Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kosið milli fimm nafna
Mynd / Bjarni Kristinsson
Fréttir 20. desember 2021

Kosið milli fimm nafna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Alls bárust 26 nöfn í nafnasamkeppni á nýjan gangnamannaskála sem tekin var í notkun á Grímstunguheiði í haust. Kosið verður um fimm þeirra: Brík, Gedduskáli, Heiðahöllin, Skjól og Vegamót.

Nýi gangnamannaskálinn á Grímstunguheiði var reistur í fyrrasumar og haust og kemur í stað tveggja skála, Öldumóðuskála og Álkuskála. Skálinn er um 500 fermetrar að stærð, samansettur úr tíu skálaeiningum með 29 gistiherbergjum, salernum, sturtum, matsal og eldhúsaðstöðu. Einnig var reist nýtt hesthús sem er um 120 fermetrar að stærð. Gistipláss í skálanum er fyrir 60 manns og hesthúsið er fyrir um 70 hross.

Í síðasta Bændablaði kom fram að skálinn hefði fengið nafnið Vegamót en það var einungis fjallskiladeildin sem hafði samþykkt það nafn. Sveitarstjórn frestaði ákvörðun um nafn og leggur til að kostið verði um nöfnin fimm.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...