Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mesti orkukostnaðurinn er í Grímsey
Mynd / MÞÞ
Fréttir 5. apríl 2022

Mesti orkukostnaðurinn er í Grímsey

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Heildarorkukostnaður hér á landi er hæstur í Grímsey þar sem rafmagn er framleitt og hús kynt með olíu. Næsthæsti heildarorkukostnaður er í Nesjahverfi í Hornafirði, sem skilgreint er sem dreifbýli hvað raforku varðar og ný hitaveita var nýlega tekin í gagnið.

Ísafjörður, Bolungarvík, Patreks­fjörður og Flateyri, þar sem eru kyntar heitaveitur, koma þar á eftir. Heildarorkukostnaður er, líkt og áður, lægstur á Seltjarnarnesi, á Flúðum og í Mosfellsbæ.

Orkustofnun reiknaði út fyrir Byggðastofnun kostnað á ársgrundvelli við raforkunotkun og húshitun fyrir svipaðar fasteignir á nokkrum þéttbýlisstöðum og í dreifbýli.

Viðmiðunareignin er einbýlishús, 140 m² að grunnfleti og 350 m³. Almenn raforkunotkun er sú raforka sem er notuð í annað en að hita upp húsnæði, svo sem ljós og heimilistæki, en miðað er við 4.500 kWst í almennri rafmagnsnotkun og 28.400 kWst við húshitun án varmadælu og 14.200 kWst með varmadælu.

Bilið minnkar

Lægsta mögulega verð fyrir viðmiðunareignina, með flutnings- og dreifingarkostnaði, fæst hjá Veitum: Í Reykjavík, í Kópavogi og austurhluta Garðabæjar, á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi og á Akranesi, um 78 þúsund krónur.

Hæsta gjald í skilgreindu þéttbýli er um 92 þúsund krónur hjá Orkubúi Vestfjarða en raforkuverð er nokkuð hærra í skilgreindu dreifbýli, eða 103-104 þúsund krónur fyrir viðmiðunareign.

Árið 2020 var lægsta mögulega verð í dreifbýli 53% hærra en lægsta mögulega verð í þéttbýli, en árið 2021 hafði bilið lækkað niður í 32% vegna aukins dreifbýlisframlags.
Meiri munur í húshitun

Munurinn á húshitunarkostnaði milli svæða er mun meiri en á raforkuverði. Lægsta verð fyrir húshitun með rafmagni hefur lækkað talsvert undanfarin ár, m.a. vegna niðurgreiðslna á dreifi- og flutningskostnaði, og mikil lækkun varð árið 2021 með aukinni samkeppni á raforkusölumarkaði.

Lægsti húshitunarkostnaður fyrir viðmiðunareign er á Flúðum, um 68 þúsund krónur, og þarnæst í Brautarholti á Skeiðum og á Seltjarnarnesi um 75 þúsund.

Á þessum stöðum er lægsti húshitunarkostnaður um þriðjungur af kostnaðinum þar sem hann er hæstur. 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...