Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Samkvæmt lögum skal lokaráðgjöf vera í samræmi við aflareglu sem er byggð á tiltækum stofnmælingum.
Samkvæmt lögum skal lokaráðgjöf vera í samræmi við aflareglu sem er byggð á tiltækum stofnmælingum.
Fréttir 1. mars 2022

Ráðlögð veiði væntanlega 800 þúsund tonn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árlegri vetrarmælingu Hafrannsóknastofnunar á loðnu er lokið og samkvæmt henni er hrygningarstofn loðnu metinn 904 þúsund tonn en heildarstærð stofnsins 1.104 þúsund tonn.

Mælingarnar fóru fram dagana 19. janúar til 2. febrúar, með bergmálsaðferð á rannsóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni, á göngu loðnu austur eftir norðurmiðum og suður með kantinum austan lands. Í leiðangrinum náðust tvær óháðar mælingar á stofninum.

Stofnstærðin 1.104 þúsund tonn

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar segir að þegar tekið er tillit til afla fram að leiðangrinum sé stofnstærðin 1.104 þúsund tonn. Í samanburði var hrygningarstofninn í haustleiðangri 2021 metinn 1.833 þúsund tonn, sem leiddi til að ráðlagt var að heildarafli var 904 þúsund tonn.

Ráðgjöf í samræmi við aflareglu

Samkvæmt lögum skal lokaráðgjöf vera í samræmi við aflareglu sem er byggð á tiltækum stofnmælingum. Þegar aflareglunni er beitt með 1.833 og 1.104 tonn sem upphafsstofn hermana skilaði það 800 þúsund tonna ráðgjöf á yfirstandandi vertíð sem er 100 þúsund tonnum minna en fyrri ráðgjöf.

Hafrannsóknastofnun lítur svo á að mikilvægt sé að gera grein fyrir þessum upplýsingum tafarlaust.

Hafís hindraði mælingar

Hafís norðvestan við Ísland kom í veg fyrir mælingar á svæði sem loðnu hefur mögulega verið að finna á og telur Hafrannsóknastofnun nauðsynlegt að kanna það svæði frekar áður en endanleg lokaráðgjöf verður gefin út.

Leiði sá leiðangur hins vegar ekki til hækkunar á mati mun lokaráðgjöf væntanlega verða um 800 þús. tonn.

Skylt efni: Loðna sjávarnytjar

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...