Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mesti orkukostnaðurinn er í Grímsey
Mynd / MÞÞ
Fréttir 5. apríl 2022

Mesti orkukostnaðurinn er í Grímsey

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Heildarorkukostnaður hér á landi er hæstur í Grímsey þar sem rafmagn er framleitt og hús kynt með olíu. Næsthæsti heildarorkukostnaður er í Nesjahverfi í Hornafirði, sem skilgreint er sem dreifbýli hvað raforku varðar og ný hitaveita var nýlega tekin í gagnið.

Ísafjörður, Bolungarvík, Patreks­fjörður og Flateyri, þar sem eru kyntar heitaveitur, koma þar á eftir. Heildarorkukostnaður er, líkt og áður, lægstur á Seltjarnarnesi, á Flúðum og í Mosfellsbæ.

Orkustofnun reiknaði út fyrir Byggðastofnun kostnað á ársgrundvelli við raforkunotkun og húshitun fyrir svipaðar fasteignir á nokkrum þéttbýlisstöðum og í dreifbýli.

Viðmiðunareignin er einbýlishús, 140 m² að grunnfleti og 350 m³. Almenn raforkunotkun er sú raforka sem er notuð í annað en að hita upp húsnæði, svo sem ljós og heimilistæki, en miðað er við 4.500 kWst í almennri rafmagnsnotkun og 28.400 kWst við húshitun án varmadælu og 14.200 kWst með varmadælu.

Bilið minnkar

Lægsta mögulega verð fyrir viðmiðunareignina, með flutnings- og dreifingarkostnaði, fæst hjá Veitum: Í Reykjavík, í Kópavogi og austurhluta Garðabæjar, á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi og á Akranesi, um 78 þúsund krónur.

Hæsta gjald í skilgreindu þéttbýli er um 92 þúsund krónur hjá Orkubúi Vestfjarða en raforkuverð er nokkuð hærra í skilgreindu dreifbýli, eða 103-104 þúsund krónur fyrir viðmiðunareign.

Árið 2020 var lægsta mögulega verð í dreifbýli 53% hærra en lægsta mögulega verð í þéttbýli, en árið 2021 hafði bilið lækkað niður í 32% vegna aukins dreifbýlisframlags.
Meiri munur í húshitun

Munurinn á húshitunarkostnaði milli svæða er mun meiri en á raforkuverði. Lægsta verð fyrir húshitun með rafmagni hefur lækkað talsvert undanfarin ár, m.a. vegna niðurgreiðslna á dreifi- og flutningskostnaði, og mikil lækkun varð árið 2021 með aukinni samkeppni á raforkusölumarkaði.

Lægsti húshitunarkostnaður fyrir viðmiðunareign er á Flúðum, um 68 þúsund krónur, og þarnæst í Brautarholti á Skeiðum og á Seltjarnarnesi um 75 þúsund.

Á þessum stöðum er lægsti húshitunarkostnaður um þriðjungur af kostnaðinum þar sem hann er hæstur. 

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...