Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fjölmenni í Faxahöllinni á Hrútadegi á Raufarhöfn.
Fjölmenni í Faxahöllinni á Hrútadegi á Raufarhöfn.
Fréttir 10. október 2018

Lýkur með balli og argandi skemmtilegheitum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hrútadagur verður haldinn í Faxahöllinni á Raufarhöfn um komandi helgi í þrettánda sinn. Þá verður þessi fornfrægi síldarbær enn á ný miðja alheimsins.  Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, einn af forsprökkum hátíðarinnar, segir að búast megi við að heimamenn fjölmenni, auk fólks langt utan af landi eins og frá höfuðborgarsvæðinu. 
 
Hrútadagurinn er endapunktur á vikulangri hátíð sem ber heitið Menningar- og Hrútadagar á Raufarhöfn 2018. Hófst hátíðin síðastliðinn föstudag, 28. september, og lýkur laugardaginn 6. október með Hrútadeginum eina og sanna. 
 
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir með frumburð sinn, Sigrúnu Helgu, í fanginu.
Ingibjörg hefur staðið vaktina frá 2014 og segir dagskrána mjög fjölbreytta. Hápunktur hátíðarinnar  er hin árlega hrútasýning og þar verða veitt verðlaun fyrir besta skrokkgæðahrútinn (Búvís hrútinn). Fær eigandi hans í hendur farandbikar sem gefinn er af Búvís og annan grip til eignar sem gefinn er af Hrútadeginum. Fyrir börnin verður haldin fegurðarsamkeppni gimbra.
 
Almennur fíflagangur
 
Þá verður farið í ýmsa leiki og „almennan fíflagang“ eins og segir í dagskrá hátíðarinnar. Fjallalamb býður gestum að smakka á sínum afurðum og einnig gefst fólki kostur á að kaupa ýmsan varning í sölubásum. Þá munu kórarnir í Keldukerfi, Kópaskeri, Langanesbyggð og á Raufarhöfn syngja saman nokkur lög. Rúsínan í pylsuendanum í Faxahöllinni verður svo sala á hrútum sem endað gæti með hrútauppboði. 
 
Hundur í óskilum og Trukkarnir á Hrútadagsballi
 
Hrútadeginum lýkur að vanda með veglegu Hrútadagsballi í Hnitbjörgum. Hefst ballið á skemmti­kvöldi sem byrjar klukkan 21.00 en húsið verður opnað kl. 20.00. Þar mun „stórsveitin“ Hundur í óskilum án efa fá gesti til að emja af hlátri. Á ballinu sjálfu mun hljómsveitin Trukkarnir úr Húnavatnssýslum, annarri eða báðum, troða upp og skemmta fólki fram eftir nóttu. Annars segir um ballið í kynningarbæklingi:
„Þá er ekkert eftir nema að skella sér í gúmmara, lopapeysuna, fylla á pelann og arka á ball. Hljómsveitin Trukkarnir leika fyrir dansi og er ekki búist við öðru en argandi skemmtilegheitum á ballinu. Aldurstakmark 16 ár.“
 
Alvöru sveitaball
 
Tekið er fram að vínveitingasala er EKKI á ballinu og því um alvöru sveitaball að ræða þar sem menn mæta trúlega sumir með bokkuna í buxnastrengnum. 
 
Auk Ingibjargar Hönnu í Menningar- og Hrútadaganefnd sitja þau Baldur Stefánsson, Silja Stefánsdóttir, Angela Agnarsdóttir, Margrét Höskuldsdóttir, Ívar Sigþórs­son og Nanna Höskuldsdóttir. 
Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...