Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þórunn og Haraldur afhentu hvítlaukssaltið sitt á dögunum í húsnæði Breiðar þróunarfélags á Akranesi.
Þórunn og Haraldur afhentu hvítlaukssaltið sitt á dögunum í húsnæði Breiðar þróunarfélags á Akranesi.
Mynd / smh
Fréttir 21. febrúar 2024

Hvítlaukssalt úr Dölunum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölunum búast við sex til átta tonna uppskeru næsta haust. Þau hafa hins vegar nýlega tekið forskot á sæluna og sent frá sér hvítlaukssalt sem unnið var í tilraunaeldhúsinu hjá Matís.

Þau Þórunn Ólafsdóttir og Haraldur Guðjónsson settu niður um 40 þúsund hvítlauksgeira í haust. „Það kom svo óvænt í ljós að til var töluvert af hvítlauksrifjum úr tilraunaræktun okkar, sem við settum ekki niður. Við ákváðum því að prófa að búa til hvítlaukssalt. Fórum við til Matís og hittum þar Óla Þór Hilmarsson, sem er verkefnisstjóri fyrir Matarsmiðju Matís,“ segir Haraldur.

Hvítlauksbændurnir Þórunn Ólafsdóttir og Haraldur Guðjónsson þurrka uppskeruna í haust.

„Óli Þór aðstoðaði okkur við að gera gæðahandbók, sem er nauðsynleg fyrir umsókn um framleiðsluleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, sem við sóttum um og fengum. Það leyfi miðast við að framleiðslan fari fram í Matarsmiðju Matís í Grafarholti. Hófumst við handa í tilraunaeldhúsi Matarsmiðjunnar í byrjun desember síðastliðinn. Við nutum stuðnings og faglegra leiðbeininga, bæði frá Óla Þór og fleirum hjá Matís. Leigðum við aðstöðuna þar í rúmlega hálfan mánuð og náðum að framleiða nokkurt magn af hvítlaukssaltinu. Innihald vörunnar er sjávarflögusalt frá Norðursalti á Reykhólum og 25 prósent hvítlaukur frá okkur. Fyrsta krukkan úr framleiðslunni fór í örveirurannsókn hjá Matís og kom mjög hrein út. Það má segja að við höfum rennt blint í sjóinn með þessa vöru, en Þórunn hefur verið að þróa hana undanfarin ár og er þetta útkoman í dag,“ segir hann enn fremur um aðdragandann að markaðssetningunni

Hann bætir við að viðbrögðin við vörunni hafi farið langt fram úr þeirra væntingum, sem þau séu afar þakklát fyrir. Þau hafi upplifað að markaðurinn kalli ákaft eftir þessari innlendu vöru.

Skylt efni: Hvítlaukur

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...