Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Unnið er að útfærslu á stuðningi við áburðarkaup bænda í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.
Unnið er að útfærslu á stuðningi við áburðarkaup bænda í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.
Mynd / Bbl
Fréttir 26. janúar 2022

Lagt til að 700 milljóna króna stuðningur fari í niðurgreiðslu á hverju keyptu tonni

Höfundur: smh

Í fjárlögum ársins 2022 er gert ráð fyrir 700 milljóna króna stuðningi við bændur vegna mikilla hækkana á áburðaverði. Samkvæmt upplýsingum úr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er unnið að útfærslu á stuðningsgreiðslunum. Fundað hefur verið með Bændasamtökum Íslands (BÍ) um hvernig þessir fjármunir muni nýtast best til að koma til móts við þessar hækkanir.

„Bændur og áburðarinnflytjendur hafa því verulegar áhyggjur af háu verði og takmörkuðu framboði á áburði sem ekki sér fyrir endann á. Ég deili þeim áhyggjum með þeim og taldi mikilvægt að koma til móts við þær,“ segir Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um áherslur sínar.

Hvert tonn áburðar verði niðurgreitt

Í erindi BÍ, sem sent var ráðuneytinu 20. janúar,  eru settar fram tillögur sem samþykktar voru á fundi með formönnum allra búgreina 14. og 18. janúar. Þar kemur fram að í stað þess að horfa til hektara, jarðabótastyrki, stuðla og mismunandi ræktunar sé það álit samtakanna að einfaldasta leiðin til að ráðstafa styrkveitingunni, þannig að hún komi bændum beint til góða, sé að niðurgreiða hvert tonn áburðar um tiltekna krónutölu.

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...