Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stjórnarformanni JCB, Lord Bamford, var við hátíðlega athöfn í London fyrir skömmu veittur Dewar-verðlaunagripur Royal Automobile Club fyrir þróun fyrirtækisins á vetniseldsneytismótor. Þetta er í þriðja sinn sem nýjungar JCB eru heiðraðar með Dewar-bikarnum.
Stjórnarformanni JCB, Lord Bamford, var við hátíðlega athöfn í London fyrir skömmu veittur Dewar-verðlaunagripur Royal Automobile Club fyrir þróun fyrirtækisins á vetniseldsneytismótor. Þetta er í þriðja sinn sem nýjungar JCB eru heiðraðar með Dewar-bikarnum.
Mynd / JCB
Fréttir 12. janúar 2022

JCB fékk Dewar verðlaunin fyrir þróun vetnismótors

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Ofursparneytin vetnisvél JCB hefur unnið til einna elstu og virtustu verðlauna í breskri bílaverkfræði sem veitt eru til að heiðra tæknilegan árangur.

Við hátíðlega athöfn í London fyrir skömmu var stjórnarformanni JCB, Lord Bamford, veittur Dewar-verðlaunagripur Royal Automobile Club fyrir þróun fyrirtækisins á vetnismótor. Þetta er í þriðja sinn sem nýjungar JCB eru heiðraðar með Dewar-bikarnum.

Síðast hlaut JCB þessa viðurkenningu árið 2019 fyrir kynningu á 19C-1E rafmagns smágröfu. Þá hreppti JCB Dewar-bikarinn árið 2007 eftir að JCB Dieselmax liðið setti dísilknúið landhraðamet upp á 350,092 mílur á klukkustund (563,418 km) á Bonneville saltsléttunum í Bandaríkjunum.JCB hefur verið brautryðjandi hvað varðar þróun aflrásar síðan það byrjaði að smíða sínar eigin vélar árið 2004. Það siðferði hefur haldið áfram með nýjustu vetnisknúnu vélunum, sem eru hvetjandi sambland af núverandi sérfræðiþekkingu og næstu kynslóðartækni.

„Við erum afar stolt af því að Royal Automobile Club hefur valið að afhenda JCB Dewar-bikarinn í þriðja sinn. Nýju vetnisknúnu vélarnar okkar geta verið settar í framleiðslu tiltölulega fljótt og það er mikilvægt og brautryðjandi skref í átt að kolefnislausri framtíð og vitnar um ótrúlega hæfileika bresku verkfræðinganna okkar,“ sagði Anthony Bamford.

Sérhannaður núll CO2 vetnismótor JCB var hannaður eftir að verkfræðingar fyrirtækisins fengu áskorun um það frá Anthony Bamford. Nýlega hannaði mótor­inn sameinar núverandi sérfræði­þekkingu og innviði í aðfangakeðju JCB. Fyrirtækið fjárfesti um 100 milljónir punda í verkefninu og er með tvær frumgerðir vetniseldsneytisvéla í prófun. Þær eru í gröfu og Loadall skotbómulyftara. 

Skylt efni: vetni | vetnismótor | JCB

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...