Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hluti varnarefna sem notuð eru í matvælaiðnaði geta haft áhrif á hormónakerfi fólks.
Hluti varnarefna sem notuð eru í matvælaiðnaði geta haft áhrif á hormónakerfi fólks.
Fréttir 9. ágúst 2021

Hafa áhyggjur af leifum varnarefna

Höfundur: ehg - foodnavigator.com

Félag vistfræðinga á Spáni krefjast þess að varnarefnanotkun í matvælaiðnaði í landinu verði minnkuð um helming fyrir árið 2023 miðað við það sem nú er, sérstaklega þau sem eru mjög eitruð og ekki leyfisskyld. Þetta gáfu þeir út eftir að ný gögn sýndu mikið magn af leifum varnarefna sem fundust í matvælum á Spáni.

Skýrsla aðgerðarsinna vistfræðinga sem tóku saman gögn með umboðsskrifstofu Spánar fyrir neyslu, matvælaöryggi og næringu, sýnir að í 44,4% af grænmeti og ávöxtum fundust leifar af varnarefnum. Ákveðnir ávextir eins og jarðarber innihéldu allt að 37 mismunandi tegundir af varnarefnum, þar af 25 þeirra sem geta haft áhrif á hormónakerfi fólks.

Rúmlega 30% af leifunum eru frá varnarefnum sem hafa ekki tilskilin leyfi í Evrópusambandinu. Gögnin sýna að Spánn er, nú sem fyrr, leiðandi í sölu á varnarefnum í Evrópu árið 2019 þegar seld voru rétt rúmlega 75 þúsund tonn þar í landi.

Aðgerðaráætlun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Farm to Fork, sendi ákall árið 2020 til aðildarlanda sambandsins að minnka notkun varnarefna. Frjálsu félagasamtökin Save Bees and Farmers mæla einnig með að stefnt verði á að notkun á gervivarnarefnum verði minnkuð um 80% fyrir árið 2030 og alfarið banna notkun frá 2035 til að vernda líffræðilegan fjölbreytileika. 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f