Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sama hvernig menn bera sig að við smölun þá þarf klæðnaður að vera góður.
Sama hvernig menn bera sig að við smölun þá þarf klæðnaður að vera góður.
Mynd / HLJ
Fréttir 31. ágúst 2021

Réttur klæðnaður og útbúnaður til fjallaferða

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Um næstu mánaðamót og allan næsta mánuð verða nokkur þúsund manns um land allt að smala sauðfé af fjalli. Í þessum pistlum hef ég árlega farið yfir helstu áhættuþætti sem fylgir fjallaferðum, sama hvort er gangandi, ríðandi eða á vélknúnu ökutæki í smölun.

Sama hvernig veður er þá er smalað á hverju hausti og þá eru nokkrir hlutir sem vert er að hyggja að í öryggi og klæðnaði.

Lítill sjúkrapakki og næringarríkt nesti

Allir geta „flumbrað“ sig við dettu, bæði dýr og menn, og því er gott að vera með lítinn sjúkrapakka með sér með plástri og sárabindi og jafnvel græðandi smyrsli ef einhver fær nuddsár (litlir ágætlega útbúnir sjúkrapakkar sem rýmast vel í vasa fást á mörgum bensínstöðvum og kosta ekki mikið).

Nesti þarf að vera orkuríkt og saðsamt, bæði fyrir menn og hunda og talandi um hunda þá má gera ráð fyrir að þeir þurfi tvöfalt meira að éta á löngum smaladögum, orkuríkasta fæði sem völ er á.
Útivera allan daginn kallar á mikið vökvatap, alltaf hafa með sér eitthvað að drekka (sjálfur reyni ég að vera alltaf með vatnsflösku og reyni að fá mér a.m.k. einn sopa á um 30 mín. fresti (gott að fylla á flöskuna reglulega þegar farið er framhjá næsta ferska læk þótt flaskan sé ekki tóm).

Hjálmur, brynja, hálskragi og góðir vettlingar er búnaður sem bjargað hafa nokkrum byltum hjá mér.

Reið/mótorhjóla/fjórhjóla-hjálmur ætti að vera léttur, passa vel á höfuð notandans

Sama hvernig smalað er, hvort sem er gangandi, ríðandi eða á vélknúnu ökutæki, er gott að vera í skæru vesti (gulu eða appelsínugulu) utan yfir allan klæðnað. Það er orðin undantekning ef maður sér orðið hestamann við smölun hjálmlausan og enn sjaldgæfara er að sjá ökumann á fjórhjóli hjálmlausan. Fyrir mér (sem mótorhjólamanni síðustu 45 ár) þá þarf hjálmurinn að vera léttur og passa vel á höfuðið því ef hjálmurinn er of stór þá er hann laus á höfðinu og við hreyfingu á höfðinu til hliða og upp og niður skröltir hjálmurinn og stelur af manni óþarfa orku.
Eitthvað er um að menn eru farnir að nota peysubrynju bæði á hestum og fjórhjólum sem ver efri hluta líkamans ef maður dettur af hesti eða veltir fjórhjólinu yfir sig, brynja er hlífðarfatnaður sem kostar ekki mikið miðað við hvað hann veitir mikla vörn við byltum.

Réttur klæðnaður í fjallaferðum er lykilatriði á vel heppnaðri ferð

Oft hef ég skrifað um klæðnað og byggt á minni reynslu (sem er ekki endilega sú rétta). Í ár leitaði ég til kunningja míns, Helga Jóhannessonar lögmanns, stjórnarmanns í Ferðafélagi Íslands, leiðsögumanns í gönguferðum til fjalla í bæði sumar- og vetrarferðum. Ég spurði hann út í réttan búnað til smalamennsku/fjallaferða og var svar hans eftirfarandi orðrétt:

„Þetta er þarft og spennandi mál. Það er númer 1, 2 og 3 í þessu að hafa ull innsta fata. Fín ullarföt fást í öllum útivistarverslunum, s.s. Fjallakofanum, Ellingsen o.fl. Bómull er bannvara, best að vera í ullarnærbuxum (stuttum) og síðum yfir. Svo er það ullarstuttermabolur og síðerma ullarbolur þar yfir. Eftir það er það svo skjólfatnaðurinn. Ef það er heitt í veðri nægir yfirhöfn (vatnsheldur skeljakki) en millilag undir jakkann þarf að vera með í för, t.d. lopapeysa eða flíspeysa. Að neðan eru það svo liprar göngubuxur og með í för vatnsheldar skelbuxur til að fara í ef það syrtir í álinn og fer að rigna. Sokkar úr ull. Best að kaupa göngusokka í útivistarbúð með þykkari botni. Skóbúnaður þarf að vera vandaður. Ekki strigaskór eða því um líkt. Vandaðir skór sem ekki blotna í gegn. Ef menn eiga leðurskó þarf að bera á þá reglulega t.d. minkaolíu eða þess háttar sem fæst hjá skósmiðum til að viðhalda vatnsvörninni. Svo auðvitað húfa og vettlingar. Gott að hafa ullarvettlinga og svo vatnshelda skel yfir sem einnig fæst í útivistarbúðum.“

Sem sagt. Meginstefið er ullin næst skrokknum og lagskipta rest eftir veðri. Að lokum vildi Helgi sérstaklega taka fram að gallabuxur eru EKKI forsvaranlegar á fjöllum.

Þessi þurfti að hætta í miðjum göngum og var saumaður, en hefði hugsanlega dugað gott sárabindi.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...