Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Mynd / Bbl
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Höfundur: smh

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfram að berast. Nýlega bárust uppfærslur frá Sláturfélagi Suðurlands, Kaupfélagi Skagfirðinga og Sláturhúsi KVH og þegar tekið er tillit til þeirra hefur meðalverð á landsvísu fyrir kíló af dilkum hækkað um 35,5 prósent frá síðustu sláturtíð.

Þau leiðu mistök urðu að verðskrá ársins 2021 birtist í prentútgáfu Bændablaðsins, með umfjöllun um afurðaverð 2022. Hér birtist rétt og uppfærð verðskrá sláturleyfishafa.

Hæsta meðalverð 754 krónur á kílóið

Samkvæmt útreikningum Bændasamtaka Íslands og er hæsta verð komið í 754 krónur á kílóið, eftir að Sláturfélag Suðurlands birti uppfærslu á sinni verðskrá í síðustu viku. Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturhús KVH hafa einnig birt nýlegar uppfærslur og borga næst mest, eða 753 krónur á kíló dilka.

Sláturfélag Vopnfirðinga gaf tóninn í lok júní með meðalverðshækkun upp á 31,4 prósent miðað við lokaverð á síðasta ári. Í ágúst hafa uppfærðar verðskrár borist jafnt og þétt, nú síðast frá Fjallalambi 18. ágúst og þar er hækkunin mest á milli ára eða 43,5 prósent.

Landsmeðaltalshækkun fyrir fullorðið fé hefur einnig orðið svolítil á undanförnum tveimur vikum, eða 14,9 prósent. 

Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í þessu tölublaði.

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...

Áskoranir og tækifæri
Fréttir 26. maí 2023

Áskoranir og tækifæri

Framtíð íslensks landbúnaðar – tækifæri og áskoranir var yfirskrift ársfundar La...

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024
Fréttir 26. maí 2023

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024

Matvælastofnun hefur áréttað að ekki sé heimilt að endurnýta eyrnamerki í eyru á...

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts
Fréttir 25. maí 2023

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts

LL42 ehf., sem er að fullu í eigu Stjörnugríss hf., fær langstærstan hluta af WT...

Tollkvótum útdeilt
Fréttir 25. maí 2023

Tollkvótum útdeilt

Tilkynnt var um samþykkt tilboð á tollkvótum fyrir innflutning af hinum ýmsu lan...

Vantar hvata til að halda áfram
Fréttir 25. maí 2023

Vantar hvata til að halda áfram

Bændur á bæjunum Bergsstöðum og Syðri-Urriðaá í Miðfirði standa nú í samningavið...

Nauðbeygður til að verjast
Fréttir 25. maí 2023

Nauðbeygður til að verjast

Bændur gætu verið í vanda telji þeir vindmyllur sem reisa á mögulega í nágrenni ...