Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Þórunn og Haraldur afhentu hvítlaukssaltið sitt á dögunum í húsnæði Breiðar þróunarfélags á Akranesi.
Þórunn og Haraldur afhentu hvítlaukssaltið sitt á dögunum í húsnæði Breiðar þróunarfélags á Akranesi.
Mynd / smh
Fréttir 21. febrúar 2024

Hvítlaukssalt úr Dölunum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölunum búast við sex til átta tonna uppskeru næsta haust. Þau hafa hins vegar nýlega tekið forskot á sæluna og sent frá sér hvítlaukssalt sem unnið var í tilraunaeldhúsinu hjá Matís.

Þau Þórunn Ólafsdóttir og Haraldur Guðjónsson settu niður um 40 þúsund hvítlauksgeira í haust. „Það kom svo óvænt í ljós að til var töluvert af hvítlauksrifjum úr tilraunaræktun okkar, sem við settum ekki niður. Við ákváðum því að prófa að búa til hvítlaukssalt. Fórum við til Matís og hittum þar Óla Þór Hilmarsson, sem er verkefnisstjóri fyrir Matarsmiðju Matís,“ segir Haraldur.

Hvítlauksbændurnir Þórunn Ólafsdóttir og Haraldur Guðjónsson þurrka uppskeruna í haust.

„Óli Þór aðstoðaði okkur við að gera gæðahandbók, sem er nauðsynleg fyrir umsókn um framleiðsluleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, sem við sóttum um og fengum. Það leyfi miðast við að framleiðslan fari fram í Matarsmiðju Matís í Grafarholti. Hófumst við handa í tilraunaeldhúsi Matarsmiðjunnar í byrjun desember síðastliðinn. Við nutum stuðnings og faglegra leiðbeininga, bæði frá Óla Þór og fleirum hjá Matís. Leigðum við aðstöðuna þar í rúmlega hálfan mánuð og náðum að framleiða nokkurt magn af hvítlaukssaltinu. Innihald vörunnar er sjávarflögusalt frá Norðursalti á Reykhólum og 25 prósent hvítlaukur frá okkur. Fyrsta krukkan úr framleiðslunni fór í örveirurannsókn hjá Matís og kom mjög hrein út. Það má segja að við höfum rennt blint í sjóinn með þessa vöru, en Þórunn hefur verið að þróa hana undanfarin ár og er þetta útkoman í dag,“ segir hann enn fremur um aðdragandann að markaðssetningunni

Hann bætir við að viðbrögðin við vörunni hafi farið langt fram úr þeirra væntingum, sem þau séu afar þakklát fyrir. Þau hafi upplifað að markaðurinn kalli ákaft eftir þessari innlendu vöru.

Skylt efni: Hvítlaukur

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...