Stjórnarformanni JCB, Lord Bamford, var við hátíðlega athöfn í London fyrir skömmu veittur Dewar-verðlaunagripur Royal Automobile Club fyrir þróun fyrirtækisins á vetniseldsneytismótor. Þetta er í þriðja sinn sem nýjungar JCB eru heiðraðar með Dewar-bikarnum.
Stjórnarformanni JCB, Lord Bamford, var við hátíðlega athöfn í London fyrir skömmu veittur Dewar-verðlaunagripur Royal Automobile Club fyrir þróun fyrirtækisins á vetniseldsneytismótor. Þetta er í þriðja sinn sem nýjungar JCB eru heiðraðar með Dewar-bikarnum.
Mynd / JCB
Fréttir 12. janúar 2022

JCB fékk Dewar verðlaunin fyrir þróun vetnismótors

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Ofursparneytin vetnisvél JCB hefur unnið til einna elstu og virtustu verðlauna í breskri bílaverkfræði sem veitt eru til að heiðra tæknilegan árangur.

Við hátíðlega athöfn í London fyrir skömmu var stjórnarformanni JCB, Lord Bamford, veittur Dewar-verðlaunagripur Royal Automobile Club fyrir þróun fyrirtækisins á vetnismótor. Þetta er í þriðja sinn sem nýjungar JCB eru heiðraðar með Dewar-bikarnum.

Síðast hlaut JCB þessa viðurkenningu árið 2019 fyrir kynningu á 19C-1E rafmagns smágröfu. Þá hreppti JCB Dewar-bikarinn árið 2007 eftir að JCB Dieselmax liðið setti dísilknúið landhraðamet upp á 350,092 mílur á klukkustund (563,418 km) á Bonneville saltsléttunum í Bandaríkjunum.JCB hefur verið brautryðjandi hvað varðar þróun aflrásar síðan það byrjaði að smíða sínar eigin vélar árið 2004. Það siðferði hefur haldið áfram með nýjustu vetnisknúnu vélunum, sem eru hvetjandi sambland af núverandi sérfræðiþekkingu og næstu kynslóðartækni.

„Við erum afar stolt af því að Royal Automobile Club hefur valið að afhenda JCB Dewar-bikarinn í þriðja sinn. Nýju vetnisknúnu vélarnar okkar geta verið settar í framleiðslu tiltölulega fljótt og það er mikilvægt og brautryðjandi skref í átt að kolefnislausri framtíð og vitnar um ótrúlega hæfileika bresku verkfræðinganna okkar,“ sagði Anthony Bamford.

Sérhannaður núll CO2 vetnismótor JCB var hannaður eftir að verkfræðingar fyrirtækisins fengu áskorun um það frá Anthony Bamford. Nýlega hannaði mótor­inn sameinar núverandi sérfræði­þekkingu og innviði í aðfangakeðju JCB. Fyrirtækið fjárfesti um 100 milljónir punda í verkefninu og er með tvær frumgerðir vetniseldsneytisvéla í prófun. Þær eru í gröfu og Loadall skotbómulyftara. 

Skylt efni: vetni | vetnismótor | JCB

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...