Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Þórunn og Haraldur afhentu hvítlaukssaltið sitt á dögunum í húsnæði Breiðar þróunarfélags á Akranesi.
Þórunn og Haraldur afhentu hvítlaukssaltið sitt á dögunum í húsnæði Breiðar þróunarfélags á Akranesi.
Mynd / smh
Fréttir 21. febrúar 2024

Hvítlaukssalt úr Dölunum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölunum búast við sex til átta tonna uppskeru næsta haust. Þau hafa hins vegar nýlega tekið forskot á sæluna og sent frá sér hvítlaukssalt sem unnið var í tilraunaeldhúsinu hjá Matís.

Þau Þórunn Ólafsdóttir og Haraldur Guðjónsson settu niður um 40 þúsund hvítlauksgeira í haust. „Það kom svo óvænt í ljós að til var töluvert af hvítlauksrifjum úr tilraunaræktun okkar, sem við settum ekki niður. Við ákváðum því að prófa að búa til hvítlaukssalt. Fórum við til Matís og hittum þar Óla Þór Hilmarsson, sem er verkefnisstjóri fyrir Matarsmiðju Matís,“ segir Haraldur.

Hvítlauksbændurnir Þórunn Ólafsdóttir og Haraldur Guðjónsson þurrka uppskeruna í haust.

„Óli Þór aðstoðaði okkur við að gera gæðahandbók, sem er nauðsynleg fyrir umsókn um framleiðsluleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, sem við sóttum um og fengum. Það leyfi miðast við að framleiðslan fari fram í Matarsmiðju Matís í Grafarholti. Hófumst við handa í tilraunaeldhúsi Matarsmiðjunnar í byrjun desember síðastliðinn. Við nutum stuðnings og faglegra leiðbeininga, bæði frá Óla Þór og fleirum hjá Matís. Leigðum við aðstöðuna þar í rúmlega hálfan mánuð og náðum að framleiða nokkurt magn af hvítlaukssaltinu. Innihald vörunnar er sjávarflögusalt frá Norðursalti á Reykhólum og 25 prósent hvítlaukur frá okkur. Fyrsta krukkan úr framleiðslunni fór í örveirurannsókn hjá Matís og kom mjög hrein út. Það má segja að við höfum rennt blint í sjóinn með þessa vöru, en Þórunn hefur verið að þróa hana undanfarin ár og er þetta útkoman í dag,“ segir hann enn fremur um aðdragandann að markaðssetningunni

Hann bætir við að viðbrögðin við vörunni hafi farið langt fram úr þeirra væntingum, sem þau séu afar þakklát fyrir. Þau hafi upplifað að markaðurinn kalli ákaft eftir þessari innlendu vöru.

Skylt efni: Hvítlaukur

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...