Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fjölmenni í Faxahöllinni á Hrútadegi á Raufarhöfn.
Fjölmenni í Faxahöllinni á Hrútadegi á Raufarhöfn.
Fréttir 10. október 2018

Lýkur með balli og argandi skemmtilegheitum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hrútadagur verður haldinn í Faxahöllinni á Raufarhöfn um komandi helgi í þrettánda sinn. Þá verður þessi fornfrægi síldarbær enn á ný miðja alheimsins.  Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, einn af forsprökkum hátíðarinnar, segir að búast megi við að heimamenn fjölmenni, auk fólks langt utan af landi eins og frá höfuðborgarsvæðinu. 
 
Hrútadagurinn er endapunktur á vikulangri hátíð sem ber heitið Menningar- og Hrútadagar á Raufarhöfn 2018. Hófst hátíðin síðastliðinn föstudag, 28. september, og lýkur laugardaginn 6. október með Hrútadeginum eina og sanna. 
 
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir með frumburð sinn, Sigrúnu Helgu, í fanginu.
Ingibjörg hefur staðið vaktina frá 2014 og segir dagskrána mjög fjölbreytta. Hápunktur hátíðarinnar  er hin árlega hrútasýning og þar verða veitt verðlaun fyrir besta skrokkgæðahrútinn (Búvís hrútinn). Fær eigandi hans í hendur farandbikar sem gefinn er af Búvís og annan grip til eignar sem gefinn er af Hrútadeginum. Fyrir börnin verður haldin fegurðarsamkeppni gimbra.
 
Almennur fíflagangur
 
Þá verður farið í ýmsa leiki og „almennan fíflagang“ eins og segir í dagskrá hátíðarinnar. Fjallalamb býður gestum að smakka á sínum afurðum og einnig gefst fólki kostur á að kaupa ýmsan varning í sölubásum. Þá munu kórarnir í Keldukerfi, Kópaskeri, Langanesbyggð og á Raufarhöfn syngja saman nokkur lög. Rúsínan í pylsuendanum í Faxahöllinni verður svo sala á hrútum sem endað gæti með hrútauppboði. 
 
Hundur í óskilum og Trukkarnir á Hrútadagsballi
 
Hrútadeginum lýkur að vanda með veglegu Hrútadagsballi í Hnitbjörgum. Hefst ballið á skemmti­kvöldi sem byrjar klukkan 21.00 en húsið verður opnað kl. 20.00. Þar mun „stórsveitin“ Hundur í óskilum án efa fá gesti til að emja af hlátri. Á ballinu sjálfu mun hljómsveitin Trukkarnir úr Húnavatnssýslum, annarri eða báðum, troða upp og skemmta fólki fram eftir nóttu. Annars segir um ballið í kynningarbæklingi:
„Þá er ekkert eftir nema að skella sér í gúmmara, lopapeysuna, fylla á pelann og arka á ball. Hljómsveitin Trukkarnir leika fyrir dansi og er ekki búist við öðru en argandi skemmtilegheitum á ballinu. Aldurstakmark 16 ár.“
 
Alvöru sveitaball
 
Tekið er fram að vínveitingasala er EKKI á ballinu og því um alvöru sveitaball að ræða þar sem menn mæta trúlega sumir með bokkuna í buxnastrengnum. 
 
Auk Ingibjargar Hönnu í Menningar- og Hrútadaganefnd sitja þau Baldur Stefánsson, Silja Stefánsdóttir, Angela Agnarsdóttir, Margrét Höskuldsdóttir, Ívar Sigþórs­son og Nanna Höskuldsdóttir. 
Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...