Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Uppgræðsla  aurskriðu.
Uppgræðsla aurskriðu.
Mynd / Uppgræðsla aurskriðu.
Fréttir 9. desember 2021

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist

Í skýrslu Landbótasjóðs segir að 2020 hafi verði úthlutað tæpum 95 milljónum króna auk fræs, um 13,2 milljónir króna, samtals um 108 milljónum, til landbótaverkefna. Mun það vera hæsta úthlutun sjóðsins frá upphafi.

Styrkir runnu til landbótaverkefna um allt land, en líkt og áður voru flest verkefni á Suður- og Norðausturlandi. Undanfarin ár hefur mikil aukning hefur verið á notkun lífræns áburðar í verkefnum sjóðsins.

4,8 tonn af lífrænum áburði

Árið 2020 voru 4.825 tonn af lífrænum áburði notuð en 887 tonn af tilbúnum áburði. Auk lífræns og tilbúins áburðar var einnig notast við heyrúllur, birkiplöntur og grasfræ.

Stærstur hluti verkefna sjóðsins var á sauðfjárbeittum svæðum og runnu 61,2 milljónir króna til slíkra verkefna en 10,8 milljónir til aðgerða á beitarfriðuðum svæðum. Verkefnum á friðuðum svæðum hefur fjölgað á milli ára.

Landbætur á illa förnu landi

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti 22,5 milljóna aukafjárveitingu til Landgræðslunnar í maí 2020 til átaksverkefna á sviði loftlagsmála. Áhersla var lögð á landbætur á illa förnu landi á eða í jaðri hálendisins.

Landgræðslan lagði fram tillögu til ráðuneytisins þar sem einskiptis aðgerðir voru settar í forgang þar sem ekki var hægt að ábyrgjast eftirfylgni aðgerða á næstu árum. Því komu aðeins til greina verkefni þar sem notaður var lífrænn áburður nema um væri að ræða svæði þar sem uppgræðsla væri komin vel á veg og ljóst að ein áburðardreifing skilaði verulegum ávinningi. Eingöngu var horft til félagasamtaka, fyrirtækja og sveitarfélaga í þessu átaksverkefni.
Ávinningur verkefnisins var metinn 938 tonn koltvísýringsígilda.

Metfjöldi umsókna

Alls bárust 87 umsóknir í Land­bótasjóð árið 2020 og er það mesti fjöldi frá upphafi. Af þeim voru 19 umsóknir nýjar og féllu 13 umsóknir að reglum sjóðsins en 5 hlutu ekki.

Verkefnastjórnin lagði til að 82 verkefni hlytu styrk sem var samþykkt. Til átaksverkefna á illa förnu landi var úthlutað til 13 verkefna og var því úthlutað í heild styrkjum til 97 verkefna árið 2020. Sjóðurinn hefur meðal annars styrkt verkefni þar sem unnið er að stöðvun jarðvegseyðingar, uppgræðslu molda, rofabarða, mela og sanda.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...