Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Þórunn og Haraldur afhentu hvítlaukssaltið sitt á dögunum í húsnæði Breiðar þróunarfélags á Akranesi.
Þórunn og Haraldur afhentu hvítlaukssaltið sitt á dögunum í húsnæði Breiðar þróunarfélags á Akranesi.
Mynd / smh
Fréttir 21. febrúar 2024

Hvítlaukssalt úr Dölunum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölunum búast við sex til átta tonna uppskeru næsta haust. Þau hafa hins vegar nýlega tekið forskot á sæluna og sent frá sér hvítlaukssalt sem unnið var í tilraunaeldhúsinu hjá Matís.

Þau Þórunn Ólafsdóttir og Haraldur Guðjónsson settu niður um 40 þúsund hvítlauksgeira í haust. „Það kom svo óvænt í ljós að til var töluvert af hvítlauksrifjum úr tilraunaræktun okkar, sem við settum ekki niður. Við ákváðum því að prófa að búa til hvítlaukssalt. Fórum við til Matís og hittum þar Óla Þór Hilmarsson, sem er verkefnisstjóri fyrir Matarsmiðju Matís,“ segir Haraldur.

Hvítlauksbændurnir Þórunn Ólafsdóttir og Haraldur Guðjónsson þurrka uppskeruna í haust.

„Óli Þór aðstoðaði okkur við að gera gæðahandbók, sem er nauðsynleg fyrir umsókn um framleiðsluleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, sem við sóttum um og fengum. Það leyfi miðast við að framleiðslan fari fram í Matarsmiðju Matís í Grafarholti. Hófumst við handa í tilraunaeldhúsi Matarsmiðjunnar í byrjun desember síðastliðinn. Við nutum stuðnings og faglegra leiðbeininga, bæði frá Óla Þór og fleirum hjá Matís. Leigðum við aðstöðuna þar í rúmlega hálfan mánuð og náðum að framleiða nokkurt magn af hvítlaukssaltinu. Innihald vörunnar er sjávarflögusalt frá Norðursalti á Reykhólum og 25 prósent hvítlaukur frá okkur. Fyrsta krukkan úr framleiðslunni fór í örveirurannsókn hjá Matís og kom mjög hrein út. Það má segja að við höfum rennt blint í sjóinn með þessa vöru, en Þórunn hefur verið að þróa hana undanfarin ár og er þetta útkoman í dag,“ segir hann enn fremur um aðdragandann að markaðssetningunni

Hann bætir við að viðbrögðin við vörunni hafi farið langt fram úr þeirra væntingum, sem þau séu afar þakklát fyrir. Þau hafi upplifað að markaðurinn kalli ákaft eftir þessari innlendu vöru.

Skylt efni: Hvítlaukur

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...