Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fjölmenni í Faxahöllinni á Hrútadegi á Raufarhöfn.
Fjölmenni í Faxahöllinni á Hrútadegi á Raufarhöfn.
Fréttir 10. október 2018

Lýkur með balli og argandi skemmtilegheitum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hrútadagur verður haldinn í Faxahöllinni á Raufarhöfn um komandi helgi í þrettánda sinn. Þá verður þessi fornfrægi síldarbær enn á ný miðja alheimsins.  Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, einn af forsprökkum hátíðarinnar, segir að búast megi við að heimamenn fjölmenni, auk fólks langt utan af landi eins og frá höfuðborgarsvæðinu. 
 
Hrútadagurinn er endapunktur á vikulangri hátíð sem ber heitið Menningar- og Hrútadagar á Raufarhöfn 2018. Hófst hátíðin síðastliðinn föstudag, 28. september, og lýkur laugardaginn 6. október með Hrútadeginum eina og sanna. 
 
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir með frumburð sinn, Sigrúnu Helgu, í fanginu.
Ingibjörg hefur staðið vaktina frá 2014 og segir dagskrána mjög fjölbreytta. Hápunktur hátíðarinnar  er hin árlega hrútasýning og þar verða veitt verðlaun fyrir besta skrokkgæðahrútinn (Búvís hrútinn). Fær eigandi hans í hendur farandbikar sem gefinn er af Búvís og annan grip til eignar sem gefinn er af Hrútadeginum. Fyrir börnin verður haldin fegurðarsamkeppni gimbra.
 
Almennur fíflagangur
 
Þá verður farið í ýmsa leiki og „almennan fíflagang“ eins og segir í dagskrá hátíðarinnar. Fjallalamb býður gestum að smakka á sínum afurðum og einnig gefst fólki kostur á að kaupa ýmsan varning í sölubásum. Þá munu kórarnir í Keldukerfi, Kópaskeri, Langanesbyggð og á Raufarhöfn syngja saman nokkur lög. Rúsínan í pylsuendanum í Faxahöllinni verður svo sala á hrútum sem endað gæti með hrútauppboði. 
 
Hundur í óskilum og Trukkarnir á Hrútadagsballi
 
Hrútadeginum lýkur að vanda með veglegu Hrútadagsballi í Hnitbjörgum. Hefst ballið á skemmti­kvöldi sem byrjar klukkan 21.00 en húsið verður opnað kl. 20.00. Þar mun „stórsveitin“ Hundur í óskilum án efa fá gesti til að emja af hlátri. Á ballinu sjálfu mun hljómsveitin Trukkarnir úr Húnavatnssýslum, annarri eða báðum, troða upp og skemmta fólki fram eftir nóttu. Annars segir um ballið í kynningarbæklingi:
„Þá er ekkert eftir nema að skella sér í gúmmara, lopapeysuna, fylla á pelann og arka á ball. Hljómsveitin Trukkarnir leika fyrir dansi og er ekki búist við öðru en argandi skemmtilegheitum á ballinu. Aldurstakmark 16 ár.“
 
Alvöru sveitaball
 
Tekið er fram að vínveitingasala er EKKI á ballinu og því um alvöru sveitaball að ræða þar sem menn mæta trúlega sumir með bokkuna í buxnastrengnum. 
 
Auk Ingibjargar Hönnu í Menningar- og Hrútadaganefnd sitja þau Baldur Stefánsson, Silja Stefánsdóttir, Angela Agnarsdóttir, Margrét Höskuldsdóttir, Ívar Sigþórs­son og Nanna Höskuldsdóttir. 
Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...