Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þjóðvegurinn við Varmahlíð í Skagafirði.
Þjóðvegurinn við Varmahlíð í Skagafirði.
Mynd / HKr
Fréttir 26. október 2020

Óánægja með fé til tengivega

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur lýst yfir óánægju sinni með hversu litlu framkvæmdafé er varið til Skagafjarðar og norðvestursvæðis þegar kemur að framkvæmdafé til vegagerðar.

Málið var til umfjöllunar á fundi nefndarinnar og kynnti sviðsstjóri upplýsingar úr samgönguáætlun um fjárveitingar til tengivega fyrir árin 2020 til 2024.

Áætlunin er til á landsvísu og er fjármagn í málaflokkinn um 1 milljón króna á ári, þar af er um 40% ætluð á norðursvæði. Samkvæmt svari Vegagerðarinnar þá liggja áætlanir um fjárveitingar í einstaka tengivegi ekki fyrir.

Fjárveitingar til stærri tengivega í Skagafirði (Hegranesvegur, Sæmundarhlíð) eru ekki í sjónmáli á næstu árum nema sérstakt átak komi til samkvæmt svari Vegagerðarinnar. Nefndin lýsir óánægju með hversu litlu framkvæmdafé er varið til Skagafjarðar og norðvestursvæðis. /MÞÞ

Skylt efni: Vegamál | Vegagerð | Samgöngumál

Opið fyrir umsóknir
Fréttir 21. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir

Opnað var fyrir umsóknir í Matvælasjóð þann 1. febrúar síðastliðinn.

Esther hættir eftir tólf ára starf
Fréttir 21. febrúar 2024

Esther hættir eftir tólf ára starf

Esther Sigfúsdóttir, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Sauðfjársetursins á...

Hvítlaukssalt úr Dölunum
Fréttir 21. febrúar 2024

Hvítlaukssalt úr Dölunum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölunum búast við sex til átta tonna uppsker...

Hámarksgildi heimilaðs kadmíums aukið
Fréttir 21. febrúar 2024

Hámarksgildi heimilaðs kadmíums aukið

Matvælaráðherra hefur með breytingu á reglugerð um ólífrænan áburð gefið bráðabi...

Fuglum fækkar í talningu
Fréttir 19. febrúar 2024

Fuglum fækkar í talningu

Vetrartalning á fuglum dróst út janúar, en hefð er fyrir því að telja í upphafi ...

Gúrkuuppskera aldrei meiri
Fréttir 19. febrúar 2024

Gúrkuuppskera aldrei meiri

Metuppskera var í gúrkuræktun á síðasta ári, eða 2.096 tonn. Stöðugur vöxtur hef...

Samdráttur í leyfðum kvóta ársins
Fréttir 16. febrúar 2024

Samdráttur í leyfðum kvóta ársins

Leyft verður að veiða alls 800 hreindýr á þessu ári, 403 tarfa og 397 kýr. Þessi...

Skyrdrykkur komst í gegnum nálarauga smakkhóps
Fréttir 16. febrúar 2024

Skyrdrykkur komst í gegnum nálarauga smakkhóps

Hreppa skyrdrykkur kemur á markaðinn í apríl. Í honum eru, að sögn framleiðanda,...