Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Dominique Plédel Jónsson og Berglind Häsler.
Dominique Plédel Jónsson og Berglind Häsler.
Fréttir 5. mars 2021

Líffræðilegur fjölbreytileiki er í húfi

Dominique Plédel Jónsson, formaður Slow Food samtakana á Norðurlöndunum og fyrrverandi formaður Slow food á Íslandi, er viðmælandi hlaðvarpsþáttarins Lífrænt Ísland sem kom út í gær. Berglind Häsler, umsjónarmaður þáttanna ræðir við Dominique um Slow food samtökin og lífræna framleiðslu. 

Dominique furðar sig á stefnuleysi stjórnvalda er varðar lífræna framleiðslu á Íslandi og segir það alvarlegt mál. Þrátt fyrir síaukna eftirspurn og stóraukin innflutning á lífrænt vottuðum vörur, segir hún, fjölgi framleiðendum hér á landi ekki í takt við það. Evrópa stefni öll í þessa átt, stóraukin áhersla sé lögð á lífrænan landbúnað. Hún segir Ísland vera algjöran eftirbát í þessum efnum og það bitni á tækifærum til útflutnings og samkeppnishæfni á innanlandsmarkaði. Stefnuleysi stjórnvalda opinberi sig í ný kynntri matvælastefnu fyrir Ísland sem og skýrslu um fæðuöruggi þar sem lítið sem ekkert er minnst á lífræna framleiðslu á Íslandi.

Ótækt að Umhverfisstofnun samþykki umsókn ORF líftækni

Í viðtalinu er einnig komið inn á erfðabreytta ræktun í jarðvegi í ljósi þess að ORF líftækni hefur nú sótt um leyfi hjá Umhverfisstofnun til útiræktunar á erfðabreyttum plöntum. Slow Food samtökin um allan heim hafa um árabil gagnrýnt rætkun erfðabreyttra planta – af líffræðilegum, félagslegum og siðferðislegum ástæðum.

Í umsókn ORF segir:

„Byggplöntur eru sjálffrjóvgandi og geti því ekki kyndblandast öðrum yrkjum eða skyldum tegundum. Er því ekki talin neinn möguleiki á genaflutningi milli erfðabreyttra byggplantna og villtra plantra í nágreinni ræktunarreita.“ 

Dominique gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar og segir aldrei hægt að útiloka blöndun milli villtra og erfðabreyttra plantna eða fræja og segir að í ljósi þess mæli allt gegn því að rækta erfðabreyttarplöntur í náttúrunni því náttúran eigi alltaf að njóta vafans. Í viðtalinu rifjar Dominique það líka upp þegar ORF var veitt slíkt leyfi í Gunnarsholti fyrir um 10 árum síðan var eftirliti ábótavant, net rifnuðu og var reiturinn óvarinn um tíma. Þá má heldur ekki líta fram hjá því að vindar, ágangur smádýra og fugla gerða það að verkjum að áhætta er til staðar ef efni berst út.

„ORF hefur auglýst víða að þeir eigi besta hátækni gróðurhús í heiminum og þar hljóta þá að vera bestu mögulegu aðstæður til þess að gera þessa rannsókn. Af hverju að fara út með þetta? Af hverju að láta Landgræðsluna og Landbúnaðarháskólann taka ábyrgð á því ef eitthvað slys gerist?“ spyr Dominique og segir ótækt að Umhverfisstofnun heimili slíka tilraun þar sem það sé hlutverk stofnunarinnar að vernda land og náttúru. ORF líftækni sé fyrst og fremst að sækja um leyfi til að gera tilraun með sem minnstum tilkostnaði. „Ég sé enga ástæðu fyrir því að náttúran eigi að gjalda fyrir það,“ segir Dominique og bætir við.

„Með því að leyfa þessa tilraun ORF erum við að leika okkur að eldinum. Líffræðilegur fjölbreytileiki er í húfi.“

Hér er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...