Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kísilmálmsverksmiðja PCC á Bakka við Húsavík.
Kísilmálmsverksmiðja PCC á Bakka við Húsavík.
Mynd / HKr.
Fréttir 29. apríl 2022

Kanna framleiðslu á grænu metanóli

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Landsvirkjun og þýska fjár- festingafélagið PCC SE hafa ákveðið að rannsaka möguleika þess að fanga og nýta útblástur frá kísilmálmsverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík til framleiðslu á grænu metanóli.

Grænt metanól og annað rafeldsneyti mun koma í stað jarðefnaeldsneytis í skipum.

Fjöldi fjárfesta og fyrirtækja veðjar nú á að grænt metanól geti spilað lykilhlutverk í orkuskiptum skipaflotans. Framleiðsla á grænu metanóli krefst endurnýjanlegra kolefnagjafa frá kísilverksmiðju PCC á Íslandi og endurnýjanlegrar orku frá aflstöðvum Landsvirkjunar.

Ferlið við myndun metanóls kallar á inntak hreins koltvísýrings og vetnis frá rafgreiningu vatns, þar sem eina aukaafurðin er súrefni og vatn. „Að umbreyta koltvísýringi úr úrgangi í verðmæta auðlind með því að nýta og framleiða eldsneyti fyrir iðnað mun hjálpa til við að draga úr loftslagsbreytingum og hraða umskiptum í hringrásarhagkerfi,“ segir í tilkynningu frá Landsvirkjun.

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...