Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fyrsti 55 tonna vetnisknúni mjólkurbíllinn frá Hyzon Motors hefur verið tekinn í notkun af FrieslandCampina, sem er einn stærsti mjólkurvöruframleiðandi í heimi. Fyrirtækið  er með starfsemi í 38 löndum og var með 23.783 starfsmenn á síðasta ári. Vetnisknúni trukkurinn á að komast 400 til 600 kílómetra á einni tankfyllingu af vetni. Vetnis-efnarafallinn í bílnum skilar 500 kílówöttum, eða 670 hestöflum.
Fyrsti 55 tonna vetnisknúni mjólkurbíllinn frá Hyzon Motors hefur verið tekinn í notkun af FrieslandCampina, sem er einn stærsti mjólkurvöruframleiðandi í heimi. Fyrirtækið er með starfsemi í 38 löndum og var með 23.783 starfsmenn á síðasta ári. Vetnisknúni trukkurinn á að komast 400 til 600 kílómetra á einni tankfyllingu af vetni. Vetnis-efnarafallinn í bílnum skilar 500 kílówöttum, eða 670 hestöflum.
Fréttir 17. september 2021

Ný tækni frá Hyzon Motors í geymslu vetnis í ökutækjum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Hyzon Motors fyrirtækið sér­hæfir sig í smíði lausna fyrir notkun á vetni í efnarafala í ökutæki. Fyrirtækið, sem er með aðsetur í New York-ríki, gaf út tilkynningu í lok júlí að það hafi þróað nýtt vetnisgeymslukerfi sem geti dregið úr þyngd og framleiðslukostnaði atvinnubíla sem búnir eru efnarafölum fyrir vetni.

Hið nýja einkaleyfisvarða vetnis­­geymslukerfi sam­þættir notk­­un á léttum efnum í tanka sem hafðir eru í grind úr málmi. Sagt er að slíkt kerfi sé um 43% léttara en hefðbundnir vetnistankar og kosti um 52% minna í framleiðslu. Þá séu um 75% færri íhlutir í þessu kerfi en öðrum vetnisgeymslukerfum sem nú eru notuð. Kerfið gefur auk þess möguleika á að vera með 5 til 10 mismunandi vetnistanka.

Nýja tæknin hefur þegar verið sett upp í flutningabílum í Evrópu og er reiknað með að hægt verði að bjóða þessa tækni í hvaða gerð vetnisbíla sem er á fjórða ársfjórðungi yfirstandandi árs 2021. Þróun þessarar tækni hefur farið fram á milli Hyzon Europe og Hyzon US, en fyrirtækið hyggst framleiða þetta nýja kerfi bæði í Rochester í New York og í Groningen í Hollandi.

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...