Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Stórþörungar og bóluþang.
Stórþörungar og bóluþang.
Fréttir 30. október 2017

Nýsköpun í vinnslu stórþörunga til framleiðslu á fóðri til fiskeldis

Höfundur: Vilmundur Hansen

Um næstu áramót lýkur norræna verkefninu „Conservation and processing marine macro algae for feed ingredients (Capmafi)“. Markmið verkefnisins er aðskilnaður efnasambanda úr stórþörungum með hjálp ensíma.

Meginmarkmið verkefnisins er að þróa framleiðsluferil til að aðskilja ákveðna efnishluta úr stórþörungum með himnusíunarbúnaði, varðveita þá og nota sem viðbætt hráefni í eldisfóður fyrir fiskeldi.

Aðaláherslan var lögð á aðskilnað próteina, peptíða og amínósýra, með aðstoð ensíma. Framleiðsluferillinn byggðist á því að smækka þörungana í þykkni með votmyllu. Þykknið er síðan meðhöndlað með ensímum í þeim tilgangi að brjóta prótein niður í peptíð og amínósýrur. Þykknið er síðan meðhöndlað með sýru til að auka geymsluþolið og hjálpa til við niðurbrot próteina. Himnusíun sér svo um aðskilnað próteina, peptíða og amínósýra úr þykkninu.

Tilraunir í sambandi við verkefnið hafa gengið vel og lofa góðu. Þátttakendur, auk Matís, í verkefninu eru Eukaryo AS, Due Miljø og Akvatik AS frá Noregi ásamt Tari-Faroe Seaweed frá Færeyjum.

Skylt efni: þang og þari

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...