Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Stöðugt framskrið er á hlíðinni um Almenning á leiðinni frá Fljótum að Strákagöngum. Ekki er talin spurning um hvort heldur hvenær vegurinn rofni þar á löngum kafla með tilheyrandi slysahættu.
Stöðugt framskrið er á hlíðinni um Almenning á leiðinni frá Fljótum að Strákagöngum. Ekki er talin spurning um hvort heldur hvenær vegurinn rofni þar á löngum kafla með tilheyrandi slysahættu.
Mynd / HKr
Fréttir 16. nóvember 2020

Jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta lífsnauðsynleg

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Fulltrúar í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafa undanfarin ár þrýst mjög á þingmenn og Vegagerðina að hraða undirbúningi og framkvæmdum við jarðgöng á milli Fljóta og Siglufjarðar.

Nú sem aldrei fyrr er lífsnauðsynlegt að göngin komist til framkvæmda því jarðsig, skriðuföll og grjóthrun hefur verið með mesta móti á undanförnum misserum eins og þeir þekkja sem aka daglega um veginn segir í bókun frá fundi byggðaráðs. Tíðar jarðskjálftahrinur úti fyrir Tröllaskaga bæta ekki ástandið. 

„Það er mál manna að það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær Siglufjarðarvegur rofnar á löngum kafla,“ segir í bókun.

Heimamenn hafðir með í ráðum

Skorar Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar á alþingismenn og samgönguráðherra að tryggja að undirbúningi jarðganga á milli Fljóta og Siglufjarðar verði lokið sem fyrst og tryggja fjármögnun til að framkvæmdir við gerð þeirra geti hafist innan tíðar. Byggðarráð hvetur Vegagerðina jafnframt til að hafa heimamenn í Fljótum og á Siglufirði með í ráðum við greiningu á heppilegri legu ganganna. 

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.