Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stjórnarformanni JCB, Lord Bamford, var við hátíðlega athöfn í London fyrir skömmu veittur Dewar-verðlaunagripur Royal Automobile Club fyrir þróun fyrirtækisins á vetniseldsneytismótor. Þetta er í þriðja sinn sem nýjungar JCB eru heiðraðar með Dewar-bikarnum.
Stjórnarformanni JCB, Lord Bamford, var við hátíðlega athöfn í London fyrir skömmu veittur Dewar-verðlaunagripur Royal Automobile Club fyrir þróun fyrirtækisins á vetniseldsneytismótor. Þetta er í þriðja sinn sem nýjungar JCB eru heiðraðar með Dewar-bikarnum.
Mynd / JCB
Fréttir 12. janúar 2022

JCB fékk Dewar verðlaunin fyrir þróun vetnismótors

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Ofursparneytin vetnisvél JCB hefur unnið til einna elstu og virtustu verðlauna í breskri bílaverkfræði sem veitt eru til að heiðra tæknilegan árangur.

Við hátíðlega athöfn í London fyrir skömmu var stjórnarformanni JCB, Lord Bamford, veittur Dewar-verðlaunagripur Royal Automobile Club fyrir þróun fyrirtækisins á vetnismótor. Þetta er í þriðja sinn sem nýjungar JCB eru heiðraðar með Dewar-bikarnum.

Síðast hlaut JCB þessa viðurkenningu árið 2019 fyrir kynningu á 19C-1E rafmagns smágröfu. Þá hreppti JCB Dewar-bikarinn árið 2007 eftir að JCB Dieselmax liðið setti dísilknúið landhraðamet upp á 350,092 mílur á klukkustund (563,418 km) á Bonneville saltsléttunum í Bandaríkjunum.JCB hefur verið brautryðjandi hvað varðar þróun aflrásar síðan það byrjaði að smíða sínar eigin vélar árið 2004. Það siðferði hefur haldið áfram með nýjustu vetnisknúnu vélunum, sem eru hvetjandi sambland af núverandi sérfræðiþekkingu og næstu kynslóðartækni.

„Við erum afar stolt af því að Royal Automobile Club hefur valið að afhenda JCB Dewar-bikarinn í þriðja sinn. Nýju vetnisknúnu vélarnar okkar geta verið settar í framleiðslu tiltölulega fljótt og það er mikilvægt og brautryðjandi skref í átt að kolefnislausri framtíð og vitnar um ótrúlega hæfileika bresku verkfræðinganna okkar,“ sagði Anthony Bamford.

Sérhannaður núll CO2 vetnismótor JCB var hannaður eftir að verkfræðingar fyrirtækisins fengu áskorun um það frá Anthony Bamford. Nýlega hannaði mótor­inn sameinar núverandi sérfræði­þekkingu og innviði í aðfangakeðju JCB. Fyrirtækið fjárfesti um 100 milljónir punda í verkefninu og er með tvær frumgerðir vetniseldsneytisvéla í prófun. Þær eru í gröfu og Loadall skotbómulyftara. 

Skylt efni: vetni | vetnismótor | JCB

Ný og endurbætt vorbók
Fréttir 18. mars 2024

Ný og endurbætt vorbók

Á vordögum tökum við í notkun endurbætta útgáfu að hinni góðu gulu vorbók sem er...

Fræðasamfélag í uppbyggingu
Fréttir 18. mars 2024

Fræðasamfélag í uppbyggingu

Í Mývatnssveit er verið að byggja upp svokallaða vettvangsakademíu fyrir kennslu...

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora
Fréttir 18. mars 2024

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora

Magne Kvam hefur tekið upp á sitt einsdæmi að leggja spor fyrir skíðagöngu á höf...

Íbúum utan borgarinnar fjölgar
Fréttir 15. mars 2024

Íbúum utan borgarinnar fjölgar

Yfirlit yfir þróun byggðar hérlendis er eitt verkefna Byggðastofnunar, en nýveri...

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum
Fréttir 15. mars 2024

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum

Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson, bændur á Butru í Fljótshlíð, eru fyrst...

Fimm tegundir teknar af skrá
Fréttir 15. mars 2024

Fimm tegundir teknar af skrá

Samkvæmt niðurstöðum áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir innfluttan tilbúinn...

Loftslag
Fréttir 15. mars 2024

Loftslag

Gagnvirkur loftslagsatlas sýnir fortíð og spáir fyrir um framtíð.

Bændavakt á Búnaðarþingi
Fréttir 14. mars 2024

Bændavakt á Búnaðarþingi

Búnaðarþing er nú haldið á Hótel Reykjavík Natura. Á Bændavakt á vef Bændasamtak...