Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Óskað er eftir tilnefningum til Embluverðlaunanna
Fréttir 22. mars 2019

Óskað er eftir tilnefningum til Embluverðlaunanna

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Embluverðlaunin, sem eru norræn matarverðlaun, verða veitt í Hörpu í Reykjavík 1. júní næstkomandi í tengslum við norrænt kokkaþing. Verðlaununum er ætlað að auka sýnileika og vekja áhuga almennings á norrænni matarhefð og matvælum sem framleidd eru á Norðurlöndunum. Embluverðlaunin eru veitt á tveggja ára fresti en þau voru fyrst afhent í Kaupmannahöfn árið 2017. Að verðlaununum standa norræn bændasamtök með stuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar.

Tilnefningar til og með 31. mars

Opnað var fyrir tilnefningar í byrjun mars á vefsíðunni www.emblafoodawards.com en frestur til að skrá tilnefningar er til og með 31. mars nk. Tilnefningum er safnað saman á öllum Norðurlöndunum en allir geta tilnefnt fulltrúa frá sínu landi. Þátttaka kostar ekkert. Þriggja manna dómnefnd í hverju landi fyrir sig ákveður hverjir verða tilnefndir sem fulltrúar hvers lands.

Verðlaunaflokkar Embluverðlaunanna eru sjö talsins:

Hráefnisframleiðandi Norðurlanda 2019 
Verðlaunin verða veitt bónda, sjómanni, veiðimanni, safnara o.s.frv. sem stendur fyrir hráefni af miklum gæðum. Sem nýtir menningarlegar og náttúrulegar rætur sínar á Norðurlöndum og sem sjálfur framleiðir, veiðir eða safnar hráefninu.

Matvælafrumkvöðull Norðurlanda 2019
Veitt einstaklingi, fyrirtæki eða stofnun sem hefur þróað nýja aðferð með breiða skírskotun og markaðsmöguleika og sem gjarnan er byggð á gömlum hefðum.

Matvælaiðnaðarmaður Norðurlanda 2019
Verðlaunin verða veitt matvælaiðnaðarmanni sem hefur þróað einstaka gæðaafurð sem byggist á norrænum hráefnum og aðferðum.

Matarblaðamaður/Miðlun um mat 2019 
Veitt einstaklingi, sögumanni, miðli eða útgáfu sem ber út hróður norrænnar matarmenningar.

Norðurlandaverðlaun fyrir mat fyrir marga 2019
Veitt einstaklingi eða stofnun sem hefur unnið mikið starf til að auka gæði og efla norræna matarmenningu í opinberum máltíðum.

Mataráfangastaður Norðurlanda 2019
Veitt samtökum, stofnun eða samfélagi sem hefur sameinað hráefnisframleiðendur, veitingastaði og aðra viðkomandi í að efla tiltekinn stað með matarmenningu, samstarfi og samvinnu.

Norðurlandaverðlaun fyrir mat fyrir börn og ungmenni 2019
Verðlaunin verða veitt einstaklingi eða samtökum sem hafa þróað hugmynd eða hugmyndafræði sem stuðlar með marktækum hætti að því að auka þekkingu og kunnáttu komandi kynslóða hvað norræn matvæli og matarmenningu varðar.

Hægt er að skrá þátttakendur í Emblu til og með 31. mars. Skráningin er einföld og fljótleg á vefsíðunni www.emblafoodawards.com. Þar má einnig fræðast betur um verðlaunin og tilurð þeirra.

 
Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...