Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá ráðstefnunni Strandbúnaður sem haldin var á síðasta ári.
Frá ráðstefnunni Strandbúnaður sem haldin var á síðasta ári.
Fréttir 18. mars 2019

Ráðstefnan Strandbúnaður

Ráðstefnan „Strandbúnaður 2019” verður haldin á Grand Hótel Reykjavík 21.-22. mars. Til umfjöllunnar er efni um strandbúnað, sem er samheiti yfir þær atvinnugreinar sem tengjast nýtingu land- og/eða sjávargæða í og við strandlengju landsins, hvort sem um ræktun eða eldi er að ræða.

Á ráðstefnunni verða 10 málstofur, um 60 erindi og jafnframt verður haldið eitt þörunganámskeið.

Strandbúnaður er samheiti yfir atvinnugreinar sem tengjast nýtingu land- og/eða sjávargæða í og við strandlengju landsins, hvort sem um ræktun eða eldi er að ræða. Hugmyndin er að skapa vettvang allra þeirra sem koma að strandbúnaði á Íslandi. Innan þessa hóps eru þeir sem starfa við þörungarækt, skeldýrarækt, seiðaeldi, matfiskeldi, sölu og markaðssetningu, fóðurframleiðendur, tækjaframleiðendur og aðrir þjónustuaðilar, rannsóknastofnanir, menntastofnanir, ráðuneyti og stofnanir þeirra.

Samhlið ráðstefnunni eru fjöldi sýningarbása og sú nýjung er að nú er boðið upp á að vera með veggspjöld þar sem hægt er að kynna m.a. rannsóknaniðurstöður. 

Flest erindin á ráðstefnunni eru á íslensku en einnig koma fyrirlesarar erlendis frá s.s. Bandaríkjunum. Færeyjum, Noregi og Skotlandi.  Efnistök eru fjölbreytt og heiti málstofa eru:

                1. Meginstraumar í strandbúnaði: Tækifæri til vaxtar

                2. Þörungarækt á Íslandi – Tækifæri í framtíðinni eða iðnaður dagsins í dag?

                3. Áskoranir og tækifæri í skeldýrarækt á Íslandi

                4. Vinnsla, flutningur og markaðssetning eldisfisks

                5. Umhverfis- og öryggismál í sjókvíaeldi

                6. Framfarir í laxeldi

                7. Þróun í fiskeldi

                8. Tækniþróun – Hafeldi (keypt erindi)

                9. Tækniþróun – Landeldi (keypt erindi)

                10. Salmon Farming in the North Atlantic

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...