Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Innlent bygg er trefjaríkt korn sem hægt væri að nýta betur í matvælaiðnað.
Innlent bygg er trefjaríkt korn sem hægt væri að nýta betur í matvælaiðnað.
Fréttir 13. júlí 2023

Heilsufarslegur ávinningur heilkorns

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Matvælaiðnaður hér á landi hefur ekki hagnýtt heilkorn eins og vert væri að mati Ólafs Reykdal, verkefnastjóra hjá Matís.

Ólafur Reykdal verkefnastjóri.

Ólafur ritaði grein um tengsl heilkorns við heilsufarslegan ávinning á vefsíðu stofnunarinnar á dögunum. Þar kemur fram að hægt væri að nýta íslenskt bygg og hafra í mun meira mæli en nú er gert.

Matís hefur í verkefnum sínum sýnt fram á notagildi íslenska kornsins. Í skýrslunni „Íslenskt matkorn – Gæði, innihald og viðhorf“, frá árinu 2012, kemur fram að nýting á íslensku byggi í bökunariðnaði hafi leitt til nýsköpunar, sparað gjaldeyri og skapað atvinnu. Einnig komu fram niðurstöður efnagreininga á innlendu korni frá árinu 2010 sem sýndu að magn sterkju í innlendu korni var ekki verulega frábrugðið því sem mældist í innfluttu korni. Kornið væri trefjaríkt og magn óæskilegra efna væri mjög lágt.

Ólafur bendir á í grein sinni að trefjaefni, eins og beta-glúkan, sé í mjög takmörkuðu mæli í hveiti en séu til staðar í bygg og höfrum sem ræktað er hér á landi. Hann tengir aukna kornrækt á Íslandi við nýútkomnu norrænu næringarráleggingarnar en samkvæmt þeim er mælt með að neyta að minnsta kosti 90 gramma af heilkorni á dag.

„Heilkorn inniheldur hýðið og þau bætiefni sem því fylgja. Hvítt hveiti og hvít hrísgrjón geta augljóslega ekki fallið undir heilkorn,“ segir Ólafur í grein sinni og minnir á að fólk sem hefur glútenóþol þurfi að forðast heilkorn með glúteni en getur þess að til séu hafrar sem hafa verið staðfestir glútenlausir.

„Korn er mjög mikilvægt fyrir fæðuöryggi á Íslandi og er þá bæði átt við korn sem fóður og til matvælaframleiðslu. Manneldiskorn er langveikasti hlekkurinn í fæðuöryggi á Íslandi. Nú standa vonir til aukinnar kornræktar á Íslandi og því er full ástæða til að nota meira af íslenska korninu í matvæli,“ segir Ólafur Reykdal.

Skylt efni: Matís | Korn

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...