Ráðstefnan Strandbúnaður
Ráðstefnan „Strandbúnaður 2019” verður haldin á Grand Hótel Reykjavík 21.-22. mars. Til umfjöllunnar er efni um strandbúnað, sem er samheiti yfir þær atvinnugreinar sem tengjast nýtingu land- og/eða sjávargæða í og við strandlengju landsins, hvort sem um ræktun eða eldi er að ræða.
Á ráðstefnunni verða 10 málstofur, um 60 erindi og jafnframt verður haldið eitt þörunganámskeið.
Strandbúnaður er samheiti yfir atvinnugreinar sem tengjast nýtingu land- og/eða sjávargæða í og við strandlengju landsins, hvort sem um ræktun eða eldi er að ræða. Hugmyndin er að skapa vettvang allra þeirra sem koma að strandbúnaði á Íslandi. Innan þessa hóps eru þeir sem starfa við þörungarækt, skeldýrarækt, seiðaeldi, matfiskeldi, sölu og markaðssetningu, fóðurframleiðendur, tækjaframleiðendur og aðrir þjónustuaðilar, rannsóknastofnanir, menntastofnanir, ráðuneyti og stofnanir þeirra.
Samhlið ráðstefnunni eru fjöldi sýningarbása og sú nýjung er að nú er boðið upp á að vera með veggspjöld þar sem hægt er að kynna m.a. rannsóknaniðurstöður.
Flest erindin á ráðstefnunni eru á íslensku en einnig koma fyrirlesarar erlendis frá s.s. Bandaríkjunum. Færeyjum, Noregi og Skotlandi. Efnistök eru fjölbreytt og heiti málstofa eru:
1. Meginstraumar í strandbúnaði: Tækifæri til vaxtar
2. Þörungarækt á Íslandi – Tækifæri í framtíðinni eða iðnaður dagsins í dag?
3. Áskoranir og tækifæri í skeldýrarækt á Íslandi
4. Vinnsla, flutningur og markaðssetning eldisfisks
5. Umhverfis- og öryggismál í sjókvíaeldi
6. Framfarir í laxeldi
7. Þróun í fiskeldi
8. Tækniþróun – Hafeldi (keypt erindi)
9. Tækniþróun – Landeldi (keypt erindi)
10. Salmon Farming in the North Atlantic