Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Stöðugt framskrið er á hlíðinni um Almenning á leiðinni frá Fljótum að Strákagöngum. Ekki er talin spurning um hvort heldur hvenær vegurinn rofni þar á löngum kafla með tilheyrandi slysahættu.
Stöðugt framskrið er á hlíðinni um Almenning á leiðinni frá Fljótum að Strákagöngum. Ekki er talin spurning um hvort heldur hvenær vegurinn rofni þar á löngum kafla með tilheyrandi slysahættu.
Mynd / HKr
Fréttir 16. nóvember 2020

Jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta lífsnauðsynleg

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Fulltrúar í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafa undanfarin ár þrýst mjög á þingmenn og Vegagerðina að hraða undirbúningi og framkvæmdum við jarðgöng á milli Fljóta og Siglufjarðar.

Nú sem aldrei fyrr er lífsnauðsynlegt að göngin komist til framkvæmda því jarðsig, skriðuföll og grjóthrun hefur verið með mesta móti á undanförnum misserum eins og þeir þekkja sem aka daglega um veginn segir í bókun frá fundi byggðaráðs. Tíðar jarðskjálftahrinur úti fyrir Tröllaskaga bæta ekki ástandið. 

„Það er mál manna að það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær Siglufjarðarvegur rofnar á löngum kafla,“ segir í bókun.

Heimamenn hafðir með í ráðum

Skorar Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar á alþingismenn og samgönguráðherra að tryggja að undirbúningi jarðganga á milli Fljóta og Siglufjarðar verði lokið sem fyrst og tryggja fjármögnun til að framkvæmdir við gerð þeirra geti hafist innan tíðar. Byggðarráð hvetur Vegagerðina jafnframt til að hafa heimamenn í Fljótum og á Siglufirði með í ráðum við greiningu á heppilegri legu ganganna. 

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...