Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Oddur Gunnarsson ráðinn forstjóri Matís
Mynd / Matís
Fréttir 29. október 2019

Oddur Gunnarsson ráðinn forstjóri Matís

Höfundur: smh

Oddur Gunnarsson hefur verið ráðinn forstjóri Matís ohf. Hann var starfandi forstjóri Matís frá því í desember á síðasta ári þegar Sveini Margeirssyni þáverandi forstjóra var sagt upp störfum.

Níu umsækjendur voru um stöðu forstjóra: Anna Kristín Daníelsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Bjarni Ó. Halldórsson, Guðmundur Stefánsson, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Oddur Már Gunnarsson, Richard Kristinsson, Sigrún Elsa Smáradóttir og Steinar Sigurðsson.

Matís er opinbert hlutafélag alfarið í eigu íslenska ríkisins. Þar er unnið að fjölbreyttum verkefnum á sviði matvæla og líftækni í þágu atvinnulífsins, matvælaöryggis og lýðheilsu; þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og verðmætaaukningu.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði nýja stjórn fyrir félagið í lok september sem er skipuð þeim Arnari Árnasyni, Drífu Kristínu Sigurðardóttur, Helgu Sigurrós Valgeirsdóttur, Sigmundi Einari Ófeigssyni, Sigrúnu Traustadóttur og Sindra Sigurðssyni, auk Hákons Stefánssonar sem er stjórnarformaður. Hann er eini nýi stjórnarmaðurinn og kom stað Sjafnar Sigurgísladóttur, fráfarandi stjórnarformanns. Hákon er lögmaður og stjórnarformaður Creditinfo.

Skylt efni: Matís

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f