fjármuni sem fara í viðhaldskostnað upp í kaup á nýrri ferju.

Karen Nótt Halldórsdóttir, formaður hverfisráðs Grímseyjar, segir að ferjan Sæfari hafi verið í notkun í 15 ár en til stóð þegar hún kom fyrst að hún yrði í notkun í 10 ár. „Sæfari hentar mjög illa til farþegaflutninga og það er alltaf að koma betur og betur í ljós eftir því sem fjöldi farþega eykst í kjölfar aukins ferðamannastraums til Grímseyjar,“ segir Karen Nótt.

Undanfarin ár hafa æ fleiri ferða­menn, bæði Íslendingar og útlendingar, lagt leið sína til Gríms­eyjar. Útlit er fyrir að áfram verði straumur ferðamanna út í eyju og þurfi ferjan að henta þeim aukna fjölda sem þangað vill fara. Fyrr eða síðar þurfi að huga að stærra og hentugra skipi, bæði fyrir farþega og bíla.

Skylt efni: Grímsey | Sæfari | ferjusiglingar

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara