Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kjötframleiðsla íslenskra bænda er í góðum takti við fjölgun landsmanna
Mynd / Bbl
Fréttir 10. febrúar 2022

Kjötframleiðsla íslenskra bænda er í góðum takti við fjölgun landsmanna

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Heildarkjötframleiðsla íslenskra bænda á síðasta ári var tæp 31.012 tonn, sem var um 0,3% sam­­dráttur á milli ára. Þetta var samt rúmlega 4.090 tonnum meiri kjöt­­framleiðsla en á árinu 2010, sem er um 15,2% aukning. Virðist fram­leiðsluaukningin haldast ótrúlega vel í hendur við íbúa­fjölgun á sama tíma, sem nam  rúmlega 16,1%, eða um 51.162 tonn.

Kjötframleiðsla íslenskra bænda á árinu 2010 var um 26.923 tonn og mest var þá framleitt af kinda­kjöti, eða um 9.166 tonn. Alifugla­kjötsframleiðslan var þá í öðru sæti með 6.904 tonn.

Mest var hins vegar framleitt af kindakjöti á árinu 2017, eða tæp 10.620 tonn, en þá var framleiðslan á alifuglakjötinu komin í um 6.970 tonn samkvæmt tölum úr mælaborði landbúnaðarins.

Alifuglakjötsframleiðslan er að ná kindakjötinu 

Á síðasta ári var heildar­fram­leið­sl­an eins og fyrr segir tæp 31.012  tonn og af því var kinda­kjötsframleiðslan 9.395 tonn. Kindakjötsframleiðslan hefur dregist saman en þessi grein var samt enn  með vinninginn á árinu 2021 í rúmum 9.490 tonnum. Alifuglakjötsframleiðslan var þá með um 9.244 tonn og var að rétta úr sér eftir 500 tonna samdrátt á Covid-árinu 2020. Það verður því fróðlegt að sjá hvort framleiðslan á alifuglakjöti fari í fyrsta sinn í sögunni fram úr kindakjötsframleiðslunni á árinu 2022, en salan á alifuglakjötinu sigldi fram úr kindakjötinu þegar árið 2007.

Samdráttur í öllum kjötgreinum nema nautgripakjötsframleiðslu

Samdráttur var í framleiðslu á öllum kjöttegundum á síðasta ári nema á nautgripakjöti. Stöðugleiki hefur einkennt nautgripakjötsframleiðsluna undanfarin ár. Á árinu 2010 voru framleidd 3.895 tonn af nautgripakjöti en undanfarin fimm ár hefur framleiðslan verið yfir 4.600 tonn. Þá fór framleiðslan á nautgripakjötinu í 4.965 tonn á síðasta ári og hefur aldrei verið meiri. 

Í svínakjötsframleiðslunni hefur verið jafn hóflegur stígandi allar götur síðan 2010 þegar hún nam tæpum 6.158 tonnum. Á árinu 2020 var hún komin í tæp 6.813 tonn en gaf aðeins eftir á síðasta ári þegar fram­leiðslan á ísl­ensku svína­kjöti var 6.575.

Kjötsalan heldur í við íbúafjölgun líkt og framleiðslan

Þegar litið er á sölu á íslensku kjöti hefur hún líka aukist um svipað magn og framleiðslan, eða um 4.039 tonn frá 2010, sem er um 16,8% aukning. Það stemmir vel við hlutfallsfjölgun íbúa landsins.

Þannig var heildarsala innan­lands á íslensku kjöti um 23.947 tonn á árinu 2010, en var 27.986 tonn á árinu 2021. Kjötsalan var mest árið 2019 þegar ferðamanna­straumurinn til landsins var í hámarki. Þá nam salan um 28.977 tonnum, en var tæp 27.986 tonn á síðasta ári.

Líklegt er að sala á íslensku kjöti til ferðamanna hafi einkum skilað sér í aukinni sölu á alifugla­kjöti. Þá gætu ferðamenn einnig hafa spilað mikilvæga rullu í að taka kúfinn af þeirri framleiðslu- og söluaukningu sem var umfram íbúafjölgun á árunum fram til 2020. Í því ljósi horfa íslenskir bændur trúlega á það sem ný tækifæri til sóknar þegar erlendir ferðamenn fara að sýna aukinn áhuga á ný á ferðalögum til Íslands.

Skylt efni: kjötframleiðsla

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...