Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ragnheiður Þórarinsdóttir, sem er nýr rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, skoðar fjárhúsin á Hesti með Loga á dögunum.
Ragnheiður Þórarinsdóttir, sem er nýr rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, skoðar fjárhúsin á Hesti með Loga á dögunum.
Mynd / LbhÍ
Fréttir 19. febrúar 2019

Logi Sigurðsson er nýr bústjóri á Hesti

Höfundur: smh
Logi Sigurðsson tók nýverið við bústjórn á Hesti, sem er tilrauna- og kennslubú Landbúnaðarháskóla Íslands í sauðfjárrækt í Andakíl í Borgarfirði. 
 
Hann er ættaður úr Reykjavík en fjölskylda hans fluttist í Borgarfjörðinn þegar hann var sex ára. Fyrst bjuggu þau að Hvítárbakka í Bæjarsveit, en fluttust síðan í Steinahlíð í Lundarreykjadal árið 2008 þar sem foreldrar hans byggðu sér hús. 
 
„Ég og kona mín, Lára Lárusdóttir, byggðum okkur síðan hús á jörðinni árið 2017 og búum við þar ásamt dóttur okkar.
 
Í draumastarfinu
 
Logi segir að starfið leggist vel í sig og hann er mjög spenntur að takast á við verkefnið. „Ég hef mjög mikinn áhuga á sauðfjárrækt og er þetta því draumastarf mitt. Ég tek við góðu búi af þeim Helga Elí og Snædísi sem ráku búið áður. 
 
Staðan var auglýst og ég sótti um, en alls bárust níu umsóknir um stöðuna. Gerð var krafa um búfræðipróf og voru allir sem það höfðu kallaðir í viðtöl. Mér lánaðist svo að vera valinn úr þeim hópi. 
 
Hestur er merkilegt sauðfjárbú. Þar hafa verið stundaðar afkvæma­rannsóknir síðan 1957. Gríðarlegu magni upplýsinga hefur því verið safnað í gegnum tíðina á þessu búi og eru þær upplýsingar gríðarlega verðmætar fyrir sauðfjárræktina og rannsóknir í tengslum við hana. 
 
Margir góðir hrútar hafa komið frá Hesti á sæðingarstöðvarnar, svo sem Raftur og Kveikur en þeir eiga enn þann dag í dag töluverða erfðahlutdeild í stofninum. Nemendur Landbúnaðarháskólans koma að Hesti í verklega kennslu svo sem í gegningar og umhirðu sauðfjár. Einnig eru stundaðar ýmsar rannsóknir að Hesti en það er mismunandi milli missera hve mikið er um slíkt,“ segir Logi en hann starfaði sem sumarstarfsmaður á Hesti á árunum 2010 til 2013.
 
Stefnir að því að gera starfið sýnilegra
 
Spurður um hvort hann sjái fyrir breytingar á búrekstrinum í nánustu framtíð segir Logi að hann sé enn þá að koma sér inn í starfið. „Þó er stefnt að því að efla búið enn frekar og gera starfið sem þar fer fram sýnilegra.“
 
Hestur er staðsettur í 5 mínútna fjarlægð frá Hvanneyri og er fjárfjöldi um 650 vetrarfóðraðar kindur. 
Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...

Heitt vatn óskast
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir t...

Minni innflutningur og meiri framleiðsla
Fréttir 19. júní 2024

Minni innflutningur og meiri framleiðsla

Um 300 tonn af nautakjöti voru flutt inn á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024.

Samtalið hefst í júní
Fréttir 18. júní 2024

Samtalið hefst í júní

Núverandi búvörusamningar gilda til og með 31. desember 2026. Því ætti nýtt stuð...

Áhrifin að fullu ljós í haust
Fréttir 18. júní 2024

Áhrifin að fullu ljós í haust

Tjón hefur mjög víða orðið hjá sauðfjárbændum á Norðurlandi eftir óveðrið á dögu...

Mikið álag á bændum
Fréttir 18. júní 2024

Mikið álag á bændum

Staðan er þung þar sem tún koma mikið kalin undan vetri. Ótíðin undanfarið hefur...