Útlitið var ágætt snemma sumars.
Útlitið var ágætt snemma sumars.
Mynd / smh
Fréttir 11. október 2021

Hvítlauksuppskeran um eitt tonn á Efri-Úlfsstöðum

Höfundur: smh

Nýr íslenskur hvítlaukur frá hvítlauksbóndanum Herði Bender á Efri-Úlfsstöðum í Austur-Landeyjum er nú kominn í verslanir. Hann áætlar að setja um eitt tonn á markað.

Hörður segir að vorið hafi verið mjög kalt og sumarið blautt. Þá hafi illgresið verið talsvert til vandræða – sérstaklega arfinn. „Þetta tilraunasumar er hins vegar ágætis vísbending um að þetta muni virka, það þarf að huga vel að því að drena akrana og svo ræktun skjólbelta – sem ég er reyndar þegar kominn af stað með. Við gróðursettum tíu þúsund tré í sumar og stefnum á að tvöfalda þann fjölda á næsta ári.“

Kalt vor og blautt sumar

Áform voru uppi hjá Herði að selja almenningi aðgang að akrinum nú í haust, en vegna þess hversu blautur akurinn var og vegna þess að horfur voru um lakari uppskeru, hætti hann við það þetta árið. „Það liggur fyrir að eitt af þessum sex yrkjum virkaði almennilega. Ég geri ráð fyrir núna að þetta muni taka fimm ár, að gera aðstæður hér ákjósanlegar og finna hentug yrki áður en framleiðslan verður það sem kalla megi stöðug,“ segir Hörður.

Hvítlauksolíugerð úr því sem ekki fer í búðir

Sem fyrr segir mun um eitt tonn af góðum hvítlauk fara í almenna sölu. Hörður segir að minni hvítlaukurinn, sem hentar ekki á markað, verði notaður til framleiðslu á hvítlauksolíu og hann er strax kominn af stað í undirbúningsferil fyrir þá vöruþróun.

Hvítlaukurinn hér í þurrkun á Efri-Úlfsstöðum. Myndir / úr einkasafni

Bandaríkin og Kína stefna hátt í innleiðingu vetnislausna í samgöngum og iðnaði
Fréttir 15. október 2021

Bandaríkin og Kína stefna hátt í innleiðingu vetnislausna í samgöngum og iðnaði

Notkun á vetni í heiminum nam um 115 milljónum tonna á árinu 2020 og fór það að ...

Hvorki salmonella né kampýlóbakter fannst í kjúklingakjöti
Fréttir 15. október 2021

Hvorki salmonella né kampýlóbakter fannst í kjúklingakjöti

Matvælastofnun hefur frá árinu 2018 birt niðurstöður úr skimunum kjöts á markaði...

Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Spánn setja 11,5 milljarða evra í vetnisvæðingu
Fréttir 14. október 2021

Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Spánn setja 11,5 milljarða evra í vetnisvæðingu

Nokkur ríki innan ESB samþykktu vetnisstefnu árið 2020. Það voru Þýskaland, Frak...

Tvíbreið brú byggð yfir Stóru-Laxá
Fréttir 14. október 2021

Tvíbreið brú byggð yfir Stóru-Laxá

Bergþóra Þorkels­dóttir, for­stjóri Vega­gerðarinnar, og Karl Andreassen, fram­k...

Bygging þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi á áætlun
Fréttir 14. október 2021

Bygging þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi á áætlun

Góður gangur hefur verið í byggingu Þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi frá því að...

Flestallar línur að komast í jörð
Fréttir 14. október 2021

Flestallar línur að komast í jörð

Óvenju mikil umsvif hafa verið við lagningu háspennustrengja í dreifbýli á vegum...

Borgar starfsfólki sínu fyrir að sofa vel
Fréttir 14. október 2021

Borgar starfsfólki sínu fyrir að sofa vel

Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað meðal íslenskra fyrirtækja varðandi ...

Leitað að bestu matarfrumkvöðlum landsins til þátttöku í hraðlinum Til sjávar og sveita
Fréttir 13. október 2021

Leitað að bestu matarfrumkvöðlum landsins til þátttöku í hraðlinum Til sjávar og sveita

Viðskiptahraðallinn Til sjávar og sveita verður gangsettur í þriðja sinn nú í nó...