Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Landssamtök sauðfjárbænda sameinast Bændasamtökum Íslands
Mynd / Bbl
Fréttir 23. apríl 2021

Landssamtök sauðfjárbænda sameinast Bændasamtökum Íslands

Höfundur: smh

Á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda (LS), sem haldinn var með fjarfundarfyrirkomulagi 19. – 20. apríl, var samþykkt að sameinast Bændasamtökum Íslands og tekur sameiningin gildi 1. júlí næstkomandi. Var tillaga um sameiningu samþykkt með 37 atkvæðum gegn tveimur mótatkvæðum. Tveir fulltrúar sátu hjá. LS verður þó ekki slitið.

Á vef LS er markmið sameiningarinnar sagt vera að ná fram aukinni skilvirkni og eflingu hagsmunagæslu fyrir íslenskan landbúnað.  Sjóðir og eignir LS munu áfram verða í eigu samtakanna en öll starfsemi færist undir búgreinadeild sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands.

Á fundinum var boðað til framhaldsaðalfundar með dagskrá þegar samkomutakmarkanir leyfa slíkt. Þar er ætlunin að ganga frá breytingum á samþykktum vegna fyrirhugaðra breytinga og ljúka almennum aðalfundastörfum.

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...