Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu í Bolungarvík.
Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu í Bolungarvík.
Mynd / HKr.
Fréttir 10. september 2021

Lóðrétt jarðarberjaræktun á sex hæðum í húsnæðinu

Höfundur: smh

Hjá Örnu mjólkurvinnslu í Bolungarvík, sem sérhæfir sig í framleiðslu á mjólkurvörum án laktósa, hefur á undanförnum mánuðum verið í undirbúningi að hefja inniræktun eigin jarðarberja fyrir framleiðsluna í húsakynnum fyrirtækisins. Stefnan er einnig sett á kryddjurtaræktun til ostagerðarinnar fljótlega á næsta ári.

Að sögn Hálfdáns Óskarssonar, framkvæmdastjóra Örnu, er verk­efnið komið á framkvæmdastig og var fyrstu fræjunum sáð núna í júlí. „Eftir fjóra mánuði munum við síðan hefja ræktun á jarðarberjum,“ segir hann.

Tuttugu tonna jarðarberja­uppskera á ári

Hálfdán segir að ræktunin fari fram í húsnæði Örnu að Hafnargötu 80 í Bolungarvík, en Arna festi nýlega kaup á öllu húsnæðinu sem eru rúmlega 7.000 fermetrar að stærð. „Í sjálfu sér þurfum við ekki svo afskaplega stórt húsnæði fyrir þetta, þar sem við munum nýta okkur svokallað lóðrétta ræktun. Grunnflöturinn er um 350 fermetrar og við munum rækta á sex hæðum. Þannig náum við um 2.000 fermetra ræktunarfleti sem ætti að skila okkur 20 tonnum af jarðarberjum á ári. Ræktað er í lokuðu rými í vatni undir Led-ljósum og stjórnum við því öllum umhverfisþáttum sjálf og erum algjörlega óháð öllum utanaðkomandi þáttum.

Sömu aðferð munum við einnig nota við ræktun á kryddjurtum sem við stefnum á að framleiða og nota í ostana okkar fljótlega á næsta ári.“

Hráefni úr nærumhverfinu

Hálfdán segir að þessi framleiðsla sé fyrst og fremst hugsuð sem viðbót í byrjun, en þegar fram líður og framleiðslan eykst sé stefnan sett á að skipta út erlendum bragðefnum.

„Þessi ræktunaraðferð hefur notið vaxandi vinsælda þar sem mun betri nýting næst á ræktunarrýminu sem og að auðveldara er að hafa stjórn á öllum þeim þáttum sem hafa áhrif á ræktunina.

Við höfum á undanförnum árum verið að nýta hráefni héðan úr nærumhverfinu í okkar vörur. Á sumrin framleiðum við Sumarjógúrt með rabarbara sem við söfnum hér á svæðinu og á haustin kemur hið sívinsæla Haustjógúrt á markað, en þar nýtum við einmitt aðalbláber héðan úr fjöllunum sem fólk tínir fyrir okkur.

Framleiðsla á jarðarberjum og kryddi er því enn einn þáttur í því, að þau hráefni sem við notum í okkar framleiðslu sé annars vegar ræktuð hér fyrir vestan eða að þeirra sé aflað hér úr nærumhverfinu,“ segir Hálfdán.

Skylt efni: Arna

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...