Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Vigur í Ísafjarðardjúpi.
Vigur í Ísafjarðardjúpi.
Mynd / HKr
Fréttir 22. júní 2020

Kærir meðferð Skipulagsstofnunar á umsókn Arctic Sea Farm fyrir laxeldi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Landssamband veiðifélaga mun nú í vikunni leggja fram kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna með­ferðar Skipulagsstofnunar á umsókn Arctic Sea Farm hf. um rekstrar­leyfi fyrir 8.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi.
 
LV mun kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að meðferð og afgreiðsla umsóknar Arctic Sea Farm hf. um rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi fari eftir eldri ákvæðum laga nr. 71/2008 um fiskeldi, sbr. ákvæði II til bráðabirgða. LV krefst þess að hin kærða ákvörðun verði felld úr gildi og að lagt verði fyrir Skipulagsstofnun að afgreiða umsókn Arctic Sea Farm hf. samkvæmt núgildandi lögum nr. 71/2008 um fiskeldi.
 
Telur að frummatskýrslu hafi verið skilað of seint
 
LV telur að frummatsskýrslu Arctic Sea Farm hf. hafi verið skilað eftir gildistöku bráðabirgðaákvæðis II við fiskeldislög. Það hefur þá þýðingu að málsmeðferð samkvæmt fiskeldislögum á að fara eftir nýjum ákvæðum laganna. Meðal annars var sett inn nýtt ákvæði í lögin sem fjallar um skiptingu hafsvæða í eldissvæði, auglýsingu og úthlutun þeirra. Ráðherra úthlutar nú eldissvæðum þegar burðarþol, áhættumat erfðablöndunar og svæðaskipting skv. 1. mgr. liggur fyrir. Hvorki áhættumat erfðablöndunar né svæðaskipting liggur fyrir.
 
Þá telur LV ljóst að Skipulags­stofnun hefði með réttu átt að hafna því að taka hana til athugunar þar sem skýrslan er í verulegu ósamræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum. Að mati LV var í frummatsskýrslu vikið með svo afgerandi hætti frá efni matsskýrslu varðandi umfang og framkvæmdasvæði að Skipulagsstofnun bar að hafna skýrslunni óbreyttri.
 
Í frummatsskýrslunni er gert ráð fyrir að umfang starfseminnar verði talsvert meiri en gert hafði verið ráð fyrir í matsáætlun. Í skýrslunni er þá gert ráð fyrir að tekið verði upp nýtt eldissvæði við Vigur í Ísafjarðardjúpi en það var ekki tilgreint í matsáætlun. Að mati LV eiga þessir alvarlegu annmarkar á frummatsskýrslunni að leiða til ógildingar ákvörðunar Skipulagsstofnunar.
 
Skipulagsstofnun er nú með í vinnslu frummatsskýrslu um 10.000 tonna laxeldi Arnarlax ehf. í Ísafjarðardjúpi. Að mati LV eru líka alvarlegir annmarkar á þeirri skýrslu. LV mun gera athugasemdir við skýrsluna og eftir atvikum kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. 
 
Mun gera allt til að koma í veg fyrir laxeldi í Djúpinu
 
LV segist gera allt sem í valdi þess stendur til þess að koma í veg fyrir fyrirætlanir um laxeldi í Ísafjarðardjúpi enda muni það hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér fyrir náttúruna, ekki síst hina einstöku villtu laxastofna sem eiga heimkynni þar. 
Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...