Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vindmyllur eru komnar á dagskrá stjórnvalda. Tillögur starfshóps um nýtingu
vindorku eiga að vera klárar fyrir 1. febrúar 2023.
Vindmyllur eru komnar á dagskrá stjórnvalda. Tillögur starfshóps um nýtingu vindorku eiga að vera klárar fyrir 1. febrúar 2023.
Mynd / Jesse de Meulenaere
Fréttir 16. ágúst 2022

Hvernig verður vindurinn beislaður?

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslags- ráðherra hefur skipað þriggja manna starfshóp sem á að skila tillögum til ríkisstjórnarinnar um fyrirkomulag við nýtingu vindorku.

Í starfshópnum sitja Hilmar Gunnlaugsson hrl., Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi ráðherra umhverfis- og auðlindamála og Kolbeinn Óttarsson Proppé, fyrrv. alþingismaður. Tillögum skal skilað til ráðherra fyrir 1. febrúar 2023. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðinu.

Samkvæmt Guðlaugi Þór ber okkur að nýta vindinn ef við ætlum að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum. Jafnframt er nauðsynlegt að breið samstaða náist um það hvernig farið er í þá nýtingu. Guðlaugur vill ná fram „jafnvægi milli náttúruverndar og nýtingar“.

Nýting vindorku er sérstaklega nefnd í sáttmála ríkisstjórnarinnar og er stefnt að lagasetningu um þau málefni sem almenn sátt er á bakvið. Sér í lagi er nefnt að taka skuli tillit til sjónrænna áhrifa, dýralífs og náttúru. Einnig kemur fram að fyrirkomulag gjaldtöku skuli verða skilgreint í nýjum lögum.

Starfshópurinn mun vinna náið með Sambandi íslenskra sveitarfélaga ásamt öðrum hagsmunaaðilum, ráðuneytum og stofnunum eftir því sem við á.

Skylt efni: vindorka

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...