Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Innlent bygg er trefjaríkt korn sem hægt væri að nýta betur í matvælaiðnað.
Innlent bygg er trefjaríkt korn sem hægt væri að nýta betur í matvælaiðnað.
Fréttir 13. júlí 2023

Heilsufarslegur ávinningur heilkorns

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Matvælaiðnaður hér á landi hefur ekki hagnýtt heilkorn eins og vert væri að mati Ólafs Reykdal, verkefnastjóra hjá Matís.

Ólafur Reykdal verkefnastjóri.

Ólafur ritaði grein um tengsl heilkorns við heilsufarslegan ávinning á vefsíðu stofnunarinnar á dögunum. Þar kemur fram að hægt væri að nýta íslenskt bygg og hafra í mun meira mæli en nú er gert.

Matís hefur í verkefnum sínum sýnt fram á notagildi íslenska kornsins. Í skýrslunni „Íslenskt matkorn – Gæði, innihald og viðhorf“, frá árinu 2012, kemur fram að nýting á íslensku byggi í bökunariðnaði hafi leitt til nýsköpunar, sparað gjaldeyri og skapað atvinnu. Einnig komu fram niðurstöður efnagreininga á innlendu korni frá árinu 2010 sem sýndu að magn sterkju í innlendu korni var ekki verulega frábrugðið því sem mældist í innfluttu korni. Kornið væri trefjaríkt og magn óæskilegra efna væri mjög lágt.

Ólafur bendir á í grein sinni að trefjaefni, eins og beta-glúkan, sé í mjög takmörkuðu mæli í hveiti en séu til staðar í bygg og höfrum sem ræktað er hér á landi. Hann tengir aukna kornrækt á Íslandi við nýútkomnu norrænu næringarráleggingarnar en samkvæmt þeim er mælt með að neyta að minnsta kosti 90 gramma af heilkorni á dag.

„Heilkorn inniheldur hýðið og þau bætiefni sem því fylgja. Hvítt hveiti og hvít hrísgrjón geta augljóslega ekki fallið undir heilkorn,“ segir Ólafur í grein sinni og minnir á að fólk sem hefur glútenóþol þurfi að forðast heilkorn með glúteni en getur þess að til séu hafrar sem hafa verið staðfestir glútenlausir.

„Korn er mjög mikilvægt fyrir fæðuöryggi á Íslandi og er þá bæði átt við korn sem fóður og til matvælaframleiðslu. Manneldiskorn er langveikasti hlekkurinn í fæðuöryggi á Íslandi. Nú standa vonir til aukinnar kornræktar á Íslandi og því er full ástæða til að nota meira af íslenska korninu í matvæli,“ segir Ólafur Reykdal.

Skylt efni: Matís | Korn

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...