Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hluti varnarefna sem notuð eru í matvælaiðnaði geta haft áhrif á hormónakerfi fólks.
Hluti varnarefna sem notuð eru í matvælaiðnaði geta haft áhrif á hormónakerfi fólks.
Fréttir 9. ágúst 2021

Hafa áhyggjur af leifum varnarefna

Höfundur: ehg - foodnavigator.com

Félag vistfræðinga á Spáni krefjast þess að varnarefnanotkun í matvælaiðnaði í landinu verði minnkuð um helming fyrir árið 2023 miðað við það sem nú er, sérstaklega þau sem eru mjög eitruð og ekki leyfisskyld. Þetta gáfu þeir út eftir að ný gögn sýndu mikið magn af leifum varnarefna sem fundust í matvælum á Spáni.

Skýrsla aðgerðarsinna vistfræðinga sem tóku saman gögn með umboðsskrifstofu Spánar fyrir neyslu, matvælaöryggi og næringu, sýnir að í 44,4% af grænmeti og ávöxtum fundust leifar af varnarefnum. Ákveðnir ávextir eins og jarðarber innihéldu allt að 37 mismunandi tegundir af varnarefnum, þar af 25 þeirra sem geta haft áhrif á hormónakerfi fólks.

Rúmlega 30% af leifunum eru frá varnarefnum sem hafa ekki tilskilin leyfi í Evrópusambandinu. Gögnin sýna að Spánn er, nú sem fyrr, leiðandi í sölu á varnarefnum í Evrópu árið 2019 þegar seld voru rétt rúmlega 75 þúsund tonn þar í landi.

Aðgerðaráætlun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Farm to Fork, sendi ákall árið 2020 til aðildarlanda sambandsins að minnka notkun varnarefna. Frjálsu félagasamtökin Save Bees and Farmers mæla einnig með að stefnt verði á að notkun á gervivarnarefnum verði minnkuð um 80% fyrir árið 2030 og alfarið banna notkun frá 2035 til að vernda líffræðilegan fjölbreytileika. 

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...