Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hyggjast reisa 88 megavatta rafgreiningarstöð til að framleiða vetni í stórum stíl
Fréttir 8. febrúar 2021

Hyggjast reisa 88 megavatta rafgreiningarstöð til að framleiða vetni í stórum stíl

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Gerður var samningur um miðjan janúar við framleiðsludeild Thyssenkrupp Uhde Chlorine Engineers á vistvænu vetni (Green Hydrogen product division) í því skyni að byggja 88 megavatta (MW) vatnsrafgreiningarverksmiðju í Kanada. Samningurinn er með fyrirvara um áreiðanleikakönnun.

Verkefnið snýst um að setja upp rafgreiningarverksmiðju til að framleiða vetni fyrir kanadíska ríkisorkufyrirtækið Hydro-Québec sem er einn stærsti vatnsaflsorku­framleiðandi í Norður-Ameríku. Vatnsgreininga­r­verksmiðjan verður byggð í Varennes í Quebec og á að framleiða 11.100 tonn af grænu vetni árlega.

Bæði vetnið og súrefnið sem er aukaafurð rafgreiningarferlisins, verður notað í lífeldsneytisverksmiðju til að framleiða lífeldsneyti úr sorpi fyrir flutningageirann.

Afl rafgreiningarverksmiðjunnar verður 88 megawött (MW) og verður þetta ein stærsta framleiðslueining fyrir grænt vetni í heiminum. Gangsetning er áætluð síðla árs 2023.

„Þetta verkefni er frábær lýsing á því hversu mikilvægt samspil öruggs aðgangs að samkeppnis­hæfri endurnýjanlegri orku og notkun skalaðrar tækni til vetnis­framleiðslu er,“ segir Sami Pelkonen, framkvæmdastjóri Chemical & Process Technologies rekstrar­einingar Thyssenkrupp.

Denis Krude, forstjóri Uhde, klór­verkfræðideildar Thyssenkrupp, bætir við:

„Quebec sem svæði og Hydro-Québec sem viðskiptavinur bjóða upp á kjöraðstæður til að setja vatnsrafgreiningartækni okkar í margra megavatta kvarða í fyrsta skipti.“

Vetnisframleiðsla með raf­grein­ingu á vatni er vart talin samkeppnishæf sem orkumiðill nema það sé framleitt í stórum skala. Rafgreining vatns frá Thyssenkrupp upp á nokkur hundruð megavött er talin ná þeirri stærðarhagkvæmni sem sóst er eftir.

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...