Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Árósasamningurinn veitir almenningi aðkomu að málsmeðferð og stjórn umhverfismála.
Árósasamningurinn veitir almenningi aðkomu að málsmeðferð og stjórn umhverfismála.
Mynd / smh
Fréttir 21. ágúst 2025

Innleiðing Árósasamningsins

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Ísland er í innleiðingarferli á Árósasamningnum, sem veitir almenningi aðkomu að málsmeðferð og stjórn umhverfismála, og nýverið var fjórðu stöðuskýrslunni skilað inn í samninginn um gang mála við innleiðinguna.

Í skýrslunni er meðal annars fjallað um þær breytingar sem hafa orðið til bóta fyrir samninginn frá síðustu skýrslu sem gefin var út 2021. Þar kemur fram að réttur almennings til upplýsinga og þátttöku í umhverfismálum sé nú almennt tryggður með samræmdri lagaumgjörð, opnum gagnagáttum og sífellt vaxandi rafrænu aðgengi að upplýsingum. Fjallað er um aukinn fjárstuðning við umhverfissamtök og hlutdeild þeirra í stefnumótun, auk lagabreytinga sem hafa verið gerðar til að tryggja að almenningur eigi raunverulegan aðgang að ferlum leyfisveitinga – sérstaklega í tengslum við fiskeldi. Einnig er fjallað í skýrslunni um sívaxandi áherslu á fræðslu, kynningu og samráð í umhverfismálum.

Rétturinn að upplýsingum, þátttöku og réttlátri málsmeðferð

Ísland fullgilti Árósasamninginn í október 2011, en í honum er kveðið á um rétt almennings að upplýsingum um umhverfismál, rétt til þátttöku í undirbúningi að ákvörðunum sem snerta umhverfið og réttlátri málsmeðferð í málum sem varða umhverfið.

Samningurinn er í stöðugri endurskoðun en hann var undirritaður árið 1998 af 35 ríkjum í Árósum í Danmörku og er talinn meðal mikilvægustu alþjóðlegra samninga á sviði þátttökulýðræðis í umhverfismálum. Hann er bæði lagalega bindandi og setur siðferðileg viðmið – og hefur þannig haft víðtæk áhrif á stefnumótun og lagasetningu í umhverfismálum í Evrópu.

Of stuttur samráðstími

Skýrslan var í samráðsferli í Samráðsgátt stjórnvalda á tímabilinu 2.–30. júní og segir í tilkynningu úr umhverfis-, orkuog loftslagsráðuneytinu að tekið hafi verið tillit til tillagna sem þar bárust við gerð lokaskýrslunnar. Í samráðsferlinu kom fram sú gagnrýni að samráðstíminn hefði verið of stuttur og að drögin hefðu ekki verið aðgengileg á íslensku.

Í tilkynningunni segir að aðildarríkjaráðstefna Árósasamningsins verði haldin í áttunda skipti dagana 17. til 19. nóvember. Hún sé haldin á fjögurra ára fresti þar sem teknar eru ákvarðanir um framkvæmd samningsins, svo sem þróunar- og vinnuáætlun.

Ísland eigi fulltrúa í vinnuhópi sem sér um framkvæmd samningsins á milli aðildarríkjaráðstefna í samstarfi við skrifstofu samningsins.

Skylt efni: Árósasamningurinn

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...