Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Samkvæmt lögum skal lokaráðgjöf vera í samræmi við aflareglu sem er byggð á tiltækum stofnmælingum.
Samkvæmt lögum skal lokaráðgjöf vera í samræmi við aflareglu sem er byggð á tiltækum stofnmælingum.
Fréttir 1. mars 2022

Ráðlögð veiði væntanlega 800 þúsund tonn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árlegri vetrarmælingu Hafrannsóknastofnunar á loðnu er lokið og samkvæmt henni er hrygningarstofn loðnu metinn 904 þúsund tonn en heildarstærð stofnsins 1.104 þúsund tonn.

Mælingarnar fóru fram dagana 19. janúar til 2. febrúar, með bergmálsaðferð á rannsóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni, á göngu loðnu austur eftir norðurmiðum og suður með kantinum austan lands. Í leiðangrinum náðust tvær óháðar mælingar á stofninum.

Stofnstærðin 1.104 þúsund tonn

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar segir að þegar tekið er tillit til afla fram að leiðangrinum sé stofnstærðin 1.104 þúsund tonn. Í samanburði var hrygningarstofninn í haustleiðangri 2021 metinn 1.833 þúsund tonn, sem leiddi til að ráðlagt var að heildarafli var 904 þúsund tonn.

Ráðgjöf í samræmi við aflareglu

Samkvæmt lögum skal lokaráðgjöf vera í samræmi við aflareglu sem er byggð á tiltækum stofnmælingum. Þegar aflareglunni er beitt með 1.833 og 1.104 tonn sem upphafsstofn hermana skilaði það 800 þúsund tonna ráðgjöf á yfirstandandi vertíð sem er 100 þúsund tonnum minna en fyrri ráðgjöf.

Hafrannsóknastofnun lítur svo á að mikilvægt sé að gera grein fyrir þessum upplýsingum tafarlaust.

Hafís hindraði mælingar

Hafís norðvestan við Ísland kom í veg fyrir mælingar á svæði sem loðnu hefur mögulega verið að finna á og telur Hafrannsóknastofnun nauðsynlegt að kanna það svæði frekar áður en endanleg lokaráðgjöf verður gefin út.

Leiði sá leiðangur hins vegar ekki til hækkunar á mati mun lokaráðgjöf væntanlega verða um 800 þús. tonn.

Skylt efni: Loðna sjávarnytjar

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...