Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Vindmyllur eru komnar á dagskrá stjórnvalda. Tillögur starfshóps um nýtingu
vindorku eiga að vera klárar fyrir 1. febrúar 2023.
Vindmyllur eru komnar á dagskrá stjórnvalda. Tillögur starfshóps um nýtingu vindorku eiga að vera klárar fyrir 1. febrúar 2023.
Mynd / Jesse de Meulenaere
Fréttir 16. ágúst 2022

Hvernig verður vindurinn beislaður?

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslags- ráðherra hefur skipað þriggja manna starfshóp sem á að skila tillögum til ríkisstjórnarinnar um fyrirkomulag við nýtingu vindorku.

Í starfshópnum sitja Hilmar Gunnlaugsson hrl., Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi ráðherra umhverfis- og auðlindamála og Kolbeinn Óttarsson Proppé, fyrrv. alþingismaður. Tillögum skal skilað til ráðherra fyrir 1. febrúar 2023. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðinu.

Samkvæmt Guðlaugi Þór ber okkur að nýta vindinn ef við ætlum að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum. Jafnframt er nauðsynlegt að breið samstaða náist um það hvernig farið er í þá nýtingu. Guðlaugur vill ná fram „jafnvægi milli náttúruverndar og nýtingar“.

Nýting vindorku er sérstaklega nefnd í sáttmála ríkisstjórnarinnar og er stefnt að lagasetningu um þau málefni sem almenn sátt er á bakvið. Sér í lagi er nefnt að taka skuli tillit til sjónrænna áhrifa, dýralífs og náttúru. Einnig kemur fram að fyrirkomulag gjaldtöku skuli verða skilgreint í nýjum lögum.

Starfshópurinn mun vinna náið með Sambandi íslenskra sveitarfélaga ásamt öðrum hagsmunaaðilum, ráðuneytum og stofnunum eftir því sem við á.

Skylt efni: vindorka

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...