Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hluti varnarefna sem notuð eru í matvælaiðnaði geta haft áhrif á hormónakerfi fólks.
Hluti varnarefna sem notuð eru í matvælaiðnaði geta haft áhrif á hormónakerfi fólks.
Fréttir 9. ágúst 2021

Hafa áhyggjur af leifum varnarefna

Höfundur: ehg - foodnavigator.com

Félag vistfræðinga á Spáni krefjast þess að varnarefnanotkun í matvælaiðnaði í landinu verði minnkuð um helming fyrir árið 2023 miðað við það sem nú er, sérstaklega þau sem eru mjög eitruð og ekki leyfisskyld. Þetta gáfu þeir út eftir að ný gögn sýndu mikið magn af leifum varnarefna sem fundust í matvælum á Spáni.

Skýrsla aðgerðarsinna vistfræðinga sem tóku saman gögn með umboðsskrifstofu Spánar fyrir neyslu, matvælaöryggi og næringu, sýnir að í 44,4% af grænmeti og ávöxtum fundust leifar af varnarefnum. Ákveðnir ávextir eins og jarðarber innihéldu allt að 37 mismunandi tegundir af varnarefnum, þar af 25 þeirra sem geta haft áhrif á hormónakerfi fólks.

Rúmlega 30% af leifunum eru frá varnarefnum sem hafa ekki tilskilin leyfi í Evrópusambandinu. Gögnin sýna að Spánn er, nú sem fyrr, leiðandi í sölu á varnarefnum í Evrópu árið 2019 þegar seld voru rétt rúmlega 75 þúsund tonn þar í landi.

Aðgerðaráætlun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Farm to Fork, sendi ákall árið 2020 til aðildarlanda sambandsins að minnka notkun varnarefna. Frjálsu félagasamtökin Save Bees and Farmers mæla einnig með að stefnt verði á að notkun á gervivarnarefnum verði minnkuð um 80% fyrir árið 2030 og alfarið banna notkun frá 2035 til að vernda líffræðilegan fjölbreytileika. 

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...