Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Íslenskar kræsingar í plastlausum umbúðum
Mynd / ehg
Fréttir 30. október 2020

Íslenskar kræsingar í plastlausum umbúðum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Á þjóðhátíðardaginn í sumar opnaði fjölskyldan sem stendur á bakvið urta islandica-fyrirtækið verslun í miðbænum í Hafnarfirði sem heitir Matarbúðin Nándin. Systkinin Kolbeinn Lárus og Guðbjörg Lára Sigurðarbörn eiga veg og vanda að rekstri búðarinnar sem hefur fengið góðar viðtökur, ekki hvað síst fyrir þá nýjung að vera eina plastlausa matvöruverslun landsins. 

„Þetta er ný hugmynd að vera með plastlausa matarbúð og í stað þess notum við meira krukkur og flöskur utan um þær vörur sem það þurfa. Það hefur óneitanlega vakið athygli að geta fengið mjólk í glerflöskum og rjómaost og smjör í glerkrukkum. Bráðlega fáum við sérhæfða vél að utan þannig að við getum sett upp þvottaaðstöðu hér sem þvær og sótthreinsar glerílátin þannig að hægt er að nota það aftur og aftur,“ útskýrir Kolbeinn, en árið 1956 var starfrækt verslunin Matarbúðin í sama húsnæði og þaðan kom nafngiftin. 

Guðbjörg Lára Sigurðardóttir stendur vaktina við búðarkassann en stefnan er að Matarbúðin geti fljótlega boðið viðskiptavinum upp á heimsendingu vara. 

Leita að fleiri framleiðendum

Fjölskyldan hugsar því um hringrásarhagkerfið í rekstrinum og endurnýtingu eins og hægt er. Til að mynda kaupa þau stórar einingar af Mjólkursamsölunni, eins og osta og smjör, sem þau endurpakka í umbúðir sem endurspegla hugmyndafræðina á bakvið verslunina.

„Við höfðum séð fyrir okkur að hafa umbúðalausa verslun en ástandið í dag býður ekki alveg upp á það, svona hvað heilbrigði varðar. Nokkrar vörur eru pakkaðar í sellófanfilmu eða í vaccumpoka en það eru þá umbúðir sem brotna niður í moltu svo það er umhverfisvænt,“ segir Kolbeinn og bætir við:

„Það eru hátt í 20 birgjar sem við verslum við í dag en við erum alltaf að leita að fleiri áhugasömum aðilum og hvetjum við smá- og stórframleiðendur ásamt bændum um allt land til að hafa samband við okkur í gegnum heimasíðuna matarbudin.is eða finna okkur á Facebook, við erum mjög þjónustuglöð.“ 

Kolbeinn segir marga viðskiptavini hverfa aftur til fortíðar við að geta keypt vörur eins og smjör og rjómaost í glerkrukkum. Sveitamjólkin frá Erpsstöðum er mjög vinsæl og jafnframt ófitusprengd.

Nýr formaður kjörinn
Fréttir 23. febrúar 2024

Nýr formaður kjörinn

Hjörtur Bergmann Jónsson var kjörinn formaður deildar skógarbænda á fundi deilda...

Sex minkabú eftir á landinu
Fréttir 23. febrúar 2024

Sex minkabú eftir á landinu

Björn Harðarson, bóndi í Holti í Flóa, hefur tekið við sem formaður deildar loðd...

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku
Fréttir 23. febrúar 2024

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku

Íslenskar blóðmerar áttu auðvelt með að halda uppi eðlilegum blóðhag þrátt fyrir...

Áhersla á greiðslumarkið
Fréttir 22. febrúar 2024

Áhersla á greiðslumarkið

Á deildarfundi sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt nær samhljóð...

Nú þarf að láta verkin tala
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórn...

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar
Fréttir 22. febrúar 2024

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar

Tveir mjólkurframleiðendur uppfylltu ekki yfir 200.000 lítra af greiðslumarki í ...

Formannsslagur í vændum
Fréttir 22. febrúar 2024

Formannsslagur í vændum

Gunnar Þorgeirsson og Trausti Hjálmarsson hafa gefið kost á sér í embætti forman...

Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.