Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Mynd / Bbl
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Höfundur: smh

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfram að berast. Nýlega bárust uppfærslur frá Sláturfélagi Suðurlands, Kaupfélagi Skagfirðinga og Sláturhúsi KVH og þegar tekið er tillit til þeirra hefur meðalverð á landsvísu fyrir kíló af dilkum hækkað um 35,5 prósent frá síðustu sláturtíð.

Þau leiðu mistök urðu að verðskrá ársins 2021 birtist í prentútgáfu Bændablaðsins, með umfjöllun um afurðaverð 2022. Hér birtist rétt og uppfærð verðskrá sláturleyfishafa.

Hæsta meðalverð 754 krónur á kílóið

Samkvæmt útreikningum Bændasamtaka Íslands og er hæsta verð komið í 754 krónur á kílóið, eftir að Sláturfélag Suðurlands birti uppfærslu á sinni verðskrá í síðustu viku. Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturhús KVH hafa einnig birt nýlegar uppfærslur og borga næst mest, eða 753 krónur á kíló dilka.

Sláturfélag Vopnfirðinga gaf tóninn í lok júní með meðalverðshækkun upp á 31,4 prósent miðað við lokaverð á síðasta ári. Í ágúst hafa uppfærðar verðskrár borist jafnt og þétt, nú síðast frá Fjallalambi 18. ágúst og þar er hækkunin mest á milli ára eða 43,5 prósent.

Landsmeðaltalshækkun fyrir fullorðið fé hefur einnig orðið svolítil á undanförnum tveimur vikum, eða 14,9 prósent. 

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...