Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Samkvæmt lögum skal lokaráðgjöf vera í samræmi við aflareglu sem er byggð á tiltækum stofnmælingum.
Samkvæmt lögum skal lokaráðgjöf vera í samræmi við aflareglu sem er byggð á tiltækum stofnmælingum.
Fréttir 1. mars 2022

Ráðlögð veiði væntanlega 800 þúsund tonn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árlegri vetrarmælingu Hafrannsóknastofnunar á loðnu er lokið og samkvæmt henni er hrygningarstofn loðnu metinn 904 þúsund tonn en heildarstærð stofnsins 1.104 þúsund tonn.

Mælingarnar fóru fram dagana 19. janúar til 2. febrúar, með bergmálsaðferð á rannsóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni, á göngu loðnu austur eftir norðurmiðum og suður með kantinum austan lands. Í leiðangrinum náðust tvær óháðar mælingar á stofninum.

Stofnstærðin 1.104 þúsund tonn

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar segir að þegar tekið er tillit til afla fram að leiðangrinum sé stofnstærðin 1.104 þúsund tonn. Í samanburði var hrygningarstofninn í haustleiðangri 2021 metinn 1.833 þúsund tonn, sem leiddi til að ráðlagt var að heildarafli var 904 þúsund tonn.

Ráðgjöf í samræmi við aflareglu

Samkvæmt lögum skal lokaráðgjöf vera í samræmi við aflareglu sem er byggð á tiltækum stofnmælingum. Þegar aflareglunni er beitt með 1.833 og 1.104 tonn sem upphafsstofn hermana skilaði það 800 þúsund tonna ráðgjöf á yfirstandandi vertíð sem er 100 þúsund tonnum minna en fyrri ráðgjöf.

Hafrannsóknastofnun lítur svo á að mikilvægt sé að gera grein fyrir þessum upplýsingum tafarlaust.

Hafís hindraði mælingar

Hafís norðvestan við Ísland kom í veg fyrir mælingar á svæði sem loðnu hefur mögulega verið að finna á og telur Hafrannsóknastofnun nauðsynlegt að kanna það svæði frekar áður en endanleg lokaráðgjöf verður gefin út.

Leiði sá leiðangur hins vegar ekki til hækkunar á mati mun lokaráðgjöf væntanlega verða um 800 þús. tonn.

Skylt efni: Loðna sjávarnytjar

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...