Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Útlitið var ágætt snemma sumars.
Útlitið var ágætt snemma sumars.
Mynd / smh
Fréttir 11. október 2021

Hvítlauksuppskeran um eitt tonn á Efri-Úlfsstöðum

Höfundur: smh

Nýr íslenskur hvítlaukur frá hvítlauksbóndanum Herði Bender á Efri-Úlfsstöðum í Austur-Landeyjum er nú kominn í verslanir. Hann áætlar að setja um eitt tonn á markað.

Hörður segir að vorið hafi verið mjög kalt og sumarið blautt. Þá hafi illgresið verið talsvert til vandræða – sérstaklega arfinn. „Þetta tilraunasumar er hins vegar ágætis vísbending um að þetta muni virka, það þarf að huga vel að því að drena akrana og svo ræktun skjólbelta – sem ég er reyndar þegar kominn af stað með. Við gróðursettum tíu þúsund tré í sumar og stefnum á að tvöfalda þann fjölda á næsta ári.“

Kalt vor og blautt sumar

Áform voru uppi hjá Herði að selja almenningi aðgang að akrinum nú í haust, en vegna þess hversu blautur akurinn var og vegna þess að horfur voru um lakari uppskeru, hætti hann við það þetta árið. „Það liggur fyrir að eitt af þessum sex yrkjum virkaði almennilega. Ég geri ráð fyrir núna að þetta muni taka fimm ár, að gera aðstæður hér ákjósanlegar og finna hentug yrki áður en framleiðslan verður það sem kalla megi stöðug,“ segir Hörður.

Hvítlauksolíugerð úr því sem ekki fer í búðir

Sem fyrr segir mun um eitt tonn af góðum hvítlauk fara í almenna sölu. Hörður segir að minni hvítlaukurinn, sem hentar ekki á markað, verði notaður til framleiðslu á hvítlauksolíu og hann er strax kominn af stað í undirbúningsferil fyrir þá vöruþróun.

Hvítlaukurinn hér í þurrkun á Efri-Úlfsstöðum. Myndir / úr einkasafni

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...