Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þjóðvegurinn við Varmahlíð í Skagafirði.
Þjóðvegurinn við Varmahlíð í Skagafirði.
Mynd / HKr
Fréttir 26. október 2020

Óánægja með fé til tengivega

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur lýst yfir óánægju sinni með hversu litlu framkvæmdafé er varið til Skagafjarðar og norðvestursvæðis þegar kemur að framkvæmdafé til vegagerðar.

Málið var til umfjöllunar á fundi nefndarinnar og kynnti sviðsstjóri upplýsingar úr samgönguáætlun um fjárveitingar til tengivega fyrir árin 2020 til 2024.

Áætlunin er til á landsvísu og er fjármagn í málaflokkinn um 1 milljón króna á ári, þar af er um 40% ætluð á norðursvæði. Samkvæmt svari Vegagerðarinnar þá liggja áætlanir um fjárveitingar í einstaka tengivegi ekki fyrir.

Fjárveitingar til stærri tengivega í Skagafirði (Hegranesvegur, Sæmundarhlíð) eru ekki í sjónmáli á næstu árum nema sérstakt átak komi til samkvæmt svari Vegagerðarinnar. Nefndin lýsir óánægju með hversu litlu framkvæmdafé er varið til Skagafjarðar og norðvestursvæðis. /MÞÞ

Skylt efni: Vegamál | Vegagerð | Samgöngumál

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...