Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Frá svínakjötsmarkaði í Kína. Fréttir af sjúkdómnum hafa leitt til vantrausts meðal kaupmanna og almennings í Kína á að kjötið sem á boðstólum er sé öruggt til neyslu. Einnig er óttast að sýkt kjöt hafi verið sett í vinnslu á ýmiss konar kjötréttum.
Frá svínakjötsmarkaði í Kína. Fréttir af sjúkdómnum hafa leitt til vantrausts meðal kaupmanna og almennings í Kína á að kjötið sem á boðstólum er sé öruggt til neyslu. Einnig er óttast að sýkt kjöt hafi verið sett í vinnslu á ýmiss konar kjötréttum.
Mynd / Asia News
Fréttir 19. júní 2019

Niðurskurður svína í Kína samsvarar ársframleiðslu svínakjöts í Evrópu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Kínverjar glíma nú við mikla útbreiðslu á afrískri svínapest [African swine flu - ASF). Samkvæmt úttekt sérfræðinga hollenska bankans Robobank þá er gert ráð fyrir að Kínverjar þurfi að farga um 150–200 milljónum svína til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu sjúkdómsins. Þetta er óneitanlega stór biti en til samanburðar var slátrað um 700 milljónum svína til manneldis í Kína á árinu 2018. 
 
Fjallað var um málið á Business Insider þann 15. maí síðastliðinn. Þar kemur fram að einkenni veikinnar í svínum sé mikill og blóðugur niðurgangur, þunglyndi og fósturmissir. Er sjúkdómurinn sagður ólæknandi og dánartíðnin 100%, en sjúkdómurinn er þó ekki talinn skaðlegur mönnum.
 
Smit svínapestar rakin til fóðrunar dýra á matarleifum 
 
Kínverska landbúnaðarráðuneytið hefur rakið fyrstu smittilfellin til þess að svín hafi verið fóðruð á matarúrgangi frá eldhúsum og veitingastöðum. Slíkt hefur mikið verið tíðkað, einkum meðal fátækari bænda þar sem það er ódýrari leið en að kaupa sérstakt svínafóður. Slík iðja er áður talin hafa leitt til sjúkdómsfaraldra í dýrum víða um heim, þar á meðal gin- og klaufaveikifaraldursins sem kom upp í Bretlandi 2001.  
 
Mikil útbreiðsla sjúkdómsins í Kína er mjög alvarleg, ekki síst í ljósi þess að Kínverjar eru stærstu framleiðendur og neytendur svínakjöts í heiminum. 
 
Niðurskurður samsvarar allri svínakjötsframleiðslu Evrópu
 
Gert er ráð fyrir að Kínverjar þurfi að farga um þriðjungi af sínum svínastofni, eða 150–200 mill­j­ónum dýra í viðleitni við að hemja útbreiðslu svínapestarinnar. Það þýðir að svínakjöts­framleiðsla Kínverja muni dragast saman á þessu ári um 25–35% á þessu ári. Áætlaður samdráttur Kínverja í svínakjötsframleiðslu á þessu ári samsvarar ársframleiðslu á svínakjöti í Evrópu. 
 
Samkvæmt frétt The New York Times var þegar búið að farga um milljón svínum vegna sjúkdómsins í byrjun apríl. 
 
Mikill niðurskurður talinn hækka heimsmarkaðsverð á svínakjöti 
 
Vegna aukinnar eftirspurnar samfara miklum niðurskurði í Kína er það talið leiða til mikilla verðhækkana á svínakjöti á heimsmarkaði. Kínverjar hafa reynt að bregðast við komandi vanda með því að safna birgðum af frosnu svínakjöti. 
 
Eru bandarískir svínabændur nú farnir að veðja á að Kínverjar muni leita til þeirra eftir svínakjöti. Um slíkt ríkir reyndar mikil óvissa vegna yfirstandandi tollastríðs Bandaríkjanna við Kína.
 
Þá hafa fréttir af sjúkdómnum líka leitt til vantrausts meðal kaupmanna og almennings í Kína um að kjötið sem á boðstólum er sé kannski ekki öruggt til neyslu. Einnig er óttast að sýkt kjöt hafi verið sett í vinnslu á ýmiss konar kjötréttum. 
 
Hafa yfirvöld í Kína hótað að refsa þeim bændum sem tilkynna ekki um sýkingar í sínum svínum. Þrátt fyrir það hafa borist fréttir af því að dauðum svínum hafi verið varpað í ár og skurði og gefið í skyn að þau dýr hafi komið frá bændum sem ekki hafi tilkynnt um svínapest í sínum dýrum. 
 
Svínapestin orðin útbreidd um allt Kína og víða í Asíu
 
Svínapestin hefur breiðst til allra héraða í Kína frá því landbúnaðarráðuneytið í Beijing staðfesti fyrst í ágúst 2018 að faraldur væri kominn upp í Liaoning i norðausturhluta landsins við landamæri Norður-Kóreu. Miðað við hraða útbreiðslu pestarinnar síðan er talið víst að hún hafi þegar verið orðin mjög útbreidd löngu áður en tilkynnt var um faraldurinn af yfirvöldum. Samkvæmt gögnum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur sjúkdómurinn nú breiðst út um allt Kína og einnig til Hainan eyju og til fleiri Asíulanda eins og Víetnam, Kambódíu og Mongólíu. 
Mest aukning í svínakjöti
Fréttir 11. október 2024

Mest aukning í svínakjöti

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um þrjú...

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu
Fréttir 11. október 2024

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu

Bændasamtök Íslands hafa lagt umsögn sína um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum inn ...

Vambir liðnar undir lok
Fréttir 11. október 2024

Vambir liðnar undir lok

Ekki fást lengur vambir með slátri frá SS. Neytendur sakna þeirra.

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi
Fréttir 11. október 2024

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi

Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði standa fyrir málþingi á Hó...

Stýrihópur greiðir úr misfellum
Fréttir 11. október 2024

Stýrihópur greiðir úr misfellum

Fyrir liggur að matvælaeftirlit hér á landi er óskilvirkt og nýr stýrihópur hefu...

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf
Fréttir 10. október 2024

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf

Mikill gangur hefur verið í arfgerðargreiningum í sauðfé frá áramótum.

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum
Fréttir 10. október 2024

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum

Tvær nýlegar hópsýkingar hafa orðið í Noregi sem raktar voru til hamborgarakjöts...

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...