Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vindmyllur eru komnar á dagskrá stjórnvalda. Tillögur starfshóps um nýtingu
vindorku eiga að vera klárar fyrir 1. febrúar 2023.
Vindmyllur eru komnar á dagskrá stjórnvalda. Tillögur starfshóps um nýtingu vindorku eiga að vera klárar fyrir 1. febrúar 2023.
Mynd / Jesse de Meulenaere
Fréttir 16. ágúst 2022

Hvernig verður vindurinn beislaður?

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslags- ráðherra hefur skipað þriggja manna starfshóp sem á að skila tillögum til ríkisstjórnarinnar um fyrirkomulag við nýtingu vindorku.

Í starfshópnum sitja Hilmar Gunnlaugsson hrl., Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi ráðherra umhverfis- og auðlindamála og Kolbeinn Óttarsson Proppé, fyrrv. alþingismaður. Tillögum skal skilað til ráðherra fyrir 1. febrúar 2023. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðinu.

Samkvæmt Guðlaugi Þór ber okkur að nýta vindinn ef við ætlum að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum. Jafnframt er nauðsynlegt að breið samstaða náist um það hvernig farið er í þá nýtingu. Guðlaugur vill ná fram „jafnvægi milli náttúruverndar og nýtingar“.

Nýting vindorku er sérstaklega nefnd í sáttmála ríkisstjórnarinnar og er stefnt að lagasetningu um þau málefni sem almenn sátt er á bakvið. Sér í lagi er nefnt að taka skuli tillit til sjónrænna áhrifa, dýralífs og náttúru. Einnig kemur fram að fyrirkomulag gjaldtöku skuli verða skilgreint í nýjum lögum.

Starfshópurinn mun vinna náið með Sambandi íslenskra sveitarfélaga ásamt öðrum hagsmunaaðilum, ráðuneytum og stofnunum eftir því sem við á.

Skylt efni: vindorka

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...