Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hernaður eggjaframleiðenda í UK
Fréttir 21. febrúar 2022

Hernaður eggjaframleiðenda í UK

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Vaxandi fjöldi eggjaframleiðenda á Englandi hefur snúið sér að nýtingu Androlis- og Taurrus ránmítla til að ná stjórn á rauðmítlastofnum er herja á hænsn þeirra. Einnig hefur svipuð aðferð verið kynnt er kemur að flugum, og þá eru vespur sendar á þær í stað ránmítla.

Það er stöðug barátta fyrir eggjaframleiðendur að halda fjölda rauðmítla í skefjum, sérstaklega þegar hlýnar í veðri. Yfir sumarmánuðina er líftími rauðmítla afar stuttur, allt að 7-8 dagar, sem gerir það að verkum að illa er hægt að hafa hemil á hraðri fjölgun þeirra eða atferli, sérstaklega þar sem þeir athafna sig helst að næturlagi.

Fyrstu merki um sýkingu í hænsnum eru oft blóðflekkótt egg eða blóðleysi, þá svefn og eirðarleysi en einnig bera fuglarnir smit. Þetta hefur að sjálfsögðu í för með sér minnkun á eggjaframleiðslu þeirra og gæðum eggjanna sem þá hefur í för með sér efnahagslegt tjón fyrir eggjabændur. Talað er um að árlegur efnahagslegur kostnaður sé allt að 1 pund á hverja hænu.

Framleiðendur hafa löngum reitt sig á eiturefni til þess að losa sig við slíka pest sem mítlarnir og flugurnar eru, en hafa nú æ oftar rekið sig á að samkvæmt neytendalögum eru eiturefnin á undanhaldi og vörum þeirra skilað úr verslunum vegna of mikils eiturmagns í vöru. Eggjabændur brugðu þá á það ráð að leita eftir aðferðum er hægt væri að nýtast við í stað efnanna og eitt þeirra var að láta svokallaða ránmítla (predatory mites) herja á rauðmítlana og flugurnar.

Báðar tegundir ránmítlanna eru frumbyggjar í Bretlandi og finnast almennt í villtum fuglahreiðrum. Þeir skaða hvorki fugla, menn né umhverfið og eiga auðvelt með að ná til nær óaðgengilegra felustaða rauðmítlanna, öfugt við bæði eiturefni og menn.

„Ólíkt kemískum efnum eru engar líkur á því að fuglarnir beri skaða af og bætir heilsu þeirra til muna, þá ferskleika bæði kjöts og eggja sem þeir gefa af sér. Androlis- og Taurrus-mítlarnir vinna mjög vel saman með mismunandi áherslum er kemur að árás á rauðmítla.

Androlis nærast fyrst og fremst á ungum rauðmítlum og er mjög hreyfanlegt rándýr, á meðan Taurrus-mítlarnir fara hægar um, er gráðugra og étur hvað sem að kjafti kemur. Þegar kemur að því að etja þessum rauð- og ránmítlum saman er mælt með að dreifa þeim á gólf hænsnahússins, í hreiðurkassa og á rimla. Ránmítlarnir munu þá leita uppi rauðmítlana og neyta þeirra. Samkvæmt eðlilegri hringrás lífsins mun þeim svo fjölga á meðan hinum fækkar.

Flugur eru annað vandamál eggjaframleiðenda yfir sumarmánuðina, þar sem þær pirra hænur og dreifa sjúkdómum, sem þýðir að mikilvægt er að bregðast við snemma. Tekin var sú ákvörðun að reyna að etja svokölluðum „sníkju-geitungum“ (parasitic wasps) á flugurnar enda geitungar rándýr þeirra stofns. Þessi sérstaka tegund geitungs er þó ekki dæmi­gerð að stærð, lítt sýnileg dýrum og mönnum og í raun ekki mikið stærri en títuprjónahaus.

Geitungarnir eru fluttir á mögulegt varpsvæði flugna, t.d. í kringum saur eða á fóðrunarsvæði – en þar verpa þeir sínum eigin eggjum inn í eggjapúpur flugnanna þar sem eggin nærast á eggjum þeirra og þá fæðast meindýraflugurnar ekki heldur frekar geitungarnir ... Þessar hernaðarframkvæmdir eggjaframleiðenda virðast reynast vel og eru án efa umhverfinu hollari en eiturhernaðurinn áður.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...