Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kísilmálmsverksmiðja PCC á Bakka við Húsavík.
Kísilmálmsverksmiðja PCC á Bakka við Húsavík.
Mynd / HKr.
Fréttir 29. apríl 2022

Kanna framleiðslu á grænu metanóli

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Landsvirkjun og þýska fjár- festingafélagið PCC SE hafa ákveðið að rannsaka möguleika þess að fanga og nýta útblástur frá kísilmálmsverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík til framleiðslu á grænu metanóli.

Grænt metanól og annað rafeldsneyti mun koma í stað jarðefnaeldsneytis í skipum.

Fjöldi fjárfesta og fyrirtækja veðjar nú á að grænt metanól geti spilað lykilhlutverk í orkuskiptum skipaflotans. Framleiðsla á grænu metanóli krefst endurnýjanlegra kolefnagjafa frá kísilverksmiðju PCC á Íslandi og endurnýjanlegrar orku frá aflstöðvum Landsvirkjunar.

Ferlið við myndun metanóls kallar á inntak hreins koltvísýrings og vetnis frá rafgreiningu vatns, þar sem eina aukaafurðin er súrefni og vatn. „Að umbreyta koltvísýringi úr úrgangi í verðmæta auðlind með því að nýta og framleiða eldsneyti fyrir iðnað mun hjálpa til við að draga úr loftslagsbreytingum og hraða umskiptum í hringrásarhagkerfi,“ segir í tilkynningu frá Landsvirkjun.

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...