Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Einar E. Einars­son,
Einar E. Einars­son,
Mynd / HKr
Fréttir 18. mars 2022

Markaðsmálin efst á baugi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Deild loðdýrabænda hélt búgreina­þing 26. febrúar á Hótel Selfossi. Að sögn Einars E. Einars­sonar, bónda að Syðra-Skörðugili og formanns Sambands íslenskra loðdýrabænda, fór þingið vel fram og ýmis hagsmunamál loðdýrabænda rædd.

Stjórn félagsins var endurkjörin þannig að Einar er enn formaður, Björn Harðarson, Holti, er ritari og Þorbjörn Sigurðsson, Ásgerði, meðstjórnandi. Einar verður fulltrúi loðdýrabænda á Búnaðarþingi sem haldið verður 31. mars og 1. apríl næstkomandi.

Markaðsmálin efst á baugi

„Meðlimir Sambands íslenskra loðdýrabænda eru fáir og yfirleitt samstíga þegar kemur að málefnum greinarinnar. Menn hafa miklar áhyggjur af markaðsmálum grein­arinnar og ræddu það sín á milli.

Það hóst skinnauppboð í Kaupmannahöfn í síðustu viku, sama dag og sama morgun og Rússar gerðu innrás í Úkraínu. Samstundis fraus því markaðurinn, enda Rússar næststærstu skinnakaupendur í heimi. Markaðurinn hafði verið á hægri uppleið eftir nokkur erfið ár. Skinnin sem voru í boði í Kaupmannahöfn núna eru frá 2020 og gamlar birgðir. Verðið á því sem selt var hélt frá síðasta ári en þegar upp var staðið seldust ekki nema 13% þeirra skinna sem voru í boði og því ekki að furða þótt menn hafi áhyggjur af markaðinum.“

Áskorun vegna lánamála

Einar segir að önnur mál sem rædd hafi verið á þinginu hafi verið umhverfis- og fóðurmál.

„Við samþykktum að leggja fram eitt mál á komandi Búnaðarþingi og það er áskorun á stjórnvöld um að beita Byggðastofnun í að fjármagna með betri hætti lántökur bænda. Hvort sem það er til jarðakaupa, bygginga og annars sem snýr að framleiðslu á landbúnaðarvörum.“

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...