Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnir úthlutun úr landsáætlun um uppbyggingu innviða.
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnir úthlutun úr landsáætlun um uppbyggingu innviða.
Mynd / UOL
Fréttir 25. apríl 2022

Nær 3 milljörðum króna veitt til innviða og náttúruverndar á ferðamannastöðum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Gert er ráð fyrir að verja um 2,8 milljörðum króna við uppbyggingu innviða og náttúruverndar á ferðamannastöðum hér á landi á næstu þremur árum. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra tilkynnti um úthlutun á fundi á Akureyri nýverið.

Í ár verður úthlutað rúmlega 914 milljónum króna úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða sem gerir kleift að halda áfram því mikilvæga verkefni að byggja upp efnislega innviði á ferðamannastöðum, s.s. göngustíga, útsýnispalla, bílastæði og salerni. Aukin áhersla er á langtímaáætlanir í uppbyggingu staða en einnig á aukna miðlun og merkingar, ekki síst á stöðum þar sem samspil er á milli náttúru og menningarsögulegra minja. Þetta kemur fram í frétt á vef ráðuneytisins.

65 nýir staðir

Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum er stefnumarkandi áætlun sem Alþingi samþykkti 2018. Verkefnaáætlanir eru gerðar til þriggja ára og eru uppfærðar á hverju ári. Ný verkefnaáætlun sem ráðherra kynnti í dag nær til áranna 2022-2024.
Alls er nú 151 verkefni á áætlun næstu þriggja ára á rúmlega 90 ferðamannastöðum, þar af 65 ný verkefni sem bætast við að þessu sinni. Þar má nefna uppbyggingu á Geysissvæðinu, byggingu útsýnispalls og göngustíga í Ásbyrgi, yfirbyggingu minja þjóðveldisbæjarins á Stöng í Þjórsárdal, skála með góðri heilsárs salernisaðstöðu í Vaglaskógi, vandaða göngustíga við Búrfellsgjá, áframhaldandi umbætur á aðgengi ofan við Gullfoss með steyptum stígum og frekari skref til bættrar aðstöðu við Jökulsárlón.

Mikill árangur náðst í að bæta innviði

„Landsáætlun um uppbyggingu innviða er verkfæri sem hefur sannað sig til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum um allt land,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. „Það er mikilvægt að hlúa vel að náttúru og minjastöðum okkar, sem svo margir njóta að heimsækja. Áætlunin gefur fyrirsjáanleika og fjármagn til lengri tíma, en einnig svigrúm til að bregðast hratt og örugglega við óvæntu álagi vegna ferðamanna, eins og við höfum gert. Nú þegar við gefum verkefnaáætlunina út í fimmta sinn höldum við áfram vandaðri innviðauppbyggingu, sem ég veit að mun vernda viðkvæma náttúru og styðja við góða upplifun fólks á ferð sinni um landið.“

Mikill árangur hefur náðst

Mikill árangur hefur náðst í að bæta innviði um land allt og auka getu svæða til að taka á móti ferðamönnum, en á síðasta ári voru veittar 764 milljónir til slíkra verkefna, m.a. var aðstaða fyrir ferðamenn, ekki síst börn, stórbætt við Malarrif á Snæfellsnesi, en einnig búið svo um hnútana að hægt væri að ráðast strax í nauðsynlegar endurbætur á innviðum í Horn­strandafriðlandinu sem nýtur stóraukinna vinsælda hjá innlendum og erlendum ferðamönnum.

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda
Fréttir 3. júní 2022

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda

Tilkynnt var um það á vef matvælaráðuneytisins í morgun að Svandís Svavarsdóttir...

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%
Fréttir 2. júní 2022

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%

Þrátt fyrir allt tal um að draga verði úr losun koltvísýrings (CO2) þá jókst not...