Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Aðstæður við bæinn Björg í Útkinn.
Aðstæður við bæinn Björg í Útkinn.
Mynd / Landhelgisgæslan - Lögreglan á Norðurlandi eystra
Fréttir 4. október 2021

Rýmingu ekki aflétt í Kinn og Útkinn

Höfundur: smh

Eftir gríðarlega úrkomu á Norðurlandi um helgina var hættustigi almannavarna lýst yfir í Kinn og Útkinn í Suður-Þingeyjarsýslu aðfararnótt sunnudags vegna skriðuhættu. Rýma þurfti sex bæi í Útkinn þá um nóttina eftir að nokkrar aurskriður höfðu fallið, sem leiddi til þess að bæir urðu innlyksa. Í gærkvöldi var tekin ákvörðun um að rýma aðra sex bæi í Kinn. Rétt fyrir hádegi í dag var svo ákveðið að aflétta ekki rýmingu, en skriður féllu einnig í nótt á svæðinu.

Var þyrla Landhelgisgæslunnar notuð til að hjálpa til við rýmingu og hafa bændur fengið aðstoð björgunarsveita til að komast í aðkallandi bústörf eins og mjaltir. 

Næsti stöðufundur almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Norðurlandi eystra og Veðurstofu Íslands verður haldinn seinni partinn í dag.

Aurskriða sem féll í Útkinn í gær.

Umfjöllunin hefur verið uppfærð.

Skylt efni: aurskriður | Útkinn | Kinn

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...