Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Aðstæður við bæinn Björg í Útkinn.
Aðstæður við bæinn Björg í Útkinn.
Mynd / Landhelgisgæslan - Lögreglan á Norðurlandi eystra
Fréttir 4. október 2021

Rýmingu ekki aflétt í Kinn og Útkinn

Höfundur: smh

Eftir gríðarlega úrkomu á Norðurlandi um helgina var hættustigi almannavarna lýst yfir í Kinn og Útkinn í Suður-Þingeyjarsýslu aðfararnótt sunnudags vegna skriðuhættu. Rýma þurfti sex bæi í Útkinn þá um nóttina eftir að nokkrar aurskriður höfðu fallið, sem leiddi til þess að bæir urðu innlyksa. Í gærkvöldi var tekin ákvörðun um að rýma aðra sex bæi í Kinn. Rétt fyrir hádegi í dag var svo ákveðið að aflétta ekki rýmingu, en skriður féllu einnig í nótt á svæðinu.

Var þyrla Landhelgisgæslunnar notuð til að hjálpa til við rýmingu og hafa bændur fengið aðstoð björgunarsveita til að komast í aðkallandi bústörf eins og mjaltir. 

Næsti stöðufundur almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Norðurlandi eystra og Veðurstofu Íslands verður haldinn seinni partinn í dag.

Aurskriða sem féll í Útkinn í gær.

Umfjöllunin hefur verið uppfærð.

Skylt efni: aurskriður | Útkinn | Kinn

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...