Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Rottum fjölgar og þær hafa stækkað
Fréttir 7. desember 2016

Rottum fjölgar og þær hafa stækkað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Yfirvöld í Indónesíu hafa miklar áhyggjur af sívaxandi fjölda rottna í höfuðborginni Jakarta. Ekki er annað að sjá en að rottunum í Jakarta líði vel því ekki er nóg með að þeim hafi fjölgað gríðarlega undanfarin ár heldur hafa þær einnig stækkað talsvert líka.

Heilmiklu púðri hefur verið eytt í að halda rottufaraldrinum niðri en árangurinn hefur látið á sér standa. Reynt hefur verið að eitra fyrir þeim, veiða þær lifandi í gildrur og að gasa skólpræsi og aðra staði þar sem rottur halda sig. Fjöldi rottnanna virðist óteljandi því svo virðist sem alveg sama sé hversu margar eru drepnar, alltaf koma fleiri sem fylla í skarðið.

Rotturnar naga göt á rafleiðslur og hafa skemmdir af þeirra völdum valdið fjölda minni og stærri eldsvoða í borginni. Völskurnar valda einnig skemmdum á skólp- og vatnslögnum og geta borið sýkingar í vatnsból.

Tilraun til að fjölga köttum í borginni hefur einnig skilað litlu þar sem veiðikettirnir leggja á flótta undan rottunum sem ráðast á þá margar saman og eru í flestum tilfellum álíka stórar ef ekki stærri en kettirnir.

Almenningur á rottuveiðum

Nýjasta útspil yfirvalda er að greiða borgarbúum sem vilja gerast rottufangarar 20.000 rúpíur, ríflega 135 krónur, fyrir rottu sem þeir fanga. Þrátt fyrir að upphæðin sé ekki há í okkar huga er hún það í landi þar sem meginþorri landsmanna lifir á innan við 250 krónum á dag. Sá hængur fylgir veiðunum að til að fá greiðslu þarf að skila völskunum lifandi.
Fjöldi fólks og sérstaklega ungir karlmenn hafa séð sér hag í veiðunum og beita margs konar ráðum og tólum til að komast yfir sem flestar rottur á sólarhring. Þegar best lætur hafa afkastamiklir fangarar veitt allt að 250 rottur á sólarhring.

Hætta á sýkingum

Rottuveiðar almennings eru harðlega gagnrýndar af heilbrigðisyfirvöldum sem segja að sýkingar af völdum veiðanna séu óhjákvæmilegar og að þeim geti fylgt faraldur margs konar sjúkdóma og þar á meðal holdsveiki.

Stórar rottur í Svíþjóð

Indónesíubúar eru ekki þeir einu sem kvarta yfir stórum rottum því samkvæmt nýlegum tíðindum frá Svíþjóð hefur rottum einnig fjölgað þar í landi og þær sem veiðast eru stærri en völskurnar sem veiddust fyrir nokkrum árum.

Skylt efni: Rottur | meindýr | Indónesía

Jólaskógarnir opnir á aðventunni
Fréttir 9. desember 2022

Jólaskógarnir opnir á aðventunni

Á aðventunni opna jólaskógar skógræktarfélaganna í landinu fyrir þeim sem vilja ...

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum
Fréttir 8. desember 2022

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum

Matvælastofnun hefur lagt stjórn­valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón kró...

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þ...

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt se...

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi
Fréttir 6. desember 2022

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi

Útflutningur á íslenskum gúrkum til Grænlands og Færeyja virðist hafa fest sig í...