Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Agnes Anna Sigurðar­dóttir, framkvæmdastjóri Brugg­smiðjunnar á Árskógs­strönd.
Agnes Anna Sigurðar­dóttir, framkvæmdastjóri Brugg­smiðjunnar á Árskógs­strönd.
Fréttir 1. mars 2019

Handverksbruggarar halda upp á 30 ára afmæli bjórsins á Íslandi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Hér er góð stemning og mikil tilhlökkun, þetta er allt að smella saman hjá okkur,“ segir Agnes Anna Sigurðar­dóttir, framkvæmdastjóri Brugg­smiðjunnar á Árskógs­strönd, en þar á bæ verður blásið til Bjórhátíðar í dag, 1. mars, þegar 30 ár eru liðin frá því bjór var leyfður á Íslandi. 
 
Þátttakendur í hátíðinni eru handverksbrugghús sem starfandi eru víða um land, en alls taka 17 slík brugghús þátt, 15 þeirra íslensk og 2 tékknesk. Þau eru í eigu vina Agnesar og eiginmanns hennar, Ólafs Þrastar Ólafssonar, stofnenda Bruggsmiðjunnar. Fyrsti bruggmeistari þeirra, David Masa, á annað og hitt eiga þeir sem selja byggið sem Bruggsmiðjan notar í framleiðslu sína.
 
Agnes segir að sú hugmynd hafi kviknað að gera eitthvað í tilefni 30 ára bjórafmælisins á Íslandi. „Við sáum fyrir okkur eitthvað lítið og huggulegt en þetta varð að heilmiklum viðburði. Við sendum út póst á öll handverksbrugghúsin hér á landi og er skemmst frá því að segja að viðtökur urðu ljómandi góðar, fóru fram úr okkar björtustu vonum, þannig að hátíðin varð strax í upphafi stærri í sniðum en við sáum fyrir okkur fyrst,“ segir hún. Alls eru ríflega 20 lítil brugghús starfandi á Íslandi og dreifast þau um allt land. 
 
Bruggsmiðjan, sem tók til starfa haustið 2006, var fyrsta handverksbrugghúsið  hér á landi og ruddi þannig brautina fyrir þá sem á eftir komu. „Við vildum gjarnan gera eitthvað af þessu tilefni og vekja athygli á þeirri grósku sem ríkjandi er hjá okkur sem starfrækjum litlar bruggsmiðjur um land allt,“ segir Agnes. 
 
 
Mikil gróska hjá handverksbrugghúsum
 
Brugghús hafa verið sett upp víða um land undanfarin ár. „Það er virkilega gaman af þessu og við erum himinlifandi yfir þátttökunni, meirihluti þeirra brugghúsa sem starfrækt eru hér á landi tekur þátt,“ segir hún. Hvert og eitt þeirra mun kynna sína framleiðslu og starfsemi á hátíðinni og gefst gestum kostur á að smakka og spjalla. Tuttugu ára aldurstakmark er á hátíðina og í boði verða rútuferðir frá Dalvík og Akureyri. Þá hafa verið í gangi tilboð á gistingu fyrir þátttakendur víða í Eyjafirði. Veislustjóri er Júlíus Júlíusson, gjarnan kenndur við Fiskidaginn, og þá er Erpur Eyvindsson svonefndur veisluköttur. 
 
Kaldabandið þenur hljóðfæri og raddbönd
 
Kaldabandið mun troða upp á hátíðinni, en starfsmenn Brugg­smiðjunnar skipa það band. Körfuuppboð verður einnig á dagskrá en með því er ætlunin að safna fé til styrktar Krabba­meinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Bruggsmiðjan tók í mars í fyrra þátt í fjáröflun fyrir það félag með framleiðslu og sölu á léttöli og færði félaginu að því loknu 1,8 milljónir króna. Góðgerðarhluti starfsemi Bruggsmiðjunnar gengur undir nafninu Vertu kaldur.
 
Umfangsmikil ferðaþjónusta
 
Bruggsmiðjan á Árskógssandi hefur vaxið mjög að umfangi frá því hún tók til starfa fyrir ríflega 12 árum. Tæp tvö ár eru frá því hin vinsælu Bjórböð voru opnuð við hlið Bruggsmiðjunnar og hafa þau svo sannarlega slegið í gegn. Bruggsmiðjan hefur alla tíð tekið á móti gestum og kynnt starfsemi sína og þannig að hluta tekið þátt í ferðaþjónustu á svæðinu. 
 
Með tilkomu Bjórbaðanna hefur sá hluti starfseminnar aukist til muna. Alls starfa um 30 manns hjá fyrirtækjunum tveimur þannig að félögin eru í hópi stærstu fyrirtækja í sveitarfélaginu. 
 
Agnes Anna segir að bjórböðin hafi slegið í gegn.
 
Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...