Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Aðstæður við bæinn Björg í Útkinn.
Aðstæður við bæinn Björg í Útkinn.
Mynd / Landhelgisgæslan - Lögreglan á Norðurlandi eystra
Fréttir 4. október 2021

Rýmingu ekki aflétt í Kinn og Útkinn

Höfundur: smh

Eftir gríðarlega úrkomu á Norðurlandi um helgina var hættustigi almannavarna lýst yfir í Kinn og Útkinn í Suður-Þingeyjarsýslu aðfararnótt sunnudags vegna skriðuhættu. Rýma þurfti sex bæi í Útkinn þá um nóttina eftir að nokkrar aurskriður höfðu fallið, sem leiddi til þess að bæir urðu innlyksa. Í gærkvöldi var tekin ákvörðun um að rýma aðra sex bæi í Kinn. Rétt fyrir hádegi í dag var svo ákveðið að aflétta ekki rýmingu, en skriður féllu einnig í nótt á svæðinu.

Var þyrla Landhelgisgæslunnar notuð til að hjálpa til við rýmingu og hafa bændur fengið aðstoð björgunarsveita til að komast í aðkallandi bústörf eins og mjaltir. 

Næsti stöðufundur almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Norðurlandi eystra og Veðurstofu Íslands verður haldinn seinni partinn í dag.

Aurskriða sem féll í Útkinn í gær.

Umfjöllunin hefur verið uppfærð.

Skylt efni: aurskriður | Útkinn | Kinn

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...