Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, varaformaður Klúbbs matreiðslumeistara, Friðgeir Ingi Eiríksson, formaður Klúbbs matreiðslumanna, Kristján Þór Júlíusson, ráðherra, Andreas Jacobsen, Íslensku Bocuse d´Or Akademíunni og Eliza Reid, verndari kokkalandsliðsins.
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, varaformaður Klúbbs matreiðslumeistara, Friðgeir Ingi Eiríksson, formaður Klúbbs matreiðslumanna, Kristján Þór Júlíusson, ráðherra, Andreas Jacobsen, Íslensku Bocuse d´Or Akademíunni og Eliza Reid, verndari kokkalandsliðsins.
Mynd / Golli
Fréttir 19. júní 2020

Klúbbur matreiðslumeistara og Íslenska Bocuse d´Or Akademían fá 40 milljóna króna styrk

Höfundur: Ritstjórn

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, samdi í dag við Klúbb matreiðslumeistara og Íslenska Bocuse d´Or Akademían um 40 milljóna króna fjárframlag atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til keppnismatreiðslu.

Í samningnum er kveðið á um að framlagið greiðist á tveimur árum.  

Í tilkynningu úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu er haft eftir Kristjáni Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að íslenskir matreiðslumeistarar hafi verið óþreytandi í að kynna gæði íslensks hráefnis á erlendri grundu og hafa verið í fremstu röð í keppnismatreiðslu. 

„Það er tímabært að styðja vel við bakið á þeim og með þessum samningi verður hægt að lyfta íslenskri keppnismatreiðslu og renna enn betri stoðum undir íslenska matarmenningu. Það er einnig mikilvægt að skapa fyrirmyndir og gera fagið eftirsóknarvert fyrir ungt fólk, stuðla að framþróun og nýsköpun,“ segir Kristján Þór.

„Með samningnum er Klúbbi matreiðslumeistara og Íslensku Bocuse d‘Or Akademíunni falið að vinna að því að kynna íslenskt hráefni á erlendri grund og styrkja ímynd Íslands sem mataráfangastaðar. Styrkhafar munu einnig vinna að því að efla vöruþróun, nýsköpun og fagþekkingu í matvælagreinum. Klúbbur matreiðslumanna og Bocuse d´Or Akademían taka þátt í alþjóðlegum matreiðslukeppnum fyrir hönd Íslands og mun styrkurinn standa straum af þeim kostnaði og er keppendum falið að vekja athygli á íslensku hráefnim,“ segir í tilkynningunni.

Friðgeir Ingi Eiríksson, formaður Klúbbs matreiðslumanna, segir af sama tilefni:

„Þetta er stór áfangi fyrir íslenska keppnismatreiðslu og mun skapa betra starfsumhverfi fyrir hana, íslenska kokkalandsliðið og Íslensku Bocuse d´Or Akademíuna. Með samningnum er keppnismatreiðslu gefið aukið vægi sem mun skila sér í enn betri kynningu á íslenskum hráefnum og efla matarmenningu hérlendis.“

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...