Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hyundai bindur miklar vonir við nýja Nexo-vetnissport­jeppann.
Hyundai bindur miklar vonir við nýja Nexo-vetnissport­jeppann.
Mynd / Hyundai
Fréttir 2. apríl 2019

Nýr Nexo vetnis-sportjeppi kemst 600 km á einni fyllingu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Meðan flestir bílafram­leið­endur virðast leggja höfuð­áherslu á að bjóða upp á rafbíla með endur­hlaðanlegum lithiumion rafhlöðum sem valkost við bensín- og dísilbíla, þá leggur Hyundai nú aukna áherslu á vetnisknúna rafbíla. Hefur þýski bíla­framleiðandinn Audi einnig tekið upp samvinnu við Hyundai um vetnisbíla­væðinguna. 
 
Nýr vetnisknúinn Hyundai Nexo sportjeppi er sagður komast 611 km eða 380 mílur á einni 6,3 kg samanþjappaðri vetnishleðslu. Í raun er um rafbíl að ræða sem fær raforkuna frá efnarafal í stað þess að nota rafgeyma. Við það vinnst tvennt. Annars vegar þarf ekki að bíða í langan tíma eftir að bíllinn hlaði inn á sig rafmagni því það er framleitt með vetni sem er fljótlegt að dæla á tanka bílsins. Þá er auðveldara að útbúa bílinn til langrar keyrslu en rafmagnsbíl sem þarf stærri og mun þyngri rafhlöður til að komast langt. 
 
Bíll sem drykkjufélagi
 
Engin mengun fylgir bruna á vetni, því það breytist einfaldlega í vatn eins og það sem vetnið var upphaflega unnið úr. Einn dyggur lesandi Bændablaðsins sagðist binda miklar vonir við þróun vetnisbílanna og hlakkaði til að geta nýtt sér slík farartæki í framtíðinni. Þá gæti hann loks eignast bíl sem hann gæti drukkið með. Ekki sakaði að auðvelt væri að framleiða vetni hvar sem er, með afgangsraforku, vindmyllum, jarðgufu eða vatnsfallsorku. 
 
Mikil drægni
 
Til að geyma vetnið í Nexo jeppanum eru þrír tankar. Drægni hans er rúmlega 600 km sem er mun meiri en forvera hans  Hyundai Tucson sem hefur m.a. verið á markaði í Suður-Kaliforníu. Þá er drægnin líka aðeins meiri en á Honda Clarity vetnisbílnum sem kemst 366 mílur, eða um 589 km á hleðslunni, og Toyota Mirai, sem kemst 312 mílur, eða 502 km á einni tankfyllingu. Tesla hefur heldur ekki tekist að slá Nexo út, en Tesla Model S 100D vetnisbíllinn kemst „ekki nema“ 335 mílur, eða 539 km á tankhleðslunni. 
 
Betri nýting á eldsneyti
 
Hyundai hefur tekist að ná talsvert betri nýtingu með nýjum efnarafal sem umbreytir vetninu í raforku. Hefur nýtingarstuðullinn á vetnisorkunni hækkað úr 55% í 60% sem samt vart er þó hægt að hrópa húrra fyrir. 
 
Hyundai hefur unnið að smíði vetnisorkukerfis síðan 1998, en fyrsta prufugerðin af slíkum bíl kom á götuna í Tucson bíl árið 2000. Nýja útgáfan af efnarafalnum er mun öflugri en fyrirrennarinn, auk þess að vera minni, léttari og með betri orkunýtni. Þá getur hann unnið á mun víðara hitasviði sem talið er gefa honum betri endingu. Þá er hægt að kaldstarta nýja  vetnisbílnum í frosti allt niður í -22 gráðum, en kuldi hefur einmitt verið einn helsti Akkilesarhæll vetnisbíla en samt ekki eins mikill og rafhlöðuknúinna rafbíla.
 
Snerpan þolanleg
 
Efnarafallinn gefur 100 kílówött en vetnisbíllinn er þó ekki eins snarpur og hreinn rafbíll eins og Kona sportjeppinn sem kemst þó ekki „nema“ 415 km á einni raffyllingu. Þannig er Nexo vetnisjeppinn 9,2 sekúndur að komast úr 0 í 60 mílna hraða (96,6 km) á meðan Hyundai Kona rafbíllinn er 7,6 sekúndur að ná sama hraða. 
Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...