Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Innlent bygg er trefjaríkt korn sem hægt væri að nýta betur í matvælaiðnað.
Innlent bygg er trefjaríkt korn sem hægt væri að nýta betur í matvælaiðnað.
Fréttir 13. júlí 2023

Heilsufarslegur ávinningur heilkorns

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Matvælaiðnaður hér á landi hefur ekki hagnýtt heilkorn eins og vert væri að mati Ólafs Reykdal, verkefnastjóra hjá Matís.

Ólafur Reykdal verkefnastjóri.

Ólafur ritaði grein um tengsl heilkorns við heilsufarslegan ávinning á vefsíðu stofnunarinnar á dögunum. Þar kemur fram að hægt væri að nýta íslenskt bygg og hafra í mun meira mæli en nú er gert.

Matís hefur í verkefnum sínum sýnt fram á notagildi íslenska kornsins. Í skýrslunni „Íslenskt matkorn – Gæði, innihald og viðhorf“, frá árinu 2012, kemur fram að nýting á íslensku byggi í bökunariðnaði hafi leitt til nýsköpunar, sparað gjaldeyri og skapað atvinnu. Einnig komu fram niðurstöður efnagreininga á innlendu korni frá árinu 2010 sem sýndu að magn sterkju í innlendu korni var ekki verulega frábrugðið því sem mældist í innfluttu korni. Kornið væri trefjaríkt og magn óæskilegra efna væri mjög lágt.

Ólafur bendir á í grein sinni að trefjaefni, eins og beta-glúkan, sé í mjög takmörkuðu mæli í hveiti en séu til staðar í bygg og höfrum sem ræktað er hér á landi. Hann tengir aukna kornrækt á Íslandi við nýútkomnu norrænu næringarráleggingarnar en samkvæmt þeim er mælt með að neyta að minnsta kosti 90 gramma af heilkorni á dag.

„Heilkorn inniheldur hýðið og þau bætiefni sem því fylgja. Hvítt hveiti og hvít hrísgrjón geta augljóslega ekki fallið undir heilkorn,“ segir Ólafur í grein sinni og minnir á að fólk sem hefur glútenóþol þurfi að forðast heilkorn með glúteni en getur þess að til séu hafrar sem hafa verið staðfestir glútenlausir.

„Korn er mjög mikilvægt fyrir fæðuöryggi á Íslandi og er þá bæði átt við korn sem fóður og til matvælaframleiðslu. Manneldiskorn er langveikasti hlekkurinn í fæðuöryggi á Íslandi. Nú standa vonir til aukinnar kornræktar á Íslandi og því er full ástæða til að nota meira af íslenska korninu í matvæli,“ segir Ólafur Reykdal.

Skylt efni: Matís | Korn

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur
Fréttir 30. janúar 2026

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur

Evrópusambandið og Indland hafa lokið tuttugu ára samningaviðræðum um víðtækan f...

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...