Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Vigur í Ísafjarðardjúpi.
Vigur í Ísafjarðardjúpi.
Mynd / HKr
Fréttir 22. júní 2020

Kærir meðferð Skipulagsstofnunar á umsókn Arctic Sea Farm fyrir laxeldi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Landssamband veiðifélaga mun nú í vikunni leggja fram kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna með­ferðar Skipulagsstofnunar á umsókn Arctic Sea Farm hf. um rekstrar­leyfi fyrir 8.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi.
 
LV mun kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að meðferð og afgreiðsla umsóknar Arctic Sea Farm hf. um rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi fari eftir eldri ákvæðum laga nr. 71/2008 um fiskeldi, sbr. ákvæði II til bráðabirgða. LV krefst þess að hin kærða ákvörðun verði felld úr gildi og að lagt verði fyrir Skipulagsstofnun að afgreiða umsókn Arctic Sea Farm hf. samkvæmt núgildandi lögum nr. 71/2008 um fiskeldi.
 
Telur að frummatskýrslu hafi verið skilað of seint
 
LV telur að frummatsskýrslu Arctic Sea Farm hf. hafi verið skilað eftir gildistöku bráðabirgðaákvæðis II við fiskeldislög. Það hefur þá þýðingu að málsmeðferð samkvæmt fiskeldislögum á að fara eftir nýjum ákvæðum laganna. Meðal annars var sett inn nýtt ákvæði í lögin sem fjallar um skiptingu hafsvæða í eldissvæði, auglýsingu og úthlutun þeirra. Ráðherra úthlutar nú eldissvæðum þegar burðarþol, áhættumat erfðablöndunar og svæðaskipting skv. 1. mgr. liggur fyrir. Hvorki áhættumat erfðablöndunar né svæðaskipting liggur fyrir.
 
Þá telur LV ljóst að Skipulags­stofnun hefði með réttu átt að hafna því að taka hana til athugunar þar sem skýrslan er í verulegu ósamræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum. Að mati LV var í frummatsskýrslu vikið með svo afgerandi hætti frá efni matsskýrslu varðandi umfang og framkvæmdasvæði að Skipulagsstofnun bar að hafna skýrslunni óbreyttri.
 
Í frummatsskýrslunni er gert ráð fyrir að umfang starfseminnar verði talsvert meiri en gert hafði verið ráð fyrir í matsáætlun. Í skýrslunni er þá gert ráð fyrir að tekið verði upp nýtt eldissvæði við Vigur í Ísafjarðardjúpi en það var ekki tilgreint í matsáætlun. Að mati LV eiga þessir alvarlegu annmarkar á frummatsskýrslunni að leiða til ógildingar ákvörðunar Skipulagsstofnunar.
 
Skipulagsstofnun er nú með í vinnslu frummatsskýrslu um 10.000 tonna laxeldi Arnarlax ehf. í Ísafjarðardjúpi. Að mati LV eru líka alvarlegir annmarkar á þeirri skýrslu. LV mun gera athugasemdir við skýrsluna og eftir atvikum kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. 
 
Mun gera allt til að koma í veg fyrir laxeldi í Djúpinu
 
LV segist gera allt sem í valdi þess stendur til þess að koma í veg fyrir fyrirætlanir um laxeldi í Ísafjarðardjúpi enda muni það hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér fyrir náttúruna, ekki síst hina einstöku villtu laxastofna sem eiga heimkynni þar. 
Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...